Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 12
Ft TONLEIKAR I DUUSHÚSUM - vígsla nýs flygils Laugardaginn 26. aprfl n.k. verður nýr flygill í eigu Lista- safns Reykjanesbæjar vígður með tónleikum. Tónleik- arnir verða í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum og hctjast klukkan 15.00. Ýmsir listamenn munu koma fram og m.a. verður flutt tónlist eftir Anton Dvorak og Edward Grieg. Flygillinn verður auðvitað í aðalhlutverki og m.a. munu tón- leikagestir fá að heyra einleik á píanó, cinsöng við undirieik á píanó og spilað verður tjórhent á flygilinn. Þeir listamenn, sem fram koma, eru Brynhildur Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Dagný Þórunn Jónsdóttir, en þær eru allar kennarar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, og síðast en ekki síst mun Jónas Ingimundarson spila og spjalla eins og honum ein- um er lagið. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjómar mun ávarpa gesti. Tónleikamir eru öllum opnir og aðgangseyrir engirrn. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulitrúi. Fjölmermi á listsýningu í Listasafni Reykjanesbæjar Fjölmenni var við opnun sýningar á tuttugu og tveimur olíumálverkum Sigurbjörns Jónssonar í sýningarsal Listasafns Reykja- nesbæjar, Duushúsum, Duusgötu 2, Rcykjanes- bæ. Sigurbjörn hefur búið og starfað í New York í mörg ár og sýndi síðast á Islandi í Hafnarborg 2001. Sýningarsalurinn hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu vikum. Gólf eru tögð gæða parketi og lýsing hefur verið bætt til muna. Sigurbjöm sýnir fjölmargar stórar myndir á sýning- unni í bland við minni myndir og viðfangsefnið er fjölbreytt. Listasafn Reykjanesbæjar er opið alla dagafrá 13.00-17.00. Sýningin stendur til 24. maí. rr“T . Sannkallaö meistaraverk Nýr AVENSIS veröur frumsýndur í sýningar- í allri innréttingu. Nýr AVENSIS er bæði sal Toyota, Njarðarbraut 19, laugard. 26 liprari og sterkari en áður og útlitshönnunin apríl frá kl. 12.00-16.00 og sunnud. 27. apríl er kraftmikil og fjaðurmögnuð. Nýr Avensis frá kl.13.00-16.00. var kjörinn besti bíllinn í stnum flokki af hinu Nýr AVENSIS nýtur þess að vera af sterkum kröfuharða bílatímiriti What Car í Bretlandi. stofni, hlaðinn fullkomnustu tækni frá Toyota. Vertu því viðbúin að allar þínar væntingar Þú upplifir nýja fjöðrun og meira akstursöryggi, verði uppfylltar. Það eru mörg einstök atriði öflugri og vandaðri vél og mun meiri munað sem gera nýjan AVENSIS að fullkominni gæðabifreið: sjálfvirkur regnskynjari á þurrkum, tölvustýrð loftræsting í miðstöð, klemmuvörn í rúðum, hágæða hljómflutnings- tækni og einn fullkomnasti fjöðrunar -, hemlunar- og öryggisbúnaður sem fyrirfinnst eru aðeins nokkur dæmi um þessi atriði. Komdu og prófaðu. Komdu og upplifðu nýjan AVENSIS. www.toyota.is 12 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.