Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 9
Pistill #2 \\ meira efni frá þeim félögum á www.vf.is/heimsreisa
ir eru fullar því við höfðum lent í
vandræðum áður við að panta
miða. Maður þarf að fylla út
eyðublað og allt voða formlegt.
Bíða svo i „röð” sem er rneira
eins og Rugby-leikur. Hann fór
með okkur á bakvið lestarstöð-
ina. Benti okkur að fara inn á
skrifstofu „The Big Man” eins og
hann orðaði það. Feitur maður
með túrban þar inni tók niður
nöfnin okkar og kom okkur í
lestina sem átti að fara daginn
eftir. Þessa þjónustu geta víst
bara túristar og ríkir Indverjar
notið.
Amritsar er 30 km austan við
Pakistan og þar er eini staðurinn
sem mögulegt er að fara milli
þessara tveggja ríkja landleiðis.
Tvisvar á dag taka hennenn Ind-
lands og Pakistan þátt í athöfn
sem felst í því að sýna yfirburði
sýna yfir hinu landinu. Þessi at-
höfh er í einu orði sagt fýndin og
stemmningin sem myndast minn-
ir á enskan fótboltaleik eða eitt-
hvað. 5000 manns safnast þama
saman og hvetja sinn her. Her-
mennimir marsera og sýna alls-
konar karlrembutakta. Opna svo
hlið sem er meira táknrænt fýrir-
bæri vegna þess að engin girðing
skilur þessi tvö lönd að. Hvort
land notar sína stærstu menn,
helst ekki undir 2 metmm og at-
höfnin tekur um 40 mínútur. Eftir
athöfnina er hliðunum skellt og
fólk úr hvoru liðinu safhast sam-
an til að steyta hnefa að hvoru
öðm. Mjög fýndið. Eftir athöfii-
ina þegar við vomm að labba til
baka að leigubílnum okkar feng-
um mikla athygli Indveija. Jafn-
vel meiri en í Amritsar sjálfri.
Hópur fólks kom upp að okkur,
strauk á okkur kinnamar og vildi
bara snerta okkur. Hemmi var
spurður hvemig hann hefði látið
setja tattooin á sig. Sennilega
höfðu þau aldrei séð svona áður.
Okkur finnst eins og við höfum
fengið smá innsýn inn í daglegt
líf kvikmyndastjörnu. Það vant-
aði bara að við værum beðnir urn
eiginhandaráritanir..... Nei, það
vantaði nefnilega ekki! Fólk bað
okkur í alvöru talað um eigin-
handaráritanir! Það fannst okkur
nú toppa allt saman.
Daginn eftir var kominn tími til
kominn að kveðja Amritsar.
Kvöddum ekki beint með sorg í
hjarta, aðallega vegna hita, en þó
reyndist þessi borg hafa upp á
margt að bjóða sem okkur gmn-
aði ekki að við ættum eftir að
lenda í. Við stukkum upp i lest og
allt leit bara vel út. Lestin átti að
vera full en því var sko fjarri.
Þannig að við fundum okkur
bara bestu kojurnar þó að við
ættum ekki einu sinni miða í
svefnpláss. Þessi ferð lagðist
yndislega vel í okkur fyrstu 8
tímana og um tíma héldum við
að þessar kojur væru okkar alla
ferðina. „Þvílíkur draumur”
hugsuðum við og glottum að
hvorum öðrum. En þegar lestin
svo stoppaði í Delhi og fýlltist á
2 mínútum var okkur vísað úr
kojunum og sagt að við ættum
pláss í öðmm vagni. Við löbbuð-
um yfir í þann vagn og hann leit
ennþá betur út. Lofkæling, teppi,
Sátum í þessu hræi í 6 tíma án þess
að geta hreyft okkur múkk.
koddar, mjúkar dýnur, nánast
tómur. Komum okkur vel íýrir og
orðið „Himnariki” barst meira að
segja í tal. En eins fljótt og hinn
vagninn fýlltist af fólki breyttist
himnaríki okkar í helvíti. Miða-
eftirlitsmaðurinn kom til okkar
og sagði að okkar vagn væri enn-
þá Iengra í hina áttina. Röltum
svekktir yfir og þegar við sáum
að sá vagn var meira troðinn af
fólki en sá íýrsti og ekkert pláss
laust, sáum við okkur knúna til
að eyða restinni af ferðinni(16
tímum) inni í skáp. Til að gera
langa sögu stutta var restin af
ferðinni ekkert annað en mann-
réttindabrot. Við vældum eins og
litlir krakkar yfir hlutum sem
meðal Indverji upplifir nánast
dag hvem.
Lestarferð „dauðans” var nú lok-
ið og við komnir yfir landamærin
til Nepal. Aldrei hefði manni
dottið í hug að maður skyldi
finna svona mikinn mun á því að
fara yfir eina línu. Indlandsmeg-
in við línuna=ringulreið og
Nepalmegin=ffiður. Þá var kom-
ið að síðasta farartækinu okkar í
nokkurn tíma. 8 tíma rútuferð til
Pokhara með einu stórbrotnasta
landslagi sem maður hefur séð.
Þetta var eins og að keyra í gegn-
um frumskóg. Stefnan var að
eyða viku í Pokhara og þar emm
við þegar þetta er skrifað. Aldrei
í ferðinni hingað til höfum við
fundið eins afslappaðan stað. Lít-
ið af túristum og skemmtistaðir
mega ekki hafa framhurðina
opna eftir kl 23:00 en þó er hægt
að laumast inn á bakvið hús. Við
fórum bara snemma að sofa
fyrsta kvöldið og ætlum okkur
bara að halda blóðþrýstingnum
fyrir neðan eðlileg rnörk allan
tímann héma. Okkur finnst við
eiga það skilið eftir að hafa ferð-
ast alla þessa leið. Vonandi líður
ekki eins langur timi að næsta
pistli svo að hægt sé að hafa þá
styttri, en í Asíu getur maður ekki
treyst á það. Til dæmis sló raf-
magninu tvisvar út á meðan við
skrifuðum þessar línur. Heyrumst
seinna!!
Kveöja frá Nepal.
Hemmi & Maggi
Skoðið einnig:
www.vf.is/heimsreisa
1
I
SSSHf
ning í feröina er hjá SBK, umboásaðila Úrvals Útsýnar.
Sími 420 6000
www.sbk.is
FERÐIR
tJ ij'j'ÍliJ/'fJSijUJJJ
narí í febrúar 2004
Úrval Útsýn hefur tekið frá sæti
fyrir eldri borgara á Suðurnesjum
7. febrúar til 6. mars 2004
og gistingu á Teneguia íbúbahótelinu
og nokkrar íbúðir á Roque Nublo.
hópferðir • bílaleiga
ferðaskrifstofa
Grófin 2-4
Fararstjóri fyrir hópinn er
Birna Zopnaníasdóttir.
Verb f. mann á Teneguia
m.v. 2 í íbúb
kr. 114.430,-
Verö f. mann á Roque Nublo
m.v. 2 í íbúð
kr. 113.830,-
Innifaliö: Flug, gistina í 4 vikur,
flugvallarskattar og fararstjórn.
±rll/
VÍKURFRÉTTIR I 30.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDACURINN24.JÚU 2003 19