Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 24.07.2003, Blaðsíða 11
Lestur, eins og að drekka mjólk Ihröðu og tækinvæddu upp- lýsingasamfélagi nútímans hefur hugtakið læsi fengið víðtækari merkingu en áður. Nú er m.a. fjallað um tæknilæsi, upplýsingalæsi og menningarlæsi en það eru meginstoðirnar í því sem nefnt er upplýsingamennt. Við sem erum að búa einstak- linga undir að verða fullgildir þátttakendur í nútímasamfélagi þurfum því að viðahafa annars konar og ijölbreyttari stuðning við þá en áður. Tilgangurinn með þessum greinastúf er samt sem áður að benda á að það að geta lesið og skilið texta er sá grunnur sem upplýsingamenntin byggir á. Lestur er og verður einhver mik- ilvægasta upplýsingaleið og upp- lýsingagjöf um ókomna tíð. Þess vegna er brýnt að böm og ung- lingar líti á lestur sem eðlilegan þátt í daglegu lífi og tengi hann ekki eingöngu við skólagöngu eða afmörkuð verkefni. Við foreldrar getum verið til fyr- irmyndar í að móta viðhorf í þá veru og höfum til þess ýmis auðsótt tækifæri. I dag berast t.d. dagblöð og viku- blöð inn á hvert heimili þar sem er að finna fjölbreytt og áhuga- vert efni fyrir alla aldurshópa. Bóka- og tímaritaútgáfa er mikil og fjölbreytt og ýmiss fróðleikur er á Intemetinu. Þessir valkostir ættu að gera okkur foreldrum auðvelt fyrir með að finna lesefhi sem hentar aldri og tengist áhuga bama okkar og unglinga. Mörg dæmi sýna aó þau eru ótrúlega dugleg og geta tekist á við ólíklegustu verkefni fái þau til þess hvatningu. Stirðlæsi ung- lingurinn með kíló af ensku út- gáfunni af Harry Potter í fanginu er dæmi um það. Ahugi hans á efninu er hans lestrarhvati. Þess vegna þurfum við foreldr- amir að vera vakin og sofin yfir því að grípa lestrartækifærin þeg- ar þau gefast. Metnaðarfullt þróunarverkefni Reykjanesbæjar um bætta lestr- armenningu til að efla lestrar- fæmi og málskilning bama hefur nýlega verið ýtt úr vör, lykilræð- aramir þar hljóta m.a. að vera við foreldramir. Hvetjum börnin og unglingana okkar til að lesa, veitum þeim at- hygli og styrkingu þegar þau em að því, lesum með þeim og ræð- um við þau um efhið. Stuðlum að þeirri menningu, að lestur, sé jafh eðlilegur og mikil- vægur þáttur í daglegu lífi þeirra eins og það að drekka mjólk. Með sumarkveðju, Björn Víkingur Skúlason, foreldri skólabarna og grunnskólakennari LISTASKÓLI BARNANNA IREYKJANESBÆ Seinna námskeið Listaskóla barnanna I Reykjanesbæstendur nú yfir. Hátt í 20 börn sækja námskeiðið þar sem fram fer listsköp- unýmiskonar. Myndirnarvorutekn- arafbörnumámynd- listarnámskeiði í Svarta pakkhúsinu. Ágústa Jóna með tvö mörk í sigri RKV RKV sigraði HK/Víking 2-1 á útivellli í 1. deild kvenna A í knatt- spyrnu sl. þriðjudag. Agústa Jóna Heiðdal skoraði bæði mörk liðsins en hún hefur verið lunkin fyrir framan mark andstæðing- anna í sumar. Með sigrinum komust RKV upp í 2. sæti riðilsins með 19 stig. Agústa Jóna er næstmarkahæst í 1. deild A með 12 mörk eftir átta leiki. Þess má geta að RKV hefur leikið einum leik meira en Fjölnir sem er í 3. sæti með 18 stig. Handverksfólk í Reykjanesbæ Götumarkaður veröur næstkomandi laugardag 26. júli viö Hafnargötuna. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 863 7011 og 863 9450 á Hafnargötunni! Verslanir opnar til kl. 15 með götumarkað og fjölbreytt tilboð. Veitingastaðir með gimileg tilboð • Götuleikhús Handverks- og listafólk með markað • íslenski fornbílaklúbburinn Torfærubílar • Mótorhjól • Bifhjólasamtökin Ernir og gestir Björgunarsveitarbilar • Ratleikir Hoppukastali, leiktæki og sprell fritt við Lífsstíl Eigum góðan dag saman í Reykjanesbæ! Góða skemmtun Undirbúningsnefnd Miðbæjarsamtaka Reykjanesbæjar ________________________________________________________________ VÍKURFRÉTTIR I S0.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 24.JLILf 2003 111

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.