Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17
Flestar kvartanir sem berast norsku
neytendasamtökunum varða bíla. Á
toppi lista yfir bíla sem mest er
kvartað vegna eru BMW og Tesla.
„Þetta eru dýrar vörur sem dýrt
er að gera við og margir eru háðir.
Því geta þær auðveldlega orðið að
bitbeini og efni í rifrildi,“ segir Inge-
borg Flønes, framkvæmdastjóri
Neytendasamtakanna, við blaðið
VG.
Að hennar sögn bárust ráðinu um
8.000 kvartanir á árinu 2015 og
snerust 1.897 þeirra um kaup og
sölu bíla.
„Merkið sem oftast var klagað yfir
var BMW. Og í öðru sæti er Tesla.
Vörðuðu kvartanir vegna Tesla nær
allar afköst bílsins. Eigendur sögðu
þau í engu samræmi við það sem inn-
flytjandinn hefði auglýst,“ segir Flø-
nes.
Í sætum þrjú til fimm yfir um-
kvörtuð bílmerki voru Audi, VW og
Mercedes. Flønes segir að útblást-
urshneykslið tengt Volkswagen hafi
lítil sem engin áhrif haft á tölfræði
þessa.
agas@mbl.is
Loforð seljenda standast ekki
Tesla Model S skilar norskum eigendum ekki afköstunum sem auglýst eru.
Mest verið kvartað
undan BMW og Tesla
Dýrar viðgerðir geta orðið bíleig-
endum til mikils ama.
Í framhaldi af útblásturshneykslinu
sem kennt er við Volkswagen og
upp komst í fyrrahaust hafa yfirvöld
víða veitt því nánari athygli hvort
losun gróðurhúsalofts og eldsneyt-
isnotkun bíla séu í samræmi við það
sem framleiðendur hafa gefið upp.
Þetta hefur þýtt að nokkrir bíl-
smiðir hafa lent í vandræðum, nú
síðast Mitsubishi og Suzuki. Banda-
ríski bílrisinn General Motors (GM)
er heldur ekki óhultur en þar á bæ
hefur orðið uppistand eftir að ljóstr-
að var upp um að framleiðandinn
hafði gefið upp rangar tölur um
eldsneytisnotkun stórs jeppa.
Reyndar er um að ræða bíl sem
seldur er undir þremur nöfnum,
sem Chevrolet Traverse, GMC
Acadia og Buick Enclave. Stöðvaði
GM sölu á öllum þessum módelum í
síðustu viku sem þýddi í raun að
60.000 eintök voru dregin af mark-
aði.
Fyrsta dómsmálið hefur verið
hafið á hendur GM vegna þessa og í
ljósi þess að jafnan er krafist him-
inhárra bóta í bandarískum dóms-
málum hefur General Motors brugð-
ist skjótt við stefnunni.
Að sögn fagrita hefur GM dregið
upp áætlanir sem fela í sér að
170.000 eigendum framangreindra
bíla verða hverjum og einum boðnar
bætur að upphæð sem svarar um 2,6
milljónum íslenskra króna.
Bílrisinn bandaríski heldur því
fram að hinar röngu bensín-
eyðslutölur hafi orðið til fyrir yf-
irsjón. Sökinni er skellt á íhluti í vél-
búnaði sem brúkaður var í bílunum í
fyrra og tengist mengunarvörnum í
þeim. Segist GM hafa uppgötvað
mistökin sjálfur þegar unnið var að
útreikningum á losun 2017-
módelanna á gróðurhúsalofti.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það
uppgötvast í Bandaríkjunum að
raunveruleg eldsneytisnotkun er
ekki í samræmi við uppgefnar tölur
framleiðanda. Árið 2012 þurftu kór-
esku bílsmiðirnir Hyundai og Kia að
greiða himinháar bætur vegna
slíkra mála en þar áttu í hlut um
900.000 bílar. Hópmálsókn leiddi til
þess að bílsmiðurinn varð að punga
út sem svarar um 50 milljörðum ís-
lenskra króna í bætur til kaupenda
bílanna.
agas@mbl.is
Kenna yfirsjón um rangar eyðslutölur
Notar of mikið bensín
Chevrolet Traverse er meðal jeppanna sem málið varðar. Margir láta eyðslutölurnar ráða valinu á bíl.
Fjölbreytt þjónusta
við bíla og tæki
» VERSLUN
» DIESELVERKSTÆÐI
» VARAHLUTAÞJÓNUSTA
» TÚRBÍNUVIÐGERÐIR
OG SALA
» SÉRPANTANIR
Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík - blossi.is - blossi@blossi.is