Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 4
blaðið á Suðurnesjum í sumar! Tvöföldun Reykja- nesbrautar flýtt -3,5 kílómetra aukakafli í átt til Keflavíkur Vegagerðin hefur ákveðið að flýta framkvæmdum við breikkun Reykjanes- brautar og verður 3,5 kíló- metra kafli breikkaður í átt til Keflavíkur í þessum fyrsta áfanga, til viðbótar við þá 8 kílómetra sem þegar er unnið að. Kostnaður við aukakaflann er um 200 milljónir króna og með þessum frarnkvæmdurn er verkið um það bil háifnað og nær kaflinn iangleiðina að Vogaafleggjara. Hjálmar Amason alþingismaður Framsóknarflokksins sagði í samtali við Víkurfréttir að góð samstaða hafi verið innan þing- mannahópsins um þessa flýtingu á framkvæmdum. „Vegagerðin mat það svo að sökum hagstæðra samninga við verktaka um fyrri áfangann var ákveðið að semja við verktakana á sömu kjörum um þennan aukakafla. Ég er him- inlifandi með þetta og þetta er falleg sumargjöf til okkar Suður- nesjamanna." Ferskasta Frá framkvæmdum við tvöföldun í vetur sem leið. Á myndinni hér að neðan má sjá frá afhendingu verksins. Frá vinstri eru Sturlaugur Björnsson, Kristján Jóhannes- son og Sigfús Rúnar Eysteins- son, formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja. Engar súlur að Hafnargötu 50 Umhverfis- og skipulags- ráð hefur samþykkt að veita Húsanesi ehf. bygg- ingaleyfi tii að byggja versiun- ar- og íbúðarhúsnæði að Hafn- argötu 50 í Keflavík. Húsið má ekki skyggja á næsta hús og því skulu súlur sem fyrirhug- aðar voru við húsið fjarlægðar og hönnun hússins breytt svo það sé gerlegt. Það var Halldór Ragnarsson, f.h. Húsaness ehf., sem sótti um leyfi til að byggja verslunar- og íbúð- arhús skv. meðfylgjandi upp- dráttum frá Einari V Tryggvasyni dags. 21.02.03. Grenndarkynn- ing hefur farið ffam, athugasemd barst frá einum aðila sbr. bréf dags. 31.03.03. Athugasemdir eru gerðar við m. a. að húsið standi of framarlega, súlur á 1. hæð séu utan bygging- arlínu, húsið sé ekki samsíða Hafnargötu 52 og að húsið skyggi á Hafnargötu 52. Byggingarreitur Hafnargötu 50 hefur sömu dýpt og er i sömu fjarlægð frá götu og húsið á Hafnargötu 52 og með því að það er frístandandi en ekki byggt fast að Hafnargötu 52 skyggir það síður á það hús en ella. Því er ekki fallist á að húsið standi of framarlega né skyggi á aðliggj- andi hús. Fallist er á athugasemdir varð- andi súlur sem standa utan bygg- ingareits og umsækjanda gert að breyta hönnun hússins þannig að súlumar falli út. Þá skal bygging- arlína rétt af miðað við götulínu norðanhúss. Samþykkt að veita byggingarleyfi. Gjöftil Iðnsveinafélagsins: Minnismerki um Halldór Pálsson Frambjóðendur á „veiðurn14 Frambjóðendur stjórnmála- flokkanna keppast nú um hylli kjósenda og vinnustaðaheim- sóknir eru nú í hámæli. Kristján Pálsson, leiðtogi T-listans, heimsótti leik- skólann Heiðarsel í Keflavík á þriðjudaginn. Hér er hann á tali við leikskólakennara og foreldra á útisvæði skólans. Aaöalfundi Iðnsveinafé- lags Suðurnesja sem haldinn var 20. mars af- henti Fjölbrautaskóli Suð- urnesja félaginu að gjöf minn- ismerki um Halldór Pálsson. Halldór var formaður félagsins um árabii og var ávallt mikili stuðningsmaður Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Það var Kristján Jóhannesson, sviðs- stjóri tæknisviðs, sem afhenti verkið fyrir hönd skólans. Kristján minnti félagsmenn um leið á hve mikilvægt það er fyrir skólann að vera í góðu sambandi við atvinnulífið og vonaðist til þess að framhaid yrði á því góða sambandi sem verið hefur milli Iðnsveinafé- Iagsins og Fjölbrautaskólans. Þetta samband hafi ávallt verið Halldóri Páissyni hugleikið og það má sjá á hverjum degi í skólanum en nemendur í iðn- námi klæðast margir hlífðar- sioppum með merki Iðnsveina- félagsins sem félagið gaf skól- anum í formannstíð Halldórs. Það er fyrrverandi kennari við skólann, Sturlaugur Björnsson, sem á heiðurinn að hönnuninni eða sköpun listaverksins. Verkinu lýsir höfundurinn svo: „Allt handverk byggir á grunnform- um. I þessu myndverki eru þau tvö og er gefið rúmtak. Það er rétthymingur i gullinsniði sem er úr slípuðu grágrýti. Halli er á rétthymingnum þar sem eitt hom hefur verið sneitt af honum. Ten- ingur úr ryðfríu stáli er látinn vega á móti hallanum. Þannig er jafhvægi komið á myndverkið.” Myndverkið situr á stalli úr grá- grýti. Stallurinn er lm og 30 sm á hæð. Á honum er skjöldur sem á er letrað: Frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja til Iðnsveinafélags Suðurnesja til minningar um Halldór Pálsson velunnara skól- ans. stuttar FRÉTTIR Þrjár íbúða- hæðir ofan á Hafnargötu 52 Reynir Ólafsson hefur spurst fyrir um það hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjanes- bæjar um hvort eftirfarandi breytingar verði hcimilaöar að Hafnargötu 52. Að hækka húsið um eina hæð (úr 3 í 4), að nýta efri hæð- irnar undir íbúðir, setja svalir á húsið og byggja nýtt stigahús með lyftu bak við húsið. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið, þó þarf að gera betur grein fyrir bílstæð- um m.a. vegna þeirrar skerð- ingar á þeim sem bygging stigahússins veldur. Lagst er gegn því að dýpt svala verði meiri en 2m. Sumarhúsa- byggð í landi Grindavíkur? Miðgarður ehf. vill at- huga möguleika þess, með fyrir- spurn til bæjaryfirvalda í Grindavík, að fá úthlutað svæði í landi Grindavíkur- kaupstaðar undir sumar- húsabyggð. í fundargerðum Grindavíkurbæjar segir að bygginganefnd bæjarins taki vel í erindið og bygg- ingafulltrúa og bæjarstjóra er falið að vinna áfram í málinu í samráði við fyrir- spyrjanda. Ekki er nefht í fundargerðum hvaða svæði Miðgarður ehf. er að falast eftir, né um um- fang sumarhúsabyggðarinnar. Grindavíkurbær fái þjónustusamning um rekstur heilsugæslustöðvarinnar í Grindavík Fulltrúar meirihlutans í bæjarráði Grindavíkur lögðu fram bókun vegna ástands heilsugæsiu- mála á fundi bæjarráðs á miðvikudaginn. Undir átt- unda lið var tekið fyrir bréf heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis vegna breyt- inga á stjórn HSS. Vegna þess var eftirfarandi bókun lögð fram: Bókun: „Með vísan í málefhasamning D og S lista og vegna ástands heilsugæslumála undanfarin misseri felum við undirritaðir bæjarstjóra að skrifa bréf til heiibrigðisráðherra með ósk um viðræður við ráðuneytið um að Grindavíkurbær fái þjónustu- samning um rekstur heilsu- gæslustöðvarinnar í Grindavík. Lítum við til fordæma á Akur- eyri og Homafirði í þessu sam- hengi. Æskilegt er að viðræðum verði hraðað eins og kostur er í ljósi stöðu mála í dag. Hörður Guðbrandsson og Sigmar Eð- varðsson". 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.