Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 4
slutfir FRÉTTIR Eftirlýstur mað- ur handtekinn Maður, sem var eftir- lýstur af lögregl- unni í Keflavík fyr- ir nauðgun, var handtekinn í Norðfirði fyrir helgi og fluttur til Keflavíkur en leit að manninum hafði staðið yfir. Lögreglan í Keflavík vildi ekki tjá sig um rannsókn málsins að öðru leyti en því að verið væri að yfirheyra manninn. MUNDI Er Reykjanesbær að hrista upp í Ragnari skjálfta? Ferskasla blaðið á Suöimicsjum í surnar! Upplýsingamiðstöð fyrir alla Suðurnesjamenn Upplýsingamiðstöð Reykjaness var formiega opnuð í Bókasafni Reykjanesbæjar 10. maí sl. Að rekstrinum standa Reykjanesbær og Ferðamálaráð íslands. Meginhlutverk upplýsingamið- stöðvarinnar er að annast upplýsingagjöf um ferðamál á Reykjanesi. í því felst að hafa að- gengilegar allar upplýsingar um þjónustu og viðburði á svæðinu, svara fyrirspurnum sem berast og vísa á rétta aðila og hafa á boðstólum bæklinga um þjónustu á Reykjanesi og helstu upplýsingabæk- linga um landið allt. Rannveig L. Garðarsdóttir starfsmaður Upplýsingamiðstöðvarinnar sagði í sam- tali við Víkurfréttir að mikið hefði verið um fyrirspurnir á netinu og í síma um áhugaverða staði, gistingu og hvaða afþreying er í boði á Reykjanesi frá því miðstöðin opnaði. „Einnig höfum við verið að leiðbcina ferðamönnum sem eru hér í stuttu stoppi og leita eftir afþreyingu og gistingu á svæðinu, sömuleiðis hefur það verið alhliða ráðgjöf við ferðamenn sem koma á staðinn”. Upplýsingamiðstöðin er staðsett: Bókasafni Reykjanesbæjar, í Kjarna, Hafnargötu 57 Sími 4215155, netfang: reykjanes@reykjanesbaer.is Opið er virka daga frá kl. 10 -19 og laugardaga frákl. 10-16 í sumar. Starfar Upplýsiitgamiðstöóiii eingöitgu fyrir Reykjanesbœ? „Nei, hún er landshlutamiðstöð fyrir Reykjanes sem þýðir að hún á að þjóna öllum Suðurnesjun- um, og hvemig til tekst byggist á góðu samstarfi við ferðaþjón- ustuaðila á svæðinu og ekki síður íbúa þess, og vil ég hvetja bæði fyrirtæki og íbúa svæðisins að nýta sér þessa þjónustu”. Er mikilvœgt að hafa slíka mið- stöó í Reykjanesbœ? „Já, ég tel vera fulla þörf á því, það er auðveldara fyrir ferða- þjónustufyrirtæki að ná til ferða- manna í gegnum okkur. Upplýs- ingamiðstöðin er fyrir alla, er- lenda sem innlenda og ekki síst fyrir íbúa svæðisins sem fá hjá okkur allar upplýsingar um ferðamál í þessum landshluta". Uvuó er á döfinni hjá ykkur í sumar? „Við stefnum að því að merkja vel húsnæði og aðgengi að Upp- lýsingastöðinni og gera hana sýnilegri. Síðan mun Upplýs- ingamiðstöðin standa fyrir skoð- unarferðum í öllum bæjarfélög- unum á Reykjanesi í júlí og ágúst og hefur fengið til liðs við sig fólk úr hverju bæjarfélagi til að fræða okkur um viðkomandi staði. Þetta verða gönguferðir og öllum að kostnaðarlausu. Gengið verður um Reykjanesbæ, Grinda- vík, Sandgerði, Garð og Voga. Hvet ég Suðumesjamenn að nýta sér þetta tækifæri til að kynnast sveitarfélögunum á svæðinu og nánasta umhverfi þeirra". Dagskráin: * Fimiiitudagiiiii 24jálí verður gengið með Sturlaugi Björnssyni uiii gömlii Kejlavík. Mœtingá Upplýsingamiðstöó Reykjaness kl. 20.00 * Mánitdaginii 28,júlí verða Njarðvíkiirnar skoðaðar ífylgd Áka Grám, Mœting við Ytri-Njarðvikur- kirkju kl. 20.00 * Þriðjudaginn 29.júlí verður gengið meó Halldóri Iitgvarssyni uin Grindavík. Mœting við verslun- ina Samkaup kl20.00 * Þriðjtidaginn 12. ágúst verður gengió iim Garðimt með Ásgeiri HjálmarssynL Mieting við Byggðasafnið i Garði kL20.00 * Fiinmtudaginn 14. ágúst œtlar Reynir Sveinsson að sýna okkur Sandgerði. Mcetingáveit- iiigastaðnum Vitanum kL20.00 * Mánudaginn 18. ágúst tekurJón Borgarson ú móti okkurí Höfnum. Mœting við Kirkjuvogs- kirkju Höfiium kL20.00 * Þriðjudaginn 19. ágúst verður Vogar og umhverfi skoðað ifylgd með Þorvaldi Erni Árnasyni og Hölht Guómundsdóttur. Mceting við Sundmióstöðina kl. 20.00 * Fimmtudaginn 21. ágúst verða útilistaverk í eigu Reykjanesbcejar skoðuð ifylgd Valgerðar Guð- mundsdóttiir, menningarfiilltrúa Reykjanesbcejar. Mcetingá Upplýs- ingamiðstöð Reykjaness kL 20.00 Fluguveiði - Sumarkort Seltjörn á Reykjanesi www.seltjorn.net Upplýsingar og pantanir: 822 5300 Fyrirtæki til sölu Til sölu lítið en gott og rótgróið þjónustufyrirtæki í Keflavík. Þægilegur og öruggur rekstur sem stendur fyrir 1 starfsmann, gæti einnig fallið vel saman við annan rekstur. Góður tækjabúnaður og glæsileg aðstaða. Mikil tækifæri fyrir markaðshugsandi og þjónustuglaða einstaklinga með góða tölvukunnáttu. Upplýsingar í síma 862 5415. GARÐURINN BYGGÐA BESTUR í tilefni af 95 ára afmæli Gerðahrepps og 10 ára afmæli íþróttamiðstöðvarinnar á þessu ári hefur verið ákveðið að halda upp á það dagana 18. - 20. októbernk. í íþróttahúsinu. Þar verður fyrirtækjum, stofnunum, handverksfólki, listafólki, félagasamtökum og útlendingum búsettum í Garði, boðið að kynna starfsemi sína og menningu. Við hvetjum alla viðkomandi að taka þátt, með því móti tekst okkur að útbúa glæsilega sýningu og vekja athygli á þeirri blómlegu starfsemi, sem fram ferí sveitarfélaginu. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 15. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar gefa Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, í síma 422 7108 eða Ásgeir Hjálmarsson í síma 894 2135. Sveitarstjóri 4 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LE5TU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.