Víkurfréttir - 15.04.2003, Blaðsíða 6
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319,
Grundarvegi 23, 260 Njaróvik
Sími 421 0000 (15 linur)
Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll KetiLsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Báróarson,
sími 421 0002, hbb@vf.is
Sölu- og markaósstjóri:
Jónas Franz Siguijónsson,
simi 421 0001, franz@vf.is
Auglýsingar:
Kristín Njálsdóttir,
simi 421 0008 kristin@vf.is,
Jófriður Leifsdóttir,
sími 421 0009 jofridur@vf.is
Blaðamenn:
Jóhannes Kr. Kristjánsson
sími 421 0004 johannes@vf.is
Sævar Sævarsson,
simi 421 0003 saevar@vf.is
Hönnun/umbrot:
Stefan Swales,
stefan@vf.is,
HaLLur Guðmundsson,
hallur@vf.is
Skrifstofa:
Stefanía Jónsdóttir,
Aldis Jónsdóttir
Útlit, umbrot og prentvistun:
Vikurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiójan Oddi hf.
Dreifing:
Fréttablaðið dreifing s: 515 7520
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Aðrir fjölmiðlar
Vikurfrétta ehf. eru:
VF - Vikulega í Firðinum
Timarit Víkurfrétta,
The White Falcon,
Kapalsjónvarp Vikurfrétta.
MUNDI
Kallinn skrapp í páskaferð
til útlanda og bað mig að
kasta kveðju á lesendur!
Rúmlega 800 milljóna króna
hagnaður á síðasta ári
Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja hf. var
haldinn í Eldborg í Svartsengi sl. fóstudag.
Hagnaður HS var á síðasta ári rúmar 800
milljónir og er það tæplega 200 milljónum króna
meiri hagnaður en árið 2001, en þá var hagnað-
urinn rúmar 600 milljónir króna. Tekjur ársins
námu tæpum 3,5 miiljórum króna sem er um
23% meira en árið 2001. A fundinum var sam-
þykkt að greiða 270 miiljónir króna í arð til hlut-
hafa. Reykjanesbær sem er stærsti hluthafinn
fær rúmar 109 milljónir í arðgreiðslur, Hafnar-
Ijarðarbær og ríkissjóöur fá tæplega 42 milljón-
ir og aðrir hluthafar minna.
I máli Júlíusar kom fram að HS greiðir Landsvirkj-
un um 260 milljónir króna vegna flutnings raforku,
en Hitaveitan á og rekur eigin flutnings- og dreifi-
kerfi. Ef kröfur Landsvirkjunar um flutningsgjöld
vegna stækkunar Norðuráls hækka þessar greiðslur
í um 400 milljónir króna. Júlíus sagði að ef hug-
myndir stjórnvalda verði að veruleika um frekari
gjaldtöku fyrir flutning og verðjöíhun raffnagns þá
myndu greiðslur fýrirtækisins nema um 700 millj-
ónum króna á ári en sú upphæð myndi standa undir
fjárfestingum upp á 9,5 milljarða króna. Hitaveita
Suðurnesja hf. á og rekur allt raffnagnsflutnings-
kerfið á Suðurnesjum og er öll raforka flutt um
kerfi fyrirtækisins á kostnað þess.
A árinu 2002 námu fjárfestingar í orkuveri og veitu-
kerfum 780 milljónum króna. A Reykjanesi voru
boraðar tvær borholur og unnið að undirbúningi
virkjunar. Heildarkostnaður vegna þessa verkefna
var rúmar 430 milljónir króna. I rafveitukerfum var
fjárfest fyrir tæpar 148 milljónir sem skiptust
þannig að rúmar 54
459 lcr.
Næsta blað
kemurút
fostudaginn
25. apríl!
milljónir voru á Suður-
nesjum, tæpar 53 millj-
ónir á Hafnarfjarðar-
svæðinu og tæpar 50
milljónir í Vestmannaeyj-
um. Fjárfest var í nýrri
starfsstöð í Hafnarfirði
fyrir rúmar 70 milljónir
króna og hlutafjárkaup i
öðrum félögum var rúm-
ar 40 milljónir króna.
Hluthafar í Hitaveitu
Reykjanesbær
Ríkissjóður íslands
Hafnarfjarðarbær
Grindavíkurbær
Vestmannaeyjabær
Sandgerðisbær
Gerðahreppur
Vatnsleysustr.hr.
Suðurnesja hf.
2.958.000.000
1.133.356.000
1.133.356.000
623.944.000
511.828.000
396.100.000
343.944.000
202.300.000
40,4550%
15,5003%
15,5003%
8,6564%
7,000%
5,4172%
4,7039%
2,7667%
Sumir lcaupa
TVÖtilað
halda heimilis-
friðinn!
Ódýrasta tímarit
á íslandi
Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja:
Aðeins
WF
TÍMARIT VÍKURFRÉTTA
„ Guðinn
Brilljantín “
Ný mynd mánaðaríns hefur verið sett upp í
Kjarna, Hafnargötu 57, í Reykjanesbæ.
Eins og áður hefur komið fram er hér á
ferðinni kynning á myndlistarmönnum í Félagi
myndlistarmanna í Reykjanesbæ á vegum Lista-
safns Reykjanesbæjar. Listamaður aprflmánað-
ar er Erlingur Jónsson.
Erlingur Jónsson er fæddur 30. mars 1930 í Móa-
koti á Vatnsleysuströnd. Erlingur nam myndlist
víða og um skeið var hartn m.a. nemandi og seinna
aðstoðarmaður myndhöggvarans Siguijóns Ólafs-
sonar. Hann stundaði síðar myndlistamám í Noregi,
nam m.a. við Kennaraháskólann í Telemark og
Kennaraháskólann í Notodden. Erlingur kenndi um
árabil handmennt og myndlist við Gagnffæðaskóla
Keflavíkur (nú Holtaskóla í Reykjanesbæ) og var þá
frumkvöðull að stofnun „Baðstofunnar" sem enn er
ómetanlegur þáttur í menningarlífi Reykjanesbæjar.
Hann heflir síðustu áratugina starfað að list sinni í
Noregi og jafhframt verið lektor og síðar prófessor
við listaháskóla í Osló.
Erlingur Jónsson er fjölhæfur listamaður og lék
hann meðal annars lengi á fiðlu sem hann smíðaði
sjálfur. Verk Halldórs Laxness hafa orðið Erlingi
óþijótandi uppspretta hugmynda og verkið sem nú
er myndverk mánaðarins, Guðinn Brilljantín, er gott
dæmi um það. Erlingur var fyrsti listamaðurinn sem
var útnefhdur heiðursnafnbótinni Listamaður Kefla-
víkur og gerði hann af því tilefni listaverkið „Hvorki
fugl né fiskur“ sem stendur í skrúðgarði Reykjanes-
bæjar. Höggmyndir Erlings má sjá víða á Islandi og
í Noregi. Erlingur er félagi í landssamtökum
norskra myndhöggvara og hefur hann haldið list-
sýningar víðs vegar í Noregi og á Islandi.
Verkið heitir „Guðinn Brilljantín".
Jötunn við
boranir á
Reykjanesi
Stutt frá Saltverksmiðj-
unni á Reykjanesi eru
starfsmenn Jarðborana
að störfum með borinn Jöt-
unn. Verið er að bora holu 13
og er Hitaveita Suðurnesja
verkkaupi. Lokið var við bor-
un í holu 12 rétt fyrir jólin en
holan er sú dýpsta á háhita-
svæði eða 2506 metrar að
dýpt.
Vinna við borun holu 13 hófst
20. mars sl. og er búið að bora
rúma 800 metra. Bjami Guð-
mundsson verkstjóri sagði í
samtali við Víkurfréttir að bor-
unin gengi ágætlega þrátt fýrir
nokkra erfiðleika. „Borinn fest-
ist hjá okkur og við fengum
sprengjudeild Landhelgisgæsl-
unnar til að sprengja borinn
6
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!