Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 4
Útgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Simi 421 0000 (15 linur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz SiguQÓnsson, simi 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, simi 421 0008 kristin@vf.is, Jófríóur Leifsdóttir, sími 421 0009 jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, koLLa@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldis Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. Reykjanes- bæ og Reykjavík í samstarf Grunn- skólar í Kallinn á kassanum kallinn@vf.is Grunnskólar í Reykjanes- bæ og Reykjavík hafa hafið samstarf sín á milli en skólarnir sem í þessu verkefni taka þátt fyrir utan skóla Reykjanesbæjar eru Austurbæjarskóli, Hlíðaskóli, Háteigsskóli og Alftamýrar- skóli. í dag var fundur í Kjarna þar sem fulltrúar skól- anna átta og fulltrúar Reykja- nesbæjar ræddu málin um hvernig samstarfinu skyldi háttað i framtíðinni. Margar fínar hugmyndir hafa komið upp og ræddi Ami Sigfus- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar sínar hugmyndir á fundinum. Nánar verður fjallað um þetta verkefhi í næsta tölublaði Víkur- frétta. Á myndinni að neðan má sjá fulltrúa skólanna átta ásamt fulltrúum Reykjanesbæjar sem ræddu málin yfir kaffisopa. Nokkrir krakkar í 4. bekk Grunnskólans í Sandgerði fyrir framan bókaorminn ógurlega! Tæplega 200 metra lestrarorm- ur í Grunnskóla Sandgerðis Dagana 24. febrúar til 14. mars var lestrarátak hjá nemendum í 1.- 6. bekk Grunnskólans í Sandgerði. Lestrarátök eru tvisvar á vetri í skólanum, eitt fyrir áramót og annað eftir áramót. Allir nemendur taka sig þá sam- an um að lesa og lesa eins mikið og þeir geta. Slagorð, vísur, spak- mæli og málshættir sem tengjast lestri eru skrifuð, skreytt og hengd upp um alla ganga skólans í svokallaðan „lestraronn". Stóru „drekahöfði" er komið fyr- ir á einum gangi skólans og „hala“ á öðrum. Nemendur skól- ans fá svo miða fyrir hveija bók sem lesin er og hún sett upp í orm sem hlykkist á milli höfiiðs- ins og halans. Hver og einn bekk- ur hefur svo sinn lit og getur því séð hve marga miða hver bekkur hefur sett í orminn. Dágóðum kennslutíma á degi hveijum er varið í lestur auk þess sem allir eru sérstaklega duglegir að lesa heima. Allir nemendur eru hraðlestrarprófaðir fyrir og eftir átak. I lok átaksins er svo verðlaunaafhending á sal skólans þar sem einn nemandi úr hveij- um bekk les ljóð eða stutta sögu. Að því loknu eru þeir sem aukið hafa hraða sinn mest og þeir sem sýnt hafa mestan áhuga verð- launaðir. Bókaverðlaun voru fyrir áramót en að þessu sinni fengu verð- launahafar bókamerki sem textíl- kennari skólans hannaði og út- bjó. Atakið skilaði miklum ár- angri í hraða og lestraráhuga meðal nem- enda. Lestr- arormurinn varð 197,5 metrar að lengd og lásu nem- endur að meðaltali 7 bækur hver á meðan á á t a k i n u stóð. Frábær ár- angur hjá krökkunum í Sandgerði og fá þeir stórt hrós fyrir! ROSALEGA er Kallinn ánægður með fram- kvæmdimar á Hafnargötunni sem skýrt var frá í síðustu Víkurfréttum. í mörg ár hefur verið rætt um að fara að gera eitthvað fyrir „Laugaveg“ okkar Suðumesjamanna, en aldrei hefur neitt gerst. Fyrr en núna! Þetta er frábært framtak og Árni bæjarstjóri og allt hans starfsfólk á skilið mikið hrós fyrir. MEÐ ÞESSUM framkvæmdum er einnig verið að slá á atvinnuleysi hér á Suðumesjum því Reykjanesbær samdi við verktaka af Suðurnesjum. Það eitt og sér er líka frábært mál. REYNDAR hefur Kallinn yerið að heyra miklar ánægjuraddir með Áma bæjarstjóra og þeir íbúar sem Kallinn hefur rætt við eru mjög ánægðir með hans störf. Hann hef- ur komið gríðariega sterkur inn í bæjarfé- lagið og tekið virkilega til hendinni. Það var happafengur að fá þennan mann hingað! AÐ SJÁLFSÖGÐU á Árni Sigfússon að verða bæjarstjóri sameinaðs sveitarfélags á Suðurnesjum. Það verður að fara að skoða það með opnum huga að sameina öll sveitar- félögin á svæðinu. Kallinn verður aldrei þreyttur á því að ræða um sameiningarmálin og hann mun ekki hætta því. Enda er það trú Kallsins að sveitarfélögin verði sameinuð í náinni framtíð. Kaliinn vill skora á bæjar- stjómir á svæðinu til að skoða þessi mál með opnum huga. KALLINN er á móti öliu stríði! Og hann er gríðarlega andvígur ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja stríðsrekstur öfga- hægrisinnans Bush og veiklundaða vinstri mannsins Blair. Þeir félagar í ríkisstjóminni geta verið stoitir af því að hafa í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins gert íslensku þjóðina að þátttakendum í striði - án vilja þjóðarinnar. ALL WE ARE saying is give peace a chance! F’riðarkveðja, Kallinn@vf.is 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.