Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 6
Greinar og myndir bíða birtingar Mikið af lesefni og skemmtilegum Ijósmyndum úrmannlífinuá Suðurnesjum bíður birtingar þartil í næsta blaði, sem kemur út nk. miðvikudag vegna verslunarmannahelgar. Ritstjórn. Vélaleiga FB ehf. Öll almenn jarövinna, hellulögn, þökulögn og fleira. Tilboö - tímavinna. Upplýsingar í síma 421 3734 eöa 892 0362 Sundnámskeið í Keflavík Síðara námskeið Sunddeildar Keflavíkur hefst þriðjudaginn 5. ágúst og stendur til 20. ágúst. Tímar verða samkvæmt meðfylgjandi töflu með fyrirvara um breytingar. Námskeiðin verða haldin í Heiðarskólalauginni. Kennari er Eðvarð Þór Eðvarðsson, íþróttakennari og sundþjálfari. Nánari upplýsingar í símum 8499040, 896 1214 og 421 1212. Innritað verður mánudaginn 28. júh' og þriðjudaginn 29. júlí kl. 18-20 í K-húsinu við Hringbraut. Verð kr. 4.000,- Kl. 8.10-8.50 6-7 ára Kl. 8.50-9.30 5 ára Kl. 9.50-10.30 6 ára Kl. 10.30-11.10 3-5 ára Kl. 11.10-11.50 Vatnsaðlögun Kl. 13-13.40 5-6 ára Kl. 13.40-14.20 5-8 ára Grindavík úr leik í Bikarnum Grindvíkingar töpuðu sl. mánudag gegn f A, 1-0, í 8-liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Skipaskaga. Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnan sigur. Gestirnir úr Grindavík fengu varla færi í leiknum fyrir utan eitt skot í stöng. Grindvíkingar léku án Olafs Gottskálkssonar sem er meiddur en í stað hans var hinn ungi Helgi Már Helgason í markinu. Hann stóð sig með mikilli prýði í sínum fyrsta leik á tímabilinu og ekki við hann að sakast að liðið hafí tapað. Það er annars af Grindvíkingum að frétta að þeir eru enn að reyna að styrkja lið sitt með framheija fyrir lokahelming Islandsmótsins. Bjarni Jóhanns- son þjálfari liðsins sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að þeir væru með Dana í sigtinu en vildi í raun litið meira segja um það. Syndandi frændsystkin á leið á Ólympíuleika Evrópuæskunnar Með góðum árangri á Aldursflokkamóti ís- lands í sundi sem fram fór fyrir nokkru tryggðu þau Birkir Már Jónsson og Helena Ósk ívarsdóttir sér sæti í sund- liði íslands sem keppir á Ólympíudögum Evrópuæsk- unnar í París í Frakklandi dag- ana 27. júlí til 1. ágúst. Þar verður keppt í flokki pilta fæddum 1987 og 1988 og telpna fæddum 1989 til 1990. Helena Ósk mun keppa í 100 og 200 bringusundi og Birkir Már í 100, 200 og 400m skriðsundi. Þau tvö unnu sínar greinar með nokkrum yfirburðum á aldursflokkameist- aramótinu og gaman verður að sjá hvemig þau standa miðað við jafhaldra sína í Evrópu. Þau hafa verið við stífar æfingar undanfar- ið, m.a. í Kópavogi þar sem eng- in 50 metra laug er í Reykjanes- bæ. Þjálfarar íslenska unglinga- hópsins í þessari ferð verða Brian Marshall frá SH og Eðvarð Þór Eðvarðsson ffá ÍRB. Birkir og Helena eru náskyld en faðir Birkis, Jón Kr. Guðmunds- son, og móðir Helenu, Halldóra Magnúsdóttir, em systkini. Bæði hafa þau staðið sig mjög vel í sundlauginni það sem af er sumr- inu og má búast við þeim sterk- um í París. Víkurfréttir fengu frændsystkinin í smá spjall áður en þau héldu til Parísar. Jœja, er ykkur ekki farið aó hlakka tilfararinnar? „Jú, auðvitað hlakkar manni alltaf til að fara í svona ferðir enda skemmtilegt að taka þátt í svona mótum og góð reynsla”. Hver eru markmið ykkar á mót- inu? Birkir: „Eg vonast til að komast sem næst ólympíulágmarkinu í 200 metra skriðsundi. Svo væri ekki leiðinlegt að geta bætt pilta- metið hans Odda (Öm Amarson sundmaður ÍRB) í 100 metra skriðsundi þannig að ég geti gert smá grín að honum” Helena: „Markmið mitt er að bæta tímana mína og komast í úrslit. Eg ætla svo bara að hafa gaman að því að keppa á þessu móti”. Eins og áður liefur komið fram eru þið náskyld og hœói öflugir sundmenn. Eru Jleiri sundgarp- ar ijjölskyldunni? Birkir: „Já, Marin systir mín sem er 12 ára er að æfa sund og svo var Amar Már bróðir rninn sem er 23 ára einnig að æfa fyrir nokkrum árum. Hann var nú ágætur en náði þó aldrei lág- mörkum fyrir mót erlendis” Helena: „Litli bróðir minn hann Einar Þór sem er 7 ára er eitthvað að byrja að synda líka”. Eru þið náin frœndsystkini? Birkir: „Já, já, þannig lagað. Við hittumst auðvitað oft í fjöl- skylduboðum og á æfingum”. Helena, hvernig myndirþú lýsa Birki ífjórum orðum? „Hann er hress, skemmtilegur, stríðinn og svo er hann úrillur á morgnanna”. En Birkir, livernig myndir þú lýsa Helenu ífjórum orðum? „Hún er frekja, hress, dugleg og morgunful". En hvernig er það rífist þið aldrei? Helena: „Jú, við eigum það nú til að fara að rífast en ekkert alvar- lega”. Birkir: „Við emm svona meira í því að kítast í hvort öðru. Hún er nú svolítið frek”. Helena: „Hann byijar alltaf ”. Birkir: „Ha?, Ég!... það hefur nú komið í ljós að þú ert vanalega upphafsmaður af þessum rifrild- um. Þarna byrjuðu þau að þræta þannig að blaðamanni þótti fint að segja þetta gott og óska þeim góðrar ferðar. Eitt er víst að þau raunu verða Reykjanesbæ og IRB til sóma enda hörku sund- menn bæði tvö. 6 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.