Víkurfréttir - 10.07.2003, Blaðsíða 18
! I ÞórðurRúnar með Gunnari
narkmannsljjáifara. Til hliðar
kastar hann sér á eftir
boltanum. Að neðan má sjá
Elías Már Ómarsson með
Gunnari Jónssyni þjálfara.
Okkar menn í öldungalandsliðinu í golfi:
Hófu leik í Slóveníu í gær
Sigurður Albertsson,
kylfingur úr Golfklúbbi
Suðurnesja hóf leik í gær
með félögum sínum í Öldunga-
landsliði íslands í goltl i Bled í
Slóveníu þar sem hann leikur á
Evrópumóti Iandsliða með a-
liðinu í ijórtánda sinn í röð.
Auk Sigurðar eru þrír GS-
kylfingar í tveimur landsliðum
íslands en a-liðið leikur án for-
gjafar en b-liðið með forgjöf. í a-
liðinu er frá GS auk Sigurðar,
Þorsteinn Geirharðsson og í b-
liðinu þeir Einar Guðberg Gunn-
arsson og Jón Ólafur Jónsson.
Þorsteinn og Einar eru nýliðar í
landsliðinu. Það má til gamans
geta að Sigurður og Jón Ólafur
voru lengi saman í Kefla-
víkurliðinu í knattspymu og voru
ma.í Islandsmeistaraliði þess
1964 og 1969.
Fyrsti keppnisdagur okkar
manna í Bled var í gær og höfðu
þeir ekki lokið leik þegar blaðið
fór í prentun.
A forsíðu Víkurfrétta í síðustu
viku kom frétt um landsliðsafrek
Sigurðar en fyrir mistök rataði
röng mynd með fréttinni þar sem
textinn sagði Sigurð vera með
eiginkonu sinni, en glöggir
lesendur sáu að hún var víðs
jarri. Hér er hins vegar rétt mynd
með þessari ffétt með Erlendsinu
Siguijónsdóttur brosandi við hlið
Sigurðar.
Keflvíkingar
að stinga af?
Keflvíkingar eru komnir
með sex stiga forskot í
1. deild karla í knatt-
spyrnu eftir öruggan 5-1 sigur
gegn HK á Kópavogsvelli sl.
föstudag í fyrri viku.
Keflvíkingar halda sex stiga
forystu eftir leikinn við
Njarðvík á sunnudagskvöld,
en Víkingar fylgja Keflavík og
skipa annað sæti deildarin-
nar, sex stigum neðar.
Gestirnir úr Keflavík byrjuðu
leikinn gegn HK betur og skor-
uðu tvö mörk á fyrstu 13 mínút-
unum en þar voru að verki
Magnús Þorsteinsson og Hólm-
ar Örn Rúnarsson. Eftir það
hægðist aðeins á leiknum. Síð-
asta hálftímann var mikið fjör
og náðu Keflvíkingar að setja
þijú mörk en þau skoruðu Þór-
arinn Kristjánsson, Hörður
Sveinsson og Scott Ramsey,
þeir tveir síðastnefndu komu
inn á seint í síðari hálfleik.
Eins og áður sagði eru Keflvík-
ingar með sex stiga forskot í
deildinni með 21 stig að lokn-
um átta umferðum.
Magníis Þorsteinsson 2 boltar
Hólmar Örn Rúnarsson 2 boltar
Þómrinn Kristjánsson 1 bolti
Hamldur Guðmundsson 1 bolti
Kristján Jóhannsson 1 bolti
Brynjar Guðmundsson 1 bolti
Ólafiir ívar Jónsson 1 bolti
Jónas Sævarsson 1 bolti
Stefán Gíslason 1 bolti
Tap á heima-
velli hjá
Njarðvík
Njarðvíkingar hafa
byrjað tímabilið í 1.
deildinni ágætlega.
Liðið hefur komið nokkuð á
óvart með skemmtilegum og
vel skipulögðum leik. Þeir
töpuðu hins vegar fyrir
Breiðabliki á heimavelli í
frekar bragðdaufum leik þar
sem gestimir áttu hættulegri
færi.
Njarðvíkingar skoruðu mark í
seinni hálfleik sem dæmt var af
og var það mál manna á pöllun-
um (grashólnum) að þar hefði
dómari leiksins gert mistök.
Njarðvík er í 7. sæti deildarinn-
ar eftir átta umferðir með 8 stig.
Snorri Már Jónsson 1 bolti
Högni Þórðarson 1 bolti
Guðni Erlendsson 1 bolti
Óskar Örn Hauksson 1 bolti
KEFLAVIKURSTRAKAR
GERÐUÞAÐGOTTÁ
YNGRIFLOKKAMÓTUM
Síðustu tvær helgar hafa
farið fram mót fyrir
yngri flokka drengja í
knattspyrnu. Um síðustu helgi
fór fram pollamót á Akureyri
fyrir fimmta flokk og viku fyrr
fór fram mót í Vestmannaeyj-
um fyrir 6. flokk.
Tveir leikmenn Keflavíkur gerðu
það gott á þessum mótum. í Vest-
mannaeyjum varð Elías Már
Ómarsson markahæstur í flokki
D-liða með 16 mörk. Það verður
að teljast töluvert affek, sérstak-
lega í ljósi þess að Elias er í 7.
flokki og var því að spila bæði
með og á móti sér eldri strákum.
A Akureyri varð svo Þórður
Rúnar Friðjónsson kosinn besti
markvörðurinn í flokki B-liða.
Fróðlegt verður að íylgjast með
þessum ungu og efiiilegu drengj-
um í fJamtíðinni.
Keflvíkingar skora mest
Þrír Keflvíkingar eru
meðal fimm marka-
hæstu manna 1. deildar
karla í knattspyrnu. Keflavík
hefur skorað flest mörkin í
deildinni, eða 24 í átta leikjum.
Magnús Sverrir Þorsteinsson
er með sjö mörk í 2. sæti og
Þórarinn Kristjánsson með sex
mörk og þar á eftir Hólmar
Örn Rúnarsson með 4 mörk.
Markahæstu leikmenn Njarðvík-
inga eru Högni Þórðarson og
Óskar Örn Hauksson með sín
þijú mörkin.
18
ViKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!