Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 14
REYKJANESBÆR Gæsluvellir Gæsluvelllr Reykjanesbæjar verða opnir í sumar sem hér segir. Heiðarbólsvöllur í Keflavík verður opinn frá 1. maí til 3 0. ágúst frá kl. 13 -17. Brekkustígsvöflur 1 Njarðvík verður opinn frá 15. júní- 15. ágústfráid. 13-17. Nánari upplýsingar eru gefnar á bæjarskrifstofunni Hafnargötu 5 7, Kjama og í síma 421 6700. Fjölskyldu- og félagsjrjónusta Reykjanesbæjar. GERÐAHREPPUR Gerðahreppur óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður við Vinnuskólann 1. Yfirflokkstjóra. 2. Aðstoðarflokkstjóra. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 20 ára. Nánari upplýsingar á skrifstofu Gerðahrepps. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2003. Gangstettir í Gerðahreppi 2003 Gerðahreppur kynnir hér fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu. Steyptar verða gangstéttir við Einholt, Eyjaholt, Fríholt og Hraunholt. Einnig verða steyptar gangstéttir við Garðbraut: frá Garðbraut 77 og að Garðvangi, frá Spennistöð móts við Garðbraut 31 og að Rafnkelsstaðavegi. Yfirlitsmynd af framkvæmdinni er til sýnis á skrifstofu Gerðahrepps og er íbúar hvattir til að kynna sér uppdráttinn fyrir 15. maí 2003. Sveitarstjóri Gerðahrepps. MÉÉMUHÉiaMÉ Réttur sjómanna tryggður á Alþingi ítið hefur farið fyrir um- ræðu um mjög stórt mál fyrir sjómenn. Alþingi samþykkti á síðustu dögum sínum í vor að breyta lögum um sjómenn þannig að ef skip ferst þá fá þeir sem kom- ast af laun sem samsvara upp- sagnartimanum. Ég vil þakka Hjálmari Arnasyni fyrir að hafa tlutt þetta mikilvæga mál og koma því í höfn. Lögin voru alveg fáránleg. Ég veit dæmi um sjómenn sem lifðu af sjóslys en misstu laun sín strax á fyrsta degi. Við vorum eina ríki áýesturlöndum með svona fá- ránlegum lögum. Ég veit líka að þetta hefur verið baráttumál sjó- manna lengi en ekki náð í gegn. Hjálmar þurfti að flytja málið tvisvar til að ná því í gegn. Nú er þetta orðið að lögum og við sjó- menn því náð betri rétti en við höfðum áður. Fyrir það ber að þakka. Þá vil ég líka þakka Hjálmari fyr- ir að hafa náð í gegn tillögu um að koma á skipulagðri áfallahjálp í öllum sveitarfélögum. Við vit- um vel hvaða áhrif það hefur alls staðar þegar stór og alvarleg slys verða. Það er mjög mikilvægt að taka rétt á því þannig að allir fái þá aðstoð sem á þarf að halda. Hjálmar Ámason hefiir sýnt og sannað að hann lætur til sín taka í mikilvægum málum fyrir fólkið í landinu og ber að þakka honum fyrir það. Ingvi Þór Hákonarson framkvæmdastjóri Lamað stjórnkerfi og pólitískur jarðskjálfti Ieinu vetfangi hefur pólitiskt landslag á Islandi ger- breyst.Tveir stórir flokkar berjast nú um völdin; Sjálf- stæöisflokkur til hægri en Samfylking til vinstri. Þetta gerðist þegar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ákvað að taka 5. sæti á öðrum R-vík- urlista Samfylkingarinnar í vor. Frá þeirri stundu hefur Samiylkingin mælst í flestum skoðanakönnunum, sem stærsti flokkur þjóðarinnar með um og yfir 35% fylgi. Hér í Suðurkjördæminu er talið líklegt að Samfylkingin fái 4 þingmenn; Margréti Frimanns- dóttur, Lúðvík Bergvinsson, Björgvin Sigurðsson og Jón Gunnarsson úr Vogum. Hin unga Brynja Magnúsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna í Keflavík, gæti ef vel tekst til verið í bar- áttusæti. Þetta eru slíkar gleði- fréttir fyrir gamlan verkalýðs- sinna eins og mig, að þær jafhast á við þær, þegar Berlínarmúrinn féll og Sovétrikin hrundu. Sókn Samfylkingarinnar og gott gengi jafnaðarmanna hefur ekki bætt skapsmuni Halldórs Ásgríms- sonar, leiðtoga Framsóknar eða Davíðs Oddssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Má segja að Davíð hafi að meira eða minna leyti verið utan gátta síðustu mánuði og sviðsett hvert leikritið öðru verra. Er nú svo komið samkvæmt könnunum að Davíð hefur minnstan trúverðugleika ís- lenskra stjómmálaleiðtoga. Tvö mál eru nú ofarlega á baugi í kjördæminu; læknaskortur á Heilsugæslu Suðumesja og fall bæjarstjómarmeirihlutans í Vest- mannaeyjum. í mjög langan tíma hefur 17 þúsund manna byggðar- lag, Suðumesin, mátt búa við al- gjöra lágmarks læknisþjónustu; 1 eða 2 lækna, nema og nokkrar hjúkrunarkonur. Margir hafa reynt að knýja á um úrbætur en öfgamenn úr röðum heilsugæslu- lækna og heilbrigðisráðuneytið halda byggðarlaginu í gíslingu. Mjög margir kjósa að sækja sér þjónustu í Reykjavík. Ég fyrir mína parta er gáttaður á ráðherr- anum, Jóni Kristjánssyni, þar sem ég hafði mjög góða reynslu af honum sem fjárlaganefndar- manni til margra ára. Starfsfólk ráðuneytisins temur sér fram- komu, sem hvergi tíðkast í sið- uðu landi. Dæmi; I nóvember sl. boðaði Félag eldri borgara á Suð- umesjum ásamt fjölmörgum fé- lögum og stofnunum til stórrar ráðstefhu um heilbrigðismál. Leitað var til ráðherra eða stað- gengils hans, aðstoðarráðherra tilkynnti komu sína. Sú varð samt ekki raunin. Engin kom né nein afsökun. Litið er á okkur Suðumesjamenn sem nokkurs konar svertingjanýlendu af hrokafullum hvítflibbalýð valda- manna. Heilsugæslulælatir á Hvammstanga segir í Mbl „Eng- inn sómakær heimilislæknir með stéttarvitund sækir um starf við Heilsugæslu Suðurnesja meðan núverandi ástand rikir“. Ekki tók betra við, þegar nýr fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar tók þar við. Ekki var hægt að notast við innansveitarlið heldur mannaði frú Sigríður skrifstofii sína með fólki úr Reykjavík. Engan skal undra, þótt frúin og Konráð yfirlæknir séu vonsvikin, að Suðumesjamenn standi ekki í röðum og klappi fyrir ástandinu á Heilsugæslunni. Hilmar Jónsson. Húsið á Vatnsnesi - annar hluti Fyrir skömmu drap ég á það hér að frést hefði að húsið á Vatnsnesi væri ónýtt. Á meöan ég var við gæslu í safninu, sem er í hús- inu, fylgdist ég með því hvernig húsið lét stöðugt meira á sjá utan sem innan. En varla hefur verið drepið pensli á húsið inn- anvert að neinu marki frá því að bærinn eignaðist húsið 1974. Að utan var húsið málað sæmi- lega, en lengra hefur venjulegt viðhald hússins varla náð þann mannsaldur sem bærinn hefur átt það. Skömmu fyrir kosningar 1998 uppgötvaði ég lekann í kjallaranum og setti hann í sam- band við þakið sem þá var að verða gegnryðgað á þakinu sjáv- armegin. Frá þessum tíma og þar til álið var loks sett á þakið þama megin síðla hausts eða undir lok árs 1999 flóðlak þakið svo að klæðning í þakinu og austur vegg er ónýt. Jámið ryðgaði svo ört þetta ár að ég sá hvemig götin mynduðust eitt af öðm. Þegar vatnsflóðið varð mest haustið 1998, var engu líkara en að húsið væri að leysast upp svo örar urðu skemmdimar. Að vestanverðu virtist þakið skárra framan af, og göt þar voru ekki sýnileg nema sunnan við kvistinn, þar var stórt gat sem stækkaði stöðugt, uns þakið var loks lagað þar síðla árs 2000. Þá var búið að leka þar inn í klæðn- inguna og vísast inn á háaloftið, a.m.k. á annað ár. Þegar ég sá lekann í kjallaranum 1998 var löngu ljóst hvert stefndi, en engin gerði neitt og ég undraðist það. Viðhaldi hússins, hvað þá við- gerðum hefur alla tíð verið Irestað ár eftir ár, áratug eftir ára- tug sökum annarra verkefha bæj- arins. Lengur verður varla beðið. Skemmdir í veggjunum og ein- angrun hljóta að valda raka sem hæglega getur eyðilagt muni og myndir í safninu. Virðist nú illa komið fyrir byggðarsafninu nema að málin verði leyst sem fyrst. Skúli Magnússon JNNHEIMTUpJÓNUSTA PREMIUM INNHEIMTUVAKTIN 14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.