Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 4
Ferskasta blaðið á Suðurncsjuni í sumar! stutjar FRÉTTIR Góð þjónusta hjá Sparisjóðn- umíKeflavík Sá sem gleymdi að taka 25.000 kr. úr hrað- bankanum og varð var við að peningarnir voru farnir þegar hann fór síðar að vitja þeirra, óskaði eftir að eftirfarandi kæmi fram. Þegar haft var samband við þjónustuaðila hraðbankans í Sparisjóðnum kom í ljós að í hraðbankanum er innbyggt ör- yggi. Ef peningamir eru ekki teknir innan ákveðins tíma „étur” bankinn þá aftur. Strax var hafist handa við að leita að umræddri færslu, því úttektar- tími kom fram á kvittuninni og sást þá að peningarnir höfðu ekki verið teknir úr hraðbank- anum. Úttektin var því bak- færð á viðkomandi reikning aftur þannig að ekki var um neitt tjón að ræða. Þetta er frábært öryggi. Jafn- framt var leyst úr þessum vanda á öruggan og fljótan hátt. Þetta er enn eitt dæmið um góða þjónustu og vill sá sem fyrir þessu varð nota tæki- færið og þakka Sólveigu Jóns- dóttur þjónustufulltrúa hrað- bankans i Sparisjóðnum fyrir frábært starf. ÞARFTU AÐ AUGLÝSA? Auglýsingasíminn 4210000 i - ■ /' ur að flaka ásamt félaga sínum Jóni Hjaltasyni útgerðarmanni úr Hafn- arfirði sem kemur stundum í heimsókn til að hjálpa til við að flaka. Viðsldpti & atvinnulíf Vinsæll harðfiskur úr Grindavík „Þetta er ódýrasti harðfiskurinn á markaðnum í dag og líklega sá besti, eins og þeir segja í Carlsberg auglýsingunni,” sagði Pétur Císlason harðfiskverk- andi í Grindavík þegar Víkurfréttir litu í heimsókn á dögunum. Pétur hefur rekið harðfiskverk- unina Stjörnufisk í 4 ár og segir hann að reksturinn gangi vel. „Við notum bara besta fáanlega hráefhið, nýdregna ýsu sem við handflökum. Síðan roðrífum við hana og röðum henni á grindur og loks er hún sett inn í þurrk- klefa. Klefamir dæla inn hreinu lofti og fiskurinn er í fimm sólar- liringa að þoma,” segir Pétur, en eftir að fiskurinn er orðinn þurr er hann valsaður og loks er honum pakkað. Pétur segir að harðfiskur frá Stjörnufiski sé mjög vinsæll og til sölu í öllum helstu verslunum. „Stjömufiskur fæst í Bónus, Kaskó, Samkaup, Nettó og fleiri búðum. Harðfisk- urinn selst mjög vel héma á Suð- umesjum og það er hringt mikið í mig þar sem fisknum er hrós- að.” Það er í nógu að snúast hjá Pétri því hann framleiðir einnig Mömmu fiskibollur sem hann selur í neytendapakkningum hér á Suðurnesjum. Einnig selur hann saltfisk og ferskan fisk í mötuneyti víðsvegar. Pétur segir að það sé alltaf nóg að gera í Wall Street hverfinu í Grindavík, en hann hefur sett upp skilti fyrir utan hjá sér með þessu þekkta nafni fjármálahverfisins í New York. Péturmeð helstu afurðir fyrirtækisins í höndunurpf harðfisk og fiskibollur. Eftiraðfiskurinn hefurverið þurrkaður er hann valsaður ogað lokumsetturí neytendapakkningar. tlJiltKiHIII ........ iitiminii'i ii|l,,ll| Sólninq, Fitjabraut 12, Njarðvík, S: 421 1399 Tilboðsverð á mótorhjóladekkjum Sólning Njarðvík býður nú uppá úrval af mótorhjóladekkjum frá stærsta hjólbarðaframleiðanda í heimi Commander Pilot Road Pilot Sport S12 Cross Nýr á ritstjórn Víkurfrétta Nú þegar nokkrir úr fastaliðinu á ritstjóm Víkurfrétta fara í sumar- ffí bregður fyrir nýjum andlitum með myndavél um hálsinn á ferð um svæðið. Við bjóðum Hall- grím Indriðason velkominn í sumarafleysingar á Suðurnesj- um. Hallgrímur stýrir fréttum í Víkurfréttum í Hafnarfirði að öllu jöfnu en á meðan hafnfirska útgáfan er í fríi nú í júlímánuði mun hann leysa af á fréttadeild Víkurfrétta á Suðurnesjum. Síminn hjá Hallgrími er 421 0003, GSM er 893 011 1 og tölvupósturinn ffett@vf.is. 4 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.