Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 8
Dagbók Suðurnesjamanna á heimshornaflakki
Jæja þá er loksins komið
að öðrum pistlinum.Við
hefðum sent fyrr en höf-
um verið að lenda á inter-
nettengingum þar sem tíminn
til að senda eitt e-mail tæki
sennilega jafnlangan tíma og
að senda bréf yfir til íslands.
Þessi verður langur en við
höldum þó í vonina um að við
getum skrifað oftar og minna í
einu á næstunni. En við skipt-
um um gistiheimili á Manali.
Fundum fínan stað fyrir 200
krónur á mann nóttin. Svolítið
í dýrari kantinum en stundum
þarf maður að finna sér hrein-
an stað svo manni líði ekki
eins maður hefði sofið á rusla-
haugunum. Maður verður al-
veg ótrúlega skítugur á Ind-
landi án þess að vera að gera
eitthvað í rauninni. Eigandi
staðarins spurði okkur hvort
við værum nokkuð Israels-
menn. Sögðum honum að svo
væri ekki og þá fræddi hann
okkur um uö hann vildi helst
ekki fá ísraelsmenn í sín hús
sem er ótrúlegt vegna þess að
þeir eru eins og flugur á skít í
Manali.
Þessi getur ekki gengið og skrönglaðist því upp brekkur á höndunum. Brekkur
sem við kvörtuðumyfiraðværu of brattar.
IVIaggi við hliðina á einum hermanninum sem tók þátt í athöfninni
við landamæri Indlands og Pakistan.
Urðum aðfá eina mynd af okkurvið Cullna Musterið.
Pokhara í Nepal. Bara smjörþefurinn af fegurðinni hérna.
Af líkbrennslu, hersýningum og himneskum friði
Manali lítur út eins þriðja her-
tekna svæðið því allsstaðar sem
maður gengur má lesa nöfn á
veitingastöðum og mat á hebr-
esku. Við fórum sjálfir að spá
hvemig okkur liði ef út um allt
héngu skilti sem á stæði „hangi-
kjöt með kartöflumús” eða
„sviðasulta” og komust að þeirri
niðurstöðu að Himalaya-fjöllinn
myndu missa vissan sjarma ef
svo væri. En þetta virðist ekki
hafa áhrif á þá. Nógu mikið er af
þeim þarna. Israelsmenn falla
misvel að fólki og þurfa kannski
að vera margir á sama stað til að
finna stuðning. Fyrir okkur er
það öðmvísi. Enginn veit hvar
Island er.
Seinna um daginn heyrðum við
af partýi sem átti að vera skipu-
lagt af Israelsmönnum og haldið
i fjallshlíðunum. Allir virtust hafa
heyrt af þessu teiti en enginn
vissi hvar eða hvenær. Fengum
svo upplýsingar frá Indverja
nokkrum sem reyndust þó pínu
villandi og við ásamt tveimur
Suður-Afríkubúum ákváðum þó
að reyna finna pleisið. Hálftíma
seinna fundum við okkur á stíg
sem virtist frekar vera uppþorn-
aður lækur og þegar annar Suður-
Alfíkubúinn datt ofan í gjótu sem
enginn tók eftir vissum við eigin-
lega að þetta gat ekki verið rétta
leiðin. Hefði þó verið skynsöm
ákvörðum hjá okkur að vera að
minnsta kosti með vasaljós í
þessu ótrúlega myrkri sem illa
lýst Indland er oft í. Fengum
seinna réttar upplýsingar en tók-
um víst vitlausa beygju 100
metrum áður en við áttum að
gera þannig að við enduðum bara
uppi á herbergi að spjalla.
Nú var komið nóg af Manali.
Akváðum að skella okkur á stað
sem heitir Amritsar. Við þurftum
þó fyrst að taka 10 tíma rútu til
borgarinnar Chandigarh sem er
stolt Indverja og hreinasta borg
Indlands. Attum von á einhverju
mikilfenglegu en eftir harða leit
af hóteli í borginni fannst okkur
bara rétt að halda áfram til Am-
ritsar strax. Það er óvenjulegt á
Indlandi að öll hótel séu uppbók-
uð en þetta er sá tími sem ríkir
Indveijar ferðast sem mest.
Á Indlandi eru tvær tegundir af
rútum. Önnur þeirra er sérstak-
lega fyrir túrista og er aðeins dýr-
ari. Hin er fyrir almenning og þar
er markmiðið að hafa aldrei færri
en öll sætin fúll, ganginn líka og
ekki er verra ef nokkrir hanga í
hurðinni. Eina rútan sem fór til
Amritsar var almenningstýpan og
okkur langaði líka pínu að prófa
hana. Ferðin tók 6 tíma og var
meira helvíti en 18 tíma rútuferð-
in sem við tókum fyrst frá Delhi
til Manali. Við þurftum að halda
á farangrinum í fanginu alian
tímann og fljótlega fylltist rútan a
la Indland. Um tíma var bókstaf-
lega ekki hægt að hreyfa sig neitt
og þá meina ég ekki neitt. Við
höfðum orð á því við hvom ann-
an að við héldum í alvöru að við
værum að verða geðveikir. Við
hefðum kannski getað sagt okkur
sjálfir að þetta yrði svona vegna
þess að þegar við stigum upp i
mtuna spurði rútubílstjórinn svo
hissa „Eruð þið virkilega að fara
til Amritsar?” Loksins tók þó
ferðin enda og rútubílstjórinn
kom sérstaklega afturi til að taka
í höndina á okkur. Innfæddir sem
við töluðum við á leiðinni höfðu
aldrei áður séð túrista í þessari
rútu.
Þó að Amritsar hreyki sér af þvi
að eiga eitt fallegasta mannvirki
Indlands (Gullna Musterið) eru
víst fáir sem leggja leið þangað
vegna þess að það er alveg út af
túristaleiðinni. Komum á svæðið
sársvangir og viðbjóðslega
druilugir og eftir að hafa fúndið
herbergi lentum við í nokkru
mjög sjaldgæfú á Indlandi. Þessi
borg var bókstaflega með 3 veit-
ingastaði allir voru þeir úr
göngufæri við herbergið okkar.
Sýnir kannski vel hversu lítið af
Vesturlandabúum líta þarna við.
Á endanum borðuðum við þó og
við aukakraftinn sem við kreist-
um út þar vildum við koma
Gullna Musterinu af dagskránni.
í stuttu máli er Gullna Musterid
heilagasti staður Sikh-trúarinnar
sem um 18 milljónir Indverja
stunda. Trúin á að sameina það
besta úr Hinduisma og Islam.
Musterið var mjög failegt.
Marmari og gull út um allt en
ekkert meira en það. Vorum fam-
ir að efast um að þetta ferðalag
hafi allt verið þess virði en þá
hittum við Chinda. Chinda er
hjólaleigubílstjóri sem þekkir sko
Ámritsar. Hann fór með okkur á
staði sem okkur hefði aldrei dott-
ið í hug að fara á. Fyrst var það
Mata Musterið og það var fínt.
Svo kom Durgiana Musterið. Ef
við hefðum farið þangað bara
tveir er öruggt að við hefðum
bara séð musterið sjálft. Það sem
Chinda sýndi okkur
var á bakvið musterið. Þar var
staður þar sem lík em brennd. I
garðinum voru um það bil 10
stæði og það logaði í einu þeirra.
Fyrst héldum við að það væri
bara verið að brenna spýtur.
Chinda sagði okkur að þegar að
lík eru brennd og viss tími er lið-
inn á brennsluna kemur einn ætt-
inginn og brýtur gat í höfúðkúp-
una á líkinu. Það er allt hluti af
athöfninni. Hann tók okkur nær
bálkestinum og benti á gat í
miðri spýtuhrúgunni. Fyrst leit
þetta út eins og allar hinar spýt-
urnar en svo þegar við vorum
komnir alveg upp við blasti við
okkur mannsheili, nánast
óbmnninn. Þetta sjokkeraði okk-
ur pínulítið en þvi miður mátti
ekki taka myndir inni í garðinum.
Skiljanlega samt sem áður. Þetta
hefðum ekki upplifað án Chinda
karlsins. Hann sýndi okkur svo
hvemig maður átti að verða sér
úti um lestanniða þegar allar lest-
Þetta er náunginn sem reddaði okkur lestarmiðunum og sýndi okkur Amritsar.
Borguðum honum 500 kall fyrir. Hann var bara nokkuð sáttur við það.
8
VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!