Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 12
Þ að er óneitanlega tilhlökk- unarefni þegar út spyrst að von sé á nýjum sportara frá Porsche. Þó setti und- irritaður í brýrnar þegar hann fékk pata af því að hinn nýi Boxster væri fjögurra strokka, í stað sex sem hann var síðast, og óttaðist að einhver bannsett reglugerðin hefði sniðið honum svo þröngan stakk vegna út- blásturs eða einhvers annars. Það reyndust með öllu ástæðulausar; að sönnu er hinn nýi Boxster fjögurra strokka en það kemur síst að sök því bæði eru hestöflin fleiri, togið meira og útblástursgildið lægra. Þýsk hönnun og hugvit heldur áfram að koma á óvart. Þvílíkur gírkassi, þvílíkar skiptingar! Iðulega fer reynsluakstur fram í sjálfskiptum bílum en í þetta sinnið mátti velja um beinskiptan 6 gíra eða sjálfskiptan 7 gíra með PDK (Porsche Doppel-Kupplungs- getriebe) skiptiflipum í stýri. Að fenginni reynslu kaus ég beinskiptan því það verður að segjast eins og er að Þjóðverjarnir í Zuffenhausen- hverfi Stuttgart búa til óviðjafn- anlega gírkassa. Þvílík skemmtun, þvílíkar skiptingar! Öll virkni og svörun er svo hnökralaus að eftir stutta stund finnst manni nánast sem hugarorkan sé að skipta um gír. „Að verða eitt með með bílnum“ er óttalega lummuleg klisja en hér er satt að segja innistæða fyrir þessum frasa. Vélin er sem fyrr segir flöt fjög- urra strokka, grunngerðin í Boxster er 2.0 lítra og skilar 300 hestsöflum á meðan Boxster S er 2.5 lítra og skil- ar 350 hestum með túrbínu. Búið er að endurhugsa undirvagninn frá grunni (ha ha ha) til að ráða betur við skarpar beygjur og snúninga. Það er óhætt að segja að verkfræðingar Porsche hafa hér haft erindi sem erf- iði því bíllinn liggur hreint maka- laust vel og sú beygja fyrirfannst ekki í Portúgal þar sem undirrit- aður varð að draga úr hraða til að höndla beygjuna; að því gefnu að engin væri fyrirstaðan þá sigldi bíll- inn áfram á sínum hraða – og bara beygði. Áreynslulaust. Sérstaklega á þetta við þegar bíllinn er stilltur á Sport eða Sport +, þegar fjöðrunin er hert til almennilegs hraðaksturs. Þess má geta að hnappinn fyrir þessar akstursstillingar er að finna á nýjum stað í stýri Porsche 718 Boxster og er það vel. Í stað þess að þurfa að fálma í miðjustokkinn þarf ekki annað en að teygja þumal Leiktæki fyrir lengra Því verð Eitt af því sem gerir nýja Boxsterinn svipmeiri eru loftinntökin. Boxsterinn er ekki síðri þegar hann er í góðviðrisstillingu, án þaksins. 12 | MORGUNBLAÐIÐ Porsche 718 Boxster Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Reynsluakstur 2,497 cm3 bensín 350 Hestöfl /420 Nm PDK 7- gíra sjálfskipting 4,2 sek 0-100km m/Sport Chrono pakka Hámarkshraði 285km/klst Afturdrif 19“ álfelgur Eigin þyngd: 1.385kg Farangursrými: 150l skott að framan og 125l skott að aftan. Samtals: 275l Mengunargildi: 167g/kg Verð á 718 Boxter frá: 10.770.000 kr Eyðsla: 7,3 l/100 í bl. akstri Umboð: Bílabúð Benna Það þarf ekki að fjölyrða um útlitið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.