Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 9
Hlutabréf í eðli sínu langtímafjárfesting Sl. fimmtudag hélt íslandsbanki í Keflavík morgunverðarfund á Flughótelinu fyrir viðskiptavini og aðra áhugasama. Yfirskrift fundarins var „Efnahagshorfur og eignastýring í breyttu um- hverfi". Una Steinsdóttir, útibússtjóri setti fundinn, en síðan íjallaði Ingólf- ur Bender hagfræðingur hjá Greiningu Islandsbanka og fjall- aði um helstu þætti í umhverfi ís- lenskra fyrirtækja og hvernig bankinn telur líklegt að þeir rnuni þróast næstu árin í ljósi væntan- legra stóriðjuframkvæmda á Austfjörðum. I umfjöllun Ing- ólfs kom m.a. fram að álvers- framkvæmdir kæmu á mjög heppilegum tíma fyrir þjóðarbúið og þrátt fyrir gríðarlega stærð þess væri nægur tími til að bregðast við því með réttum hag- stjórnaraðgerðum. Hann var m.a. spurður hvort hann héldi að þetta hefði áhrif á fyrirtæki hér á Suðurnesjum. Ingólfur taldi að það væri kannski erfitt að sjá beina tengingu, en margfeldisá- hrifin væru mikil og hefðu áhrif á alla landsmenn og landshluta í mismiklum mæli þó. Það væri einnig mjög mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki athugaði vel hvort þarna væru einhver raun- hæf tækifæri og gerði áætlanir i samræmi við það. Jóhann Omarsson forstöðumaður hjá Eignastýringu íslandsbanka tal- aði síðan um breytt umhverfi á verðbréfamörkuðum og þróun hlutabréfa almennt. Jóhann lagði mikla áherslu á að hlutabréf væru í eðli sínu langtímafjárfest- ing og að menn ættu að forðast að kúvenda um íjárfestingasteíhu þrátt fyrir tímabundna niður- sveiflu. Það væri einfaldlega eðli hlutabréfamarkaða að sveiflast mikið. VINSTRIHREYFINGIN grœnt framboð Virkar velferðarkerfið? Opinn fundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í kosningamiðstöðinni, Hafnargötu 54, Keflavík fimmtudaginn 27. mars Frummælendur: Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur: Fátæktá íslandi. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri: Hvernig bregst félagsþjónustan í Reykjanesbæ við þegar að þrengir? Fundarstjóri: Þórunn Friðriksdóttir, frambjóðandi í 2. sæti Fundurinn hefst klukkan 20 - Allir velkomnir Fjöltefli Björn Dúason, sjómaður í Sandgerði og frambjóðandi býður í fjöltefli í kosningamiðstöðinni Föstudaginn 28. mars. Fjölteflið hefst klukkan 20 - Allir velkomnir Súrefnisvörur KarinHerzog^ 20% o kynningarafsláttur afallri Karin Herzog línunni I Hollywood eru „OXYGENS BARS“ þar sem stjörnurnar koma í „l\ FACIALS“ frá KARIN HERZOG og endurheimta ferskleikann eftir strangar upptökur. Nú gefst þér líka tækifæri að prófa án endurgjalds, svo komdu og leyfðu okkur að dekra við þig. ...fegurð og ferskleiki Kynning á morgun föstudag. r aemmmmmmmmaammmmmnmemaammmmmmamamtammaaÆ Verið velkomin, Apótek Keflavíkur Snyrtivörudeild Félag Alzheimerssjúklinga stofnað Þriðjudaginn 18.febrúar sl. var haldinn fundur í Kirkjulundi og stofnuð deild FAAS (Félag áhuga- fólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og ann- ara minnissjúkra) og mætttu um 40 manns á fund- inn. María T. Jónsdóttir formaður félagsins í Reykjavík kynnti starfsemi félagsins og G. Gerður Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi kynnti hlutverk og starfsaðferðir minnismóttöku á Landakoti. Kosin var neíhd til að halda utan um starfsemi deildarinnar og ákveðið var að fundir skyldu haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir veturinn. Tilgangur deildarinnar er að koma saman og fá fræðslu um sjúkdóminn og knýja á úrbætur fyrir sjúklinga. Næsti fundur verður haldinn í Kirkjulundi þriðju- daginn l.april n.k kl. 20. Allir þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta. LEIKFÉIAG KEFLffllíNIR Unglingadeild Leikfélags Keflavíkur sýnir í Frumleikhúsinu w Þetta er allt Snjólfur“ Höfundur: Guðjón Sigvaldason. Leikstjóri: Kjartan Guðjónsson. Frumsýning föstudaginn 28. mars, kl. 20. 2. sýning laugardaginn 29. mars, kl. 20. 3. sýning sunnudaginn 30. mars, kl. 20. Miðasalan opnuð kl.18. sýningardagana. Miðaverð kr. 1200.- Miðapantanir í síma 421 2540. VÍKURFRÉTTIR 12.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.