Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 25.04.2003, Blaðsíða 8
Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! Fyrirmyndarfélög í Reykjanesbæ Keflavík, íþrótta- og ung- mennafélag og íþrótta- bandalag Reykjanesbæj- ar fengu fyrir páska fyrstu við- urkenningar vegna gæðaverk- efnis ÍSÍ er heitir „fyrirmynd- arfélag ÍSÍ”. Þrjár deildir inn- an félagsins höfðu uppfyllt þau skilyrði, fyrstar allra deilda á iandinu, sem þurfti til að geta kallað sig fyrirmyndarféiag innan ÍSI en það er fimleika- deild, badmintondeild og sund- deild. Athöíhin var haldin í félagsheim- ili Keflavíkur að Hringbraut 108 og voru það fulltrúar hverrar deildar fyrir sig ásamt formanni Keflavíkur og IRB sem tóku við viðurkenningum frá fulltrúum ÍSÍ. Að athöfn lokinni voru léttar veitingar í boði. Fyrirmyndafélagið er gæðaverk- efni ISI sem tekur fyrir þá þætti sem gott félag þarf til hliðsjónar til að geta starfað sem best. Með því að taka upp gæðaviðurkenn- ingu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir látið gera úttekt á starfsemi sinni eða hluta hennar miðað við þær gæðakröf- ur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfu fá þau viðurkenningu á því ffá ÍSÍ. ISI setti gang vinnu við gæða- verkefni árið 1997. í lok árs 2001 var síðan gefin út handbók og henni dreift til allra íþróttafélaga og deilda á íslandi. Mörg félög hafa í framhaldi af því sett í gang stefnumótunarstarf sem felur í sér að uppfylla þær kröfur sem getið er um í handbókinni. Iþróttabandalag Reykjanesbæjar gerði enn betur því þeir kynntu sér þessa stefnu í upphafi og ákváðu i framhaldi af því að búa til verkefni sem fékk nafnið Betra félag - betri deild. Það átti að vera fyrsta skrefið í átt að því að sækja um þessa viðurkenn- ingu. Mörg félög og deildir vildu hins vegar stíga skrefið til fulls og þar er Keflavík í fararbroddi þar sem þrjár deildir hjá þeim uppfylla þau skilyrði sem sett eru í þessu verkefni. Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför, elsku eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu Evu Jónsdóttur Klapparstíg 5, Sandgerði Guð veri með ykkur. Ármann Heiðar Halldórsson, Anna J. Ármannsdóttir, Kári Andreassen, Halldór Ármannsson, Ásdís E. Jónsdóttir, Ingibjörg S. Ármannsdóttir, Ásbjörn Pálsson, ömmubörn og langömmubörn. Spennandi starfs- hlaup í fjölbraut Hið árlega starfshlaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram í níunda sinn föstudaginn 11. apríl. Keppnin var óvenju spennandi að þessu sinni og þrjú efstu Iiðin háðu harða keppni um sigurlaunin. Fyrir þá sem ekki þekkja starfs- hlaupið þá reyna nemendur með sér í n.k. boðhlaupi þar sem keppt er í flestum þeim námsgreinum sem kenndar eru við skólann auk ýmis kon- ar þrauta.Að þessu sinni kepptu 8 lið í hlaupinu en í hverju liði eru nokkrir tugir keppenda auk stuðningsiiðs, fánabera o.fl. Keppnin byijaði í íþróttahúsinu þar sem keppt var í reiptogi, stultuhlaupi, pokahlaupi og fleiri greinum. Síðan var synt og hlaupið en að því loknu þeystu keppendur inn í skólann þar sem liðin hlupu milli kennslustofa og leystu verkefni auk þess að leysa ýmsar þrautir á göngum. Keppn- in endaði síðan á sal þar sem lið- in lögðu á borð, dönsuðu, sungu, léku o.fl. Einn af hápunktum starfshlaupsins á hveiju ári er síðan kappátið þar sem hvert lið fær einn kennara til að keppa fyr- ir sína hönd. Að þessu sinni var það „Bleika liðið” sem sigraði en úrslitin réð- ust ekki fyrr en í síðustu greinun- um á sal eftir harða og spennandi keppni. Liðsmenn sigurliðsins fengu að sjálfsögðu hina hefð- bundnu pizzuveislu í sigurlaun. Að venju var þó skemmtunin í fyrirrúmi hjá nemendum og starfsfólki skólans. Myndir og texti frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. stuttar FRÉTTIR Lögreglan leit- ar upplýsinga Miðvikudaginn 2. apríl 2003 var bif- reiðinni VF-156, Mitsubishi Lancer station rauður á lit, árgerð 2000, stolið í Reykjavík. Þann 14. april 2003 flnnst bifreiðin á Stapavegi við hesthúsin í Vogum mikið skemmd, en þá bar hún skráningarnúm- erin OA-596. Þeim númer- um var stolið af bifreið í Garði 6. aprfl 2003. Lögreglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um hveijir hafi verið á þessari bifreið á þessum tíma um að hafa sam- band við lögregluna í Kefla- vík í síma 420 2400. Aðalfundur Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl nk. kl. 20.30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13, Keflavík. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar fjölmennið. Stjórnin VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.