Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 8
Vtkurfr é ttavi ðta 1 i ð HEIMSÓKN í SAIMDGERÐI Texti og myndir: Jóhannes Kr. Kristjánsson Unglingavinnan, bæjarmálin og Það er í mörg horn að líta hjá Ólafi Þór Olafssyni bæjarfulltrúa Sandgerðislistans í Sandgerði. Jafnhliða því sem Ólafur situr í bæjarstjórn er hann umsjónarmaður unglingavinnunnar í bænum, er félagsmálafulltrúi og spilar í hljómsveitinni Flugan sem um þessar mundir er að gefa út tveggja laga geisladisk. Ólafur gaf sér tíma í annríkinu og settist niður til að svara nokkrum spurningum Víkurfrétta um atvinnuástandið, lífið í Sandgerði, unglingavinnuna ogtónlistina. Nú hefur hvert áfallið rekið annað í atvinnumálum Sand- gerðinga. Hvernig meturþú ástandið? Það er rétt að staðan gæti verið betri í atvinnulífmu hér í Sand- gerði. Það er af sem áður var þegar unnin var fískur í næstum hvetju einasta húsi við Strand- götuna og starf var fyrir hvem vinnufæran mann. I dag em fyr- irtækin færri og smærri og því miður höfum við farið illa út úr fiskveiðistjómunarkerfinu eins og fleiri. Það þýðir þó ekkert að vera að gráta það sem orðið er. Staðreyndin er að Sandgerði er orðið eitt af kvótalausu útgerðar- plássum landsins og það er fátt sem við getum gert til að breyta því. Við Sandgerðingar verðum því að sækja á ný mið. Þámá heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir mikla umræðu um slæma stöðu í atvinnumálum í Sand- gerði em í bænum nokkur ágæt- lega sett fyrirtæki með öfluga starfsemi og ný lítil fyrirtæki hafa verið að skjóta rótum. Það em því ekki allar fréttir neikvæð- ar úr atvinnulífinu í Sandgerði. Hvaða hljóð finnst þér vera í íbúunum? Mér fannst hljóðið í fólki vera mjög þungt í vetur en það virðist hafa lagast nokkuð með hækk- andi sól. Þó hafa nýlegar fréttir um samdrátt á Keflavíkurflug- velli greinilega hreyft við mörg- um. Eg verð þó að viðurkenna að það kom mér ekkert sérstak- lega á óvart að Bandarikjamenn vilji draga úr umsvifum sínum hér á Islandi. Það hefur legið ljóst fyrir að vera hersins á Kefla- víkurflugvelli hefur á síðustu árum byggst meira á efhahags- legum hagsmunum Islendinga en herfræðilegri þörf. Ég hef þó á tilfinningunni að breytingar á atvinnulífmu á Suðumesjum í tengslum við samdrátt hjá hem- um verði ekki eins miklar og margir vilja láta. Efmiðað er við framkvæmdagleði í húshygging- um em Sandgerðingar a.m.k. ágætlega bjartsýnir i dag. Er bæjarstjóm með einhverjar hugmyndir á borðinu varðandi nýsköpun í atvinnulífinu í bænum? Það hafa svo sem engar töffa- lausnir komið fram í starfi bæjar- stjómarinnar í tengslum við ný- sköpun í atvinnulífinu. Að visu er atvinnuátaksverkefni í gangi á vegum Sandgerðisbæjar, en það getur vart talist til nýsköpunar heldur er það frekar til að veita þeim einstaklingum sem hafa verið á atvinnuleysisskrá tæki- færi til atvinnu. Þá var ákveðið í upphafi árs að fara í markvissa markaðssetningu á bæjarfélag- inu, en lítið hefur bólað á henni enn sem komið er. Þá verður for- vitnilegt að sjá hvemig kvóta- verkefnið, sem fór af stað í tengslum við byggðakvótann sem var úthlutað í vetur, þróast. Við hjá Sandgerðislistanum höföu reynt að leggja okkar til málanna, bæði með tillögum í bæjarstjóminni sem og fimdum til að vekja athygli á stöðu bæjar- félagsins og umræður um hana. Við emm í minnihluta en viljum þó leggja okkar lóð á vogarskál- amar, það þýðir ekkert að nöldra bara út í homi og leggja ekkert til málanna. Það em ótal tækifæri sem er hægt að grípa s.s. í sjávar- útvegi, ferðaþjónustu, iðnaði, listum, menningu og jafnvel skólastarfi. Helsti styrkur Sand- gerðis er staðsetningin og út á það verður að gera. Blákalt mat þitt: hvernig sérðu framtíðina fyrir þér á staðn- um? Ef rétt er haldið á spilunum er framtíð Sandgerðis björt. Ég trúi því að öllum breytingum fylgi ný tækifæri og þessi tækifæri verð- um við að grípa. Vissulega em ýmsar blikur á lofti. Rekstur bæjarfélagsins er dýr en við höf- um náð að standa undir því með miklum tekjum bæjarsjóðs. Það sem ég óttast mest er að bæjarfé- lagið missi tekjustofha sem til þessa hafa verið taldir ömggir. Gerist það er staðan allt annað en glæsileg. Þá held ég að á næstu Hressir krakkar í ungling|vinnunni í Sandgerði. Tómas, Herluf, Valgeir, Dirt, Sólrún, Sveinhjörg, Heiðrúj; 8 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.