Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.04.2003, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 15.04.2003, Blaðsíða 7
HALLARBYLTING í HITAVEITUNNI? w Afyrsta stjórnarfundi Hitaveitu Suðurnesja hf. sem haldinn var eftir að- alfund íyrirtækisins var Björn Herbert Guðbjörnsson óvænt kosinn stjórnarformaður fyrir- tækisins í stað Ellerts Eiríks- sonar fyrrverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar. A aðalfundin- um sem haldinn var í Eldborg var samþykkt tiiiaga um að stjórnarmönnum yrði fækkað úr tóif í sjö, en kynnt var sam- komulag fuiltrúa eigenda um skipan nýrrar stjórnar. Ellert Eiríksson fráfarandi stjórnar- formaður sagði í samtali við Víkurfréttir að samkomulagið hafi byggst á því að sjálfstæðis- menn í Reykjanesbæ gæfu eft- ir varamann til þess að öll sveitarfélögin fengju mann í stjórn eða varastjórn og segir Ellert að samkomulagið hafi verið unnið í nánu samstarfi við Lúðvík Geirsson bæjar- stjóra í Hafnarfirði. Ellert sagði að í samkomulaginu hafi einnig verið kveðið á um verkaskiptingu stjórnar þar sem gert var ráð fyrir Ellerti sem stjórnarformanni, Gunn- ari Svavarssyni úr Hafnarfirði sem varaformanni og Óskari Þórmundssyni frá ríkinu sem ritara. Ellert bar tillöguna íram á stjóm- arfundinum en Lúðvík Bergvins- son úr Vestmannaeyjum kom fram með aðra tillögu þar sem lagt var til að Björn Herbert Guðbjörnsson yrði formaður, Gunnar Svavarsson varaformað- ur og Lúðvík Bergvinsson ritari. Tillagan var samþykkt með ijór- um atkvæðum gegn þremur. Fulltrúar Reykjanesbæjar i stjóm em Ellert Eiríksson, Ami Sigfus- son og Bjöm Herbert Guðbjöms- son. Ellert segir að það samkomulag um verkaskiptingu stjómar sem sátt hafi náðst um hafi verið brotið. „Þetta lyktar náttúrulega allt af pólitík. En á fundinum í Hafharfirði óskaði Gunnar Svav- arsson eftir fundarhléi þar sem hann tilkynnti mér að Lúðvík Geirsson hafi gert sér grein fyrir samkomulaginu, en þrátt fyrir það ætlaði hann að sfyðja tillögu Lúðvíks Bergvinssonar. Eg hef staðið í kosningum lengi og ég læt þetta ekki á mig fá. En sam- komulag var brotið og það getur haft eftirmála," sagði Ellert í samtali við Víkurfréttir en vildi ekki nefna frekar hveijir þeir eft- innálar yrðu. Bjöm Herbert Guðbjömsson ný- kjörinn formaður stjómar Hita- veitu Suðumesja hf. sagði í sam- tali við Víkurfréttir að hann kannist ekki við að neitt sam- komulag hafi verið gert við sig varðandi verkaskiptingu stjómar. „Það getur vel verið að Ellert hafi gert eitthvað samkomulag, en það var ekkert rætt við mig. Ég var aldrei beðinn um að veita einum né neinum stuðning." Bjöm segir að hann beri fyllsta traust til Ellerts Eiríkssonar. „Ég taldi mikilvægt að fulltrúi Reykjanesbæjar yrði formaður stjómar og það var meirihluti fyr- ir því að ég yrði formaður. Við vonum að stjómin verði skilvirk- ari eftir að stjómarmönnum hef- ur verið fækkað og veiti forstjór- um og starfsmönnum meiri stuðning." Pallamennirnir Torfi Geir Torfason og Alfreð Alfreðsson, ásamt mastursmanninum Karli Huidari Arngrímssyni að störfum við Jötunn, en borinn er gríðarlegt mannvirki og rúmir 50 metrar að hæð. lausan. Við erum að komast fyr- ir það vandamál og reiknum með að þessi hola verði um 2500 metrar að dýpt.“ Þór Gíslason aðstoðarfram- kvæmdastjóri Jarðborana hf. sagði í samtali við Víkurfféttir að borunin gengi samkvæmt áætlun. „Við gerum alltaf ráð fyrir svona töfum inn í áætlun- um okkar og erfiðleikar í borun er eitthvað sem kemur fyrir af og til, enda er verið að bora djúpt í jörð þar sem aðstæður eru ófyrirséðar." \L REYKJAN ESBÆR Endurgerð Hafnargötu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að ráðast í endurbyggingu á Hafnargötunni. Um er að ræða hellulögn og malbikun akstursleiða, hellulögn gangstétta, endurnýjun ljósastaura, gróðursetning og margt fleira. Einnig verður skipt um jarðveg þar sem jiörf cr á og lagnir verða endur- nýjaðar. Framkvæmdir við 1. áfanga eru nú hafnar. Hafnargötunni hefur því verið lokað fyrir hílaumferð milli Tjarnargötu og Aðalgötu. Akandi umferð er hent á að fara Ægisgötu, Kirkjuveg eða Hringbraut í staðinn. Reynt verður að haga framkvæmdum þannig að íhúar verði fyrir sem minnstum óþægindum, gönguhrýr verða yfir opna lagnaskurði og verkið þannig skipulagt að truflun íýrir versl- unareigendur og rekstraraðila verði sem minnst. Þrátt fyrir þetta er ljóst að mikil óþægindi fýlgja framkvæmd-um sem þessum og er það ósk mín að íbúar sýni þolinmæði og taki starfsmönnum verktaka vel og hliðri til eftir þvi sem hægt er. Ef allir sem að framkvæmdinni koma leggjast á eitt um að verkið gangi vel fram er ég sannfærður um að við munum í verklok fagna góðu verki. Með von um jákvæð viðhrögð, bestu kveðjur Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og tækniráðs Reykjanesbæjar. PUí i REYKJANESBÆR TJARNARGÖTU 12 230 KEFLAVÍK VÍKURFRÉTTIR 16.TÖLUBLAÐ MIÐVIKUDAGUR16. APRÍL 2003 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.