Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 19
Dacia á siglingu í Danmörku Dacia Duster hefur reynst geysivinsæll jepplingur. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er að ná föstum tökum á Dönum, sem sýnt hafa ódýrum bílum dóttur- fyrirtækis hins franska bílsmiðs Re- nault vaxandi áhuga. Staðreyndin er sú að Dacia er það merki sem vaxið hefur hraðast í Danmörku fyrstu þrjá mánuði árs- ins; um 48% frá sama tímabili á fyrra ári. Seldust 1.267 eintök af Dacia-- bílum frá áramótum til marsloka, en þau voru 833 á sama tímabili í fyrra. Nýskráðum Dacia-fólksbílum fjölgaði um 31%, úr 765 í 1.005, og hefur Dacia Duster-jepplingurinn verið vinsælasta módelið. Þá þykir eftirtektarvert að Dacia seldi 262 Dokker-atvinnubíla á fyrsta fjórð- ungi í ár miðað við 68 í fyrra. agas@mbl.is Rúmenarnir á blússandi ferð MORGUNBLAÐIÐ | 19 Trygglyndur Toyota-eigandi frá bænum Houma í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum hefur dottið í lukkupottinn. Bílsmiðurinn jap- anski hefur verðlaunað hann fyrir að hafa ekið Toyota Tundra pall- bíl milljón mílur, eða rúmlega 1,6 milljónir km, á undanförnum níu árum. Victor Sheppard hefur ekið um 200 þúsund kílómetra á ári, aðal- lega á ferðum sínum milli ríkjanna Virginíu og Norður-Dakóta. Sheppard keypti bíl sinn nýjan ár- ið 2007, en bíllinn var með þeim fyrstu sem smíðaðir voru í sam- setningarverksmiðju Toyota í Tex- as. Upprunaleg vél er enn í hon- um, gírkassi og lakk. Sheppard hefur hugsað vel um bíl sinn, því hann hefur 117 sinn- um komið til eftirlits hjá þjónustu- fyrirtæki einu frá því hann eign- aðist hann. Nú eru verkfræðingar og tæknimenn Toyota ólmir í að fá Tundruna til að taka bílinn í sundur og rannsaka hvort þeir geti fundið út hvers vegna allir íhlutir hans hafa enst svo vel hina gríðarlegu notkun. Sú þekking ætti að geta komið sér vel til að búa til og þróa enn endingarbetri bíla í framtíðinni, segja fulltrúar Toyota. „Að hafa í höndunum milljón mílna bíl sem er nánast eins og nýr eftir alla þessa notkun, með upprunalegum íhlutum, er eins og að finna nál í heystakki,“ segir fulltrúi tæknideildar Toyota í Bandaríkjunum. „Mannskapurinn áformar að rífa bílinn í sundur eins og hann leggur sig, frá toppi til táar og frá framstuðara til aft- urstuðara, til að meta hvernig gæði og öryggi við smíði bílsins hafa gert honum kleift að þola meira en milljón mílur á veg- unum,“ bætir hann við. Fyrir þennan notaða en vel með farna bíl fær Sheppard annan bíl að launum. Það þarf svo sem ekki mikið hugarflug til að ímynda sér hvaða bíl hann valdi. Auðvitað splunkunýjan Toyota Tundra og verður það sextándi pallbíllinn af þessari gerð sem hann eignast um ævina. Toyota Tundra er betur þekkt utan Bandaríkjanna sem Toyota Hilux. agas@mbl.is Toyotan eins og ný eftir milljón mílur á vegunum Victor Sheppard við Tundruna sem rifin verður í rannsóknarskyni. Mílumælirinn að detta í milljónina eftir níu ár í umferðinni. Lögreglan í Mílanó á Ítalíu hefur tekið kraftmikla Alfa Romeo Giulia Quadrifoglio bíla í þjónustu sína. Ekki til að eltast við illvirkja eða aðra þrjóta á vegum landsins, held- ur til að bjarga mannslífum. Quadrifoglio er sérstaklega kraftmikil sérútgáfa af Giulia bíln- um frá Alfa Romeo. Mílanólög- reglan mun brúka tvo slíka fyrst og fremst til að flytja líffæri og blóð vegna neyðaraðgerða á sjúkra- húsum. Einnig munu þeir gegna hlutverki fylgdarbíla þegar um sér- stakar opinberar athafnir er að ræða. Engar fregnir fara af vélbúnaði bílsins aðrar en þær að vélin sé 505 hestafla V6-vél með tvöfaldri for- þjöppu. Dugar hún til þess að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á aðeins 3,8sekúndum sem segir að snerpan sé all veruleg. Quadrifol- gio er aflmesti Giulia-bíllinn í bíla- línu Alfa Romeo. agas@mbl.is Á fleygiferð með líffæri Lögreglubílar til bjargar lífum Lögreglan mun komast hratt yfir á nýja Alfa Romeo Giulia Quadrifog- lio bílnum kraftmikla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.