Morgunblaðið - 24.05.2016, Qupperneq 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
MADE IN GERMANY
S ince 1950
Gerðu bílinn kláran fyrir sumarið með Sonax
N
ýverið breyttu Mercedes-
Benz um nafn á ML-
jeppalínu sinni og heitir
línan GLE í dag. Ekki
verður annað sagt en að hin nýja
týpa fari vel af stað, sérlega falleg
útlits og hvaðeina, en þegar undirrit-
aður prófaði GLE 500e – þ.e.a.s. í
plug-in hybrid útfærslu – verður að
segjast eins og er að bíllinn kom mér
talsvert í opna skjöldu. Þegar var
fyrirliggjandi að bíllinn er hörku-
fallegur og innanstokks er allt eins
og við er að búast hjá Mercedes-
Benz. En aflið og togið í þessum bíl
var það sem kom skemmtilega á
óvart og gerði aksturinn að
skemmtistund sem í minnum verður
höfð.
Reffilegur að sjá og keyra
GLE-bíllinn sem tekinn var til
kostanna var með AMG-útlitspakka
sem óneitanlega gerir hann allan
sportlegri og meiri á vegi. Einkar
vel heppnaðar loftflæðilínur á hurða-
flekum bæta um betur og GLE er
hinn sportlegasti að sjá. Skemmst er
frá því að segja að þegar lagt er af
stað stendur GLE við stóru orðin
sem útlitið ber með sér því bíllinn
hreinlega rýkur af stað, mun snarp-
ari en ég átti von á. Bíllinn er búinn
hreint framúrskarandi loftpúða-
fjöðrun sem virkar prýðilega í borg-
arakstri, gleypir óþjálar hraðahindr-
anir eins og ekkert sé í almennri
stillingu og í Sport-stillingunni
breytir hún bílnum – mikið rétt – í
sportbíl. Bíllinn lækkar, fjöðrunin
stífnar, og bíllinn rígheldur gripinu
jafnvel þó slegið sé í klárinn og það
duglega. Bíllinn er búinn 3.0 lítra vél
sem skilar 442 hestöflum og togi sem
nemur 480 Nm. Þessar tölur segja
allt sem segja þarf og hljóðið sem
berst frá vélinni inn í farþegarýmið
er unaðslegt.
Batteríið í skottinu
Stóra spurningin sem vaknar er
óhjákvæmilega þessi: „Ókei, plug-in
hybrid er gott og blessað en hvar er
rafhlaðan?“ Hún er í skottinu og
birtist manni þar sem upphækkaður
Jeppinn sem heldur
að hann sé sportbíll
Morgunblaðið/Júlíus
Framsvipurinn er einkar voldugur á GLE 500e og fáir í sama stærð-
arflokki standast honum snúning hvað útlitið varðar.
Glasabakkinn þegar hann er stilltur á að
halda svaladrykkjunum köldum.
Það er hrein unun að aka
Mercedes-Benz GLE 500e og
snerpa hans og kraftur fór vel
fram úr væntingum.
Leiðsögukerfið, skemmtikerfið og annað sem til ökumannsins heyrir er
framúrskarandi framsett og það tekur örskotsstund að læra á allt.
+
Aksturseiginleikar,
útlit, afl, búnaður.
-
Farangursrýmið líð-
ur fyrir rafhlöðuna.