Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.2016, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 Sk w.erna.is GULL ipholti 3 - Sími: 552 0775 - ww - OG SILFURSMIÐJAERNA Armbandsúr frá Pieere Lannier Frakklandi Í Elsass þar sem listhagir íbúarnir smíða m.a. Bugatti eru Pierre Lannier sjálfvindurnar settar saman. Frábært verð. Við eigum fyrirliggjandi pústkerfi í flestar tegundir bifreiða! Kvikk þjónustan sérhæfir sig í pústþjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Um er að ræða viðgerðir og smíði auk þess sem við flytjum inn pústkerfi á góðu verði. Vagnhöfða 5 • 110 Reykjavík • Sími 5 200 600 • kvikk@kvikk.is • kvikk.is Púst | Bremsur | Stýrisgangur | Bókun á netinu Bíladellufólkið er á öðrum enda skalans, en á hinum endanum eru þeir sem hafa horn í síðu einkabílsins. Ás- geir segir margar ástæður geta legið að baki þessu nei- kvæða viðhorfi. „Þetta viðhorf er oft tengt vinstri- mennsku og menningarvitum. Í huga vinstrimannsins er það kannski að hann sjái bílinn sem hið augljósa tákn um misskiptingu auðs. Og svo spilar auðvitað inn í aukin vitund um umhverfismálin á síðari árum.“ Ákveðnir bílar fá þó blessun þessa hóps. „Ég man t.d. að upp úr 1968 þegar hippatíminn blómstraði þá átti ég Citroën-bragga og féll það ágætlega í kramið hjá vinstrisinnuðum vinum mínum og samherjum enda hafði hann stöðu sem „antí-status“-bíll. Í dag hafa bílar á borð við Toyota Prius og aðra tvinnbíla og svo að sjálfsögðu hreina rafmagnsbíla tekið við þessu hlut- verki enda andstaðan við bíla að verulegu leyti samofin áhyggjum af gróðurhúsaáhrifun og koltvísýrings- mengun. Það er vissulega full ástæða til, en ég treysti því að við bifreiðaunnendur fáum nú að njóta okkar enn um sinn.“ Hin hliðin á peningnum Fólkið sem amast við bílum Rafmagns- og tvinnbílar hafa í dag svipaða samfélagslega stöðu og Citroën braggi hafði á sínum tíma. Morgunblaðið/RAX haldið er og eftirlitið. Hér á landi sem annars staðar hafa mörg börn orðið til í aftursætinu á bíl, hvort heldur í Öskjuhlíð, Heiðmörk eða annars staðar,“ bendir Ásgeir á. Bíllinn getur líka verið leið til að brjóta ísinn. „Að geta boðið ungri dömu skutl er að geta boðið henni upp á ákveðin þægindi án þess að vera nærgöngull, og það skapar blöndu af vinargreiða og tækifæri til að búa til ákveðna nánd. Það er kannski ekki beinlínis hægt að eiga von á kossi, en bíll og að bjóða skutl getur verið fyrsta skrefið að frekari kynnum.“ Kaupa bíl unglingsáranna Hraðspólum áfram, fram á miðjan aldur, þegar stundum er sagt að sumir karlmenn fái „gráa fiðringinn“. Staðalmyndin er sú að tilvistar- kreppa hellist yfir karla á tilteknum aldri, og algengt að þeir láti það þá eftir sér að kaupa glæsibifreið, gott ef ekki rauðan sportbíl, og jafnvel að þeir skipti í leiðinni gamla makanum út fyrir nýlegra eintak. Ásgeir er ekki svo viss um að þessi staðalímynd eigi sér margar samsvaranir í raun- veruleikanum. „Hitt er hins vegar þekkt í fornbílaheiminum að virkustu kaupendurnir eru menn á miðjum aldri, og það skýrist aðallega af því að þeir eru þá einfaldlega komnir á þann stað í lífinu að eiga meiri pen- inga. Bíllinn sem þeir kaupa sér þá er gjarnan af svipuðu tagi og þeir létu sig dreyma um þegar þeir voru ung- ir, eða bíll eins og pabbi átti. Á ár- unum 1980-90 fóru t.d. bílar frá 6. og 7. áratugnum að hækka mikið í verði enda sú kynslóð þá orðin miðaldra sem hafði vaxið úr grasi á þessum ár- um.“ Félagsleg hækja Áhugi á bílum getur líka orðið til að stækka vinahópinn. Segir Ásgeir samfélagsmiðlana fulla af hópum helguðum ýmsum séráhugamálum bílasamfélagsins og t.d. er þar að finna virkan hóp íslenskra áhuga- manna um gamla rússajeppa og ann- ar um gamla brunabíla. Þar verði til ákveðið samfélag, og eins í bílaklúbb- unum sem komi reglulega saman í bílastæðahúsum verslunarmiðstöðv- anna til að sýna tryllitækin og skrafa. Þegar komið er á fullorðinsár get- ur orðið erfiðara að eignast nýja vini og segir Ásgeir að í gegnum sameiginlegt áhugamál sé hægt að komast inn í nýjan vinahóp á áreynsluminni hátt. „Með því að kaupa t.d. veglegt mótorhjól er hægt að fá inngöngu inn í ákveðna hópa. Mótorhjólið gefur afsökun til að spyrja, undir rós, hvort maður „megi vera memm“. Í gegnum sameiginlegt áhugamálið eru menn vígðir inn í hópinn.“ Tákn um velmegun Bíllinn getur verið stöðutákn og segir Ásgeir að útbreiddara virðist hjá þeim sem eru um og yfir miðjum aldri að vilja nota bílinn til að tjá ár- angur og velsæld. „Alla daga erum við að reyna að sýna umheiminum hver við erum, með því sem við segj- um og gerum, hvernig við klæðum okkur, og hvernig bíl við ökum. Allt hefur þetta áhrif á hvernig aðrir upp- lifa okkur.“ Áhugavert er að skoða um leið hvernig viðhorf ungs fólks til bíla er að breytast. Virðast yngri kynslóð- irnar síður áhugasamar um að eiga bíl, en vilja frekar taka þátt í deili- hagkerfinu og komast milli staða með Uber-leigubíl eða á umhverf- isvænan hátt á hjóli eða með strætó. Ásgeir tekur undir þá kenningu að hugsanleg skýring sé að sjálfs- myndarskilaboðin sem yngri kyn- slóðirnar sendi umheiminum fari í gegnum samfélagsmiðlana. Þau láti vinina vita að þeim vegni vel með myndum og færslum á Facebook, frekar en að aka um á glæsikerru. En svo geti líka komið upp sú staða að draumabíllinn sé hreinlega of flottur, og að annar verði fyrir val- inu til að berast ekki svo mikið á úti á götunum. Ásgeir nefnir dæmi af vini sínum sem hafði lengi langað að kaupa Porsche 911 sportbíl. „En eftir miklar vangaveltur komst hann að því að þessi kraftmikla glæsikerra væri of áberandi og það yrði hrein- lega vandræðalegt að aka um á hon- um. Honum flaug í hug að fólk hugs- aði með sér að þar væri galgopi eða jafnvel glaumgosi á ferð, einhver sem hefði mikla þörf fyrir að sýnast. Úr varð að hann keypti sér aðra gerð af bíl, sem kostaði reyndar alveg jafn mikið en sendi ekki þessi sömu skila- boð út á við.“ Tákn um draum Eins og bíllinn getur verið stöðu- tákn sjá sumir draumabílinn sem merki þess að allir daglegir erfði- leikar séu að baki. Með dýran og stóran Benz eða Range Rover í bíl- skúrnum hljóti allar raunir að vera að baki, peningaáhyggjur horfnar út í veður og vind, og öll önnur vanda- mál auðleyst. Kannski var það þess vegna að svo margir hlupu á sig í góðærinu, keyptu allt of dýran og fín- an bíl sem síðan reyndist erfitt að borga af – hvað þá eftir bankahrunið. „Fyrir þá sem sjá draumabílinn í þessu ljósi getur það orðið heilmikið spennufall þegar þeir loksins eru komnir með lyklana í hendurnar og sjá að í raun hefur ekkert breyst.“ Merkilegt er hve fólk getur verið gjarnt á að eyða um efni fram þegar kemur að bílakaupum. Svo sterk er hvötin til að láta einhverja drauma rætast, eða senda ættingjum, vinum og vegfarendum ákveðin skilaboð, að keyptur er bíll sem leggur heilmiklar klyfjar á eigandann. „Dýri bíllinn eða stóra og fallega húsið reynist þá ekki vera sú uppspretta hamingju sem bú- ist var við, heldur heljarinnar byrði sem kallar á að verja löngum stund- um í vinnunni til að eiga fyrir afborg- ununum.“ AFP Stundum eru draumabílarnir svo flottir að menn láta það ekki eftir sér, þó þeir gætu, að kaupa þá, af ótta við hvað aðrir gætu haldið. Hvað segð- ir það t.d. um mann að aka um á Lamborghini Aventador? Morgunblaðið/Sverrir Bæði bíla- og mótorhjólaáhugi hafa stundum á sér félagslega vídd. Að eiga mótorhjól getur t.d. greitt fólki leiðina að nýjum vinahópi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.