Morgunblaðið - 24.05.2016, Síða 20
Nýi tengiltvinnbíllinn Volkswagen T-Prime GTE er á lokastigi. Hann mun hafa 50 km hleðslu á rafmagni.
Þýski bílrisinn Volkswagen hefur
átt annasamt við að lappa upp á
ímynd sína sem beið skaða vegna
útblásturssvindlsins sem upp
komst um í fyrrahaust og snerist
um að blekkja mælitæki er mæla
losun úrgangsefna.
Þetta sýndi sig á stóru bílasýn-
ingunni sem hófst í Peking um ný-
liðin mánaðamót. Mesta athygli á
bás VW þar hefur fengið
hugmyndatvinnbíllinn T-Prime
Concept GTE. Þó að hugmynd-
anafnið sé enn að finna í heiti bíls-
ins var hann kominn í svo gott sem
endanlega útfærslu fyrir raðs-
míði.
T-Prime GTE er í sama stærð-
arflokki og bílar á borð við Merce-
des GLE og Audi Q7. Um er að
ræða tengiltvinnbíl með drifi á öll-
um fjórum hjólum. Mun hann fær
til aksturs utan vega í alls konar
aðstæðum á rafmagninu einu sam-
an.
Á mælaborði er stafræna tækn-
in nýtt út í hörgul og tekur bíllinn
bæði við raddskipunum sem að-
gerðum á snertiskjám. Einnig
mun möguleiki að framkvæma
stýriskipanir með handapati.
Volkswagen T-Prime Concept
GTE er sagður með 381 hestafla
aflrás og dregur 50 km á rafmagni
einu saman. Um er að ræða bíl
sem er liðsmaður mikillar sóknar
af hálfu VW inn í jeppageirann.
Annar bíll í þeirri sókn er ný kyn-
slóð af gjörbreyttum Tiguan.
agas@mbl.is
T-Prime vekur athygli í Peking
Stórsókn VW inn
í jeppageirann
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Citroen C6 - Árg. 2011
Einstakt eintak til sölu
Allar nánari upplýsingar í s. 897 6733
Bandaríski bílsmiðurinn á það kvenþjóðinni að þakka
hvernig sala á lúxusjeppum fyrirtækisins hefur stór-
aukist. Er það niðurstaða greiningarfyrirtækisins IHS
Automotive.
Samkvæmt gögnum LHS hefur konum í kaup-
endahópi Lincoln fjölgað um 45% og flestar þeirra hafa
keypt lúxusjeppa.
„Það þarf ekki að koma á óvart að konur njóti fram-
gangs síns. Þær hafa vaxandi áhrif á mótun markaðar-
ins fyrir lúxusbíla,“ segir Sheryl Connelly, einn af
framkvæmdastjórum bandaríska bílrisans Ford. Sam-
kvæmt upplýsingum frá þjóðskrá Bandaríkjanna eru
rúmlega 9% bandarískra kvenna með háskólagráðu á
meistarastigi en innan við 8% karla geta státað af slíku.
Í fyrra, árið 2015, voru konur í 85% tilfella skráðir
kaupendur lúxusbíla, að sögn dagblaðsins The New
York Times. Sé litið einvörðungu til Lincoln-bíla voru
þær 52% kaupenda MKC-bílsins á seinni helmingi árs-
ins. Í desember það ár kom uppfærður MKX á götuna
og fjölgaði konum í eigendahópi hans um 48% miðað
við sama tímabil árið 2014.
Að mati Lincoln eru konur að komast á áður óþekkt-
an stall í bæði atvinnu- og einkalífi. Þakkar talsmaður
bílsmiðsins vinsældir Lincoln-bílanna „fyrirferð-
arlitlum lúxus“.
agas@mbl.is
Áberandi í kaupendahópi lúxusbíla
Konur kaupa Lincoln-jeppa í stórum stíl, eins og þennan MKX. „Fyrirferðarlítill lúxus“ hittir í mark.
Konur falla fyrir Lincoln
Tvinnbílar hafa
sótt mjög í sig veðr-
ið það sem af er
árinu í Noregi og er
sölu þeirra líkt við
að hún sé komin í
fluggírinn. Einkum
eru það tengil-
tvinnbílar sem sleg-
ið hafa í gegn.
Fjórðungur allra
nýskráninga frá
áramótum eru
fólksbílar með
tvinnaflrás. Hafa
6.725 slíkir komið á
götuna á árinu sem
er 349% aukning
frá sama tímabili í
fyrra, samkvæmt
upplýsingum frá
umferðarstofunni
norsku.
Sömuleiðis hefur orðið aukning í
sölu tvinnbíla sem ekki eru tengj-
anlegir við hleðslustöðvar, eða 35%,
sem jafngildir 4.980 nýskráðum
eintökum.
Ástæða þessarar aukningar er
sögð sú, að mörg ný tvinnbílamódel
hafi birst á markaði og einnig séu
gjöld af þeim með þeim hætti að
þessi bílategund er hagstæðari í
kaupum og rekstri en bensín- og
dísilbílar með sambærileg vél-
arafköst.
Til loka apríl var Mitsubishi Out-
lander mest seldi tvinnbíllinn. Af
honum fóru 1.832 eintök af 6.725.
Voru 91% allra seldra Outlander á
tímabilinu með tvinnaflrás. Vin-
sældir þessa tvinnbíls eru raktar til
þess, að hann sé eini tengiltvinnj-
eppinn með drif á öllum fjórum
hjólum sem er að finna á norskum
bílamarkaði.
Volkswagen Golf GTE er í öðru
sæti yfir vinsælustu tengiltvinnbíla
í Noregi en til aprílloka voru af-
hentir 1.552 slíkir. Tvinnbílar sem
ekki er hægt að hlaða með taug eru
í næstu sætum, Toyota Auris í 1.495
eintökum, Toyota RAV4 í 1.290 ein-
tökum og Toyota Yarios í 1.246. Í
sjötta sæti er svo tengiltvinnbíllinn
Audi A3 með 812 eintök, Volkswa-
gen Passat í sjöunda með 618 og
Toyota Prius ótengjanlegur með
524 eintök. Í níunda sæti er BMW
X5 með 471 eintak og Volvo V60
með 344.
agas@mbl.is
Fjórðungur nýrra bíla með tvinnaflrás
Tvinnbílar taka
flugið í Noregi
Tvinnbílar hafa sótt mjög í sig veðrið í Noregi og
þeir rokselst það sem af er ári.