Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 27.03.2003, Blaðsíða 27
Stríðið milli Keflavíkur og Njarðvíkur í 4-liða úrsl- itum Intersport-deildar- innar í körfuknattleik er hafið. Keflvíkingar sigruðu fyrsta leikinn með 44 stigum í Kefla- vík en leikur tvö fór fram í gærkveldi áður en blaðið fór í prentun. Itarleg umfjöllun um leikinn ásamt myndasyrpu er að finna á www.vf.is! Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, sagði í samtali við VF-Sport að fyrsti leikurinn hefði verið mjög auðveldur en Keflvíkingar hefðu hins vegar verið fljótir að koma sér niður á jörðina. „Eg bjóst engan veginn við þessu. Við vorum að spila okkar besta leik í vetur og þegar svo er þá getur ekkert lið stoppað okkur. Við munum hins vegar ekki fara svona létt í gegnum þetta einvígi og því er mikilvægt að koma sér niður á jörðina aft- ur”, sagði Gunnar. Hann sagði að allir leikir væru mjög mikilvægir í úrslitunum og því þyrfti liðið að rnæta í alla leiki og beijast til síð- ustu sekúndu. „Það sem við þur- fum að passa í leik Njarðvíkinga er að loka á skotin þeirra, líkt og við gerðum í leik eitt. Við þurf- um einnig að passa að Teitur fari ekki að hrökkva í gang“. Tindastóll jafnaði metin Grindavík tapaði gegn Tinda- stóli,108:101, i 2. leik liðanna í 4-liða úrslitum á þriðjudag og eru liðin því búin að vinna sinn hvorn leikinn. Leikurinn var jafn til að byija með og skiptust liðin á að hafa forystuna. Tindastóll náði hins vegar góðu forskoti í hálfleik, 58:48, og eftir það létu þeir forystuna aldrei af hendi og sigruðu. Helgi Jónas Guðfinns- son var bestur hjá gestunum með 33 stig en Darrell Lewis kom næstur með 22 stig. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga var ekki nógu sátt- ur með sína menn eftir leikinn á Króknum, þá sérstaklega vamar- leikinn. “Þetta var mikill sóknar- leikur hjá báðum liðum, nokkuð hraður leikur. Hvað mitt lið varðar þá var ég nokkuð sáttur við sóknarleikinn, hann var betri en í undanfomum leikjum. Það sem ég var óánægður með var hversu slaka vöm við lékum. Finnst þér Tindastóll sterkara Iið en þú bjóst við? „I sjálfu sér ekki. Ég sá Tindastól leika tvisvar í 8-liða úrslitum og sá þá hversu vel þeir voru að leika. Þeir em með fína blöndu af leikmönnum, leikmenn sem skora inn í teig og svo fyrir utan. Þeir em með þetta kjöijafhvægi sem getur verið svo mikilvægt hjá liðum að hafa“. Hvernig „peppar“ þú menn upp fyrir þriðja Ieikinn? „Það ætti ekki að vera erfitt, við munum mæta tilbúnir að leika al- mennilega vörn. Það þarf að vinna þijá leiki og fyrr en það er búið er ekki hægt að slaka á. Það skipta allir leikir máli þó vissu- lega sé hægt að segja að einhver leikur skipti meira máli en ann- ar“. Hvaða lið fer í úrslit? „Grindavik fer í úrslit". Okkur langaði meira í úrslit Keflavíkurstúlkur eru komnar í úrslit 1. deild- ar kvenna í körfuknat- tleik eftir tvo sigra gegn nágrönnum sínum úr Njarð- vík. Þar mæta þær KR-ingum sem hafa komið sterkar inn í undanförnum Ieikjum en þær sigruðu Grindavík í oddaleik í 4-liða úrslitum. Anna María Sveinsdóttir, þjálfari Kefla- víkurstúlkna saðist að vonum ánægð með það að vera komin í úrslit. „Við duttum út í fyrra þannig að þctta var alveg kærkomið", segir Anna María í samtali við VF-sport. Hún sagði að fyrri leikurinn við Njarðvík hafi verið vel leikinn hjá Keflavík og sigurinn auðveldur. „I seinni leiknum spiluðum við ekki eins vel, við hittum mjög illa vorum að taka léleg skot en þær aftur á móti hittu mjög vel sérstaklega fyrir utan 3ja stiga línuna. Þann leik unnum við á fráköstunum og baráttu. Okkur langaði meira í úrslitin". Hvernig lýst þér á Ieikina við KR? „Mér líst mjög vel á þá leiki. Þetta hafa verið hörkuleikir þess- ir tveir sem liðin hafa spilað eftir að KR liðið varð fullmannað, þannig að ég á ekki von á öðru en að þetta verði skemmtilegir úrslitaleikir". Hvað leggur þú upp með fyrir leikina? „Þetta er allt undir okkur sjálfum komið, við vitum að við erum illviðráðanlegar þegar við náum að spila okkar leik og allar spila saman sem lið. Um leið og við forum á eitthvað „egotripp" þá lendum við í vandræðum. Við verðum náttúrulega að stoppa kanann þeirra. Hún er mjög öflug inni í teignum og eins eru þær með sterka leikmenn innan- borðs. Við erum með meiri breidd og við munum nýta okkur það“. Hefur þú áhyggjur af einhverju fyrir leikina? „Nei það er nú ekkert sem ég hef stórar áhyggjur af, ef liðið mætir tilbúið í leikina þá hef ég engar áhyggjur". Ætlið þið ykkur ekki sigur? „Ekki spuming, ætlum við ekki að vinna tvöfalt?" Sport-Spurning Úrslitakeppnin í körfunni er komin á fullt og nú gefst íþrótta- áhugamönnum tækifæri á því aö spyrja körfuboltakappana á Suðumesjum spurninga að eigin vali! Ef þú hefur áhuga á því að spyrja uppáhalds leikmanninn í þínu liði, t.d. Friðrik Stefánsson í UMFN, spurningar skaltu senda okkur spuminguna á nctfangiö saevar@vf.is undir nafiiinu sportspurning. Með þaif að fylgja nafn leikmanns, liðs og nafn spyrjanda. Við á Víkurfréttum höfum svo sambandi við íþróttakappana og leggjum fyrir þá spuminguna. Ein eða fleiri slíkar spumingar munu svo birtast með svari í VF-sporti! VÍKURFRÉTTIR 12.TÖLUBIA0 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 27

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.