Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 11
Starfsmenn ÍAV kaupi hlut ríkisins Aaðalfundi Starfsmannafélags íslenskra aðalverktaka, S.Í.A.V., sem haldinn var 14. april sl. var samþykkt eftirfar- andi yfirlýsing: „Aðalfundur lýsir yfír stuðningi við kaup starfsmanna islenskra aðalverktaka hf. á hlut ríkisins sem nú er til sölu”. Einnig ályktaði nýkjörinn stjóm S.Í.A.V svohljóðandi: Stjóm S.Í.A.V fer þess á leit við einkavæðinganefhd að þeirri óvissu sem ríkir með sölu á hlut ríkisins í íslenskum aðalverktökum hf. verði eytt sem fýrst. íbúafimdir með bæjarstjóra 'uvw.SomibnaLs. Nýr Sómabátur til Keflavíkur Nú á dögunum var enn einum Sómanum rennt út úr verksmiðju Báta- smiðju Guðmundar í Hafnar- firði. Einar Magnússon úr Keflavík fékk afhentan Sóma 960 sem fékk nafnið „Magnús Geir“. Einar mun gera bátinn út í sóknardagakerfi og má gera ráð fyrir að aflinn skilist hratt að landi þar sem bátur- inn er með 450 hestafla Volvo Penta TAMD 74 vélbúnaði og gengur báturinn á 30 sjómíl- um. Magnús Geir er 5,99 brúttotonn. Starfsmenn hjá Bátasmiðjunni óska Einari og Keflvíkingum til hamingju með bátinn og óskum þeim velfarnaðar í fiskeríinu, segir í frétt frá fyrirtækinu. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar boðar til íbúafunda í Reykjanesbæ. Á fundunum verðnr m.a. fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda. Þá verðm farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara. Til að auðvelda íbúum aðsókn og umfjöllun um næsta nágrenni er fundarstöðum og tíma skipt á eftirfarandi hátt: íbúar í I-Njarðvlk - mánud. 28. apríl í Safnaðarheimili I-Njarðvíkurkirkju íbúar í Njarðvík - þriðjudaginn 29. apríl í Njarðvikurskóla íbúar í Höfnum - miðvikudaginn 30. apríl í Sædýrasafninu íbúar í Keflavík - sunnan Aðalgötu - mánudaginn 5. maí í Holtaskóla íbúar í Keflavík - norðan Aðalgötu - miðvikudaginn 7. maí í Heiðarskóla ALLIR FUNDIRNIR HEFJAST KL. 20.00 Ártii Sigfússon bæjarstjóri REVKJANESBÆR TJARNARGÖTU 12 WWW.REYKJANESBAER.IS FRETTIR Sumarið 2003 á Suðumesjum! - Tímarit um líflð á Suðurnesjum sem dreift verður um allt iand - Síðustu ár hafa Víkurfréttir gefið út veglegt sumarbiað í byrjun sumars sem fjallar um allt það markverðasta sem er í boði á Suðurnesjum fyrir heimamenn og ferðafólk. Undirbúningur fyrir sumarblaðið 2003 er hafinn. Þeir sem vilja koma sér á framfæri í blaðinu eru hvattir til að hafa samband við markaðsdeild Víkurfrétta sem íyrst, Blaðinu verður dreift í tugþúsunda upplagi um allt land. Blaðið verður allt litprentað á vandaðan pappír og skreytt fallegum ljósmyndum. Síminn er - Tölvupóstur: jonascaAt.ls Víkurfréttir • Grundarvegi 23 • 260 Reykjanesbæ • • fax 421 0020 VlKURFRÉTTIR 17.TÖLUBLAD FÖSTUDAGUR 25. APRlL 2003 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.