Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 4
Keflavíkurverktakar hf. auglýsa eftir starfsfólki í eftirtalin störf: Ferskasta blaðiö á Suðurncsjum í sumar! Fimmtán ný stðrf við rækju- vinnslu í Reykjanesbæ Saltver í Reykjanesbæ hefur fest kaup á um 700 tonnum af iðnaðarrækju frá Kanada og er að hefja rækjuvinnslu að nýju eftir framlciðslustöðvun frá nóvem- ber á síðasta ári. Við rækju- vinnsluna skapast 15 ný störf hjá fyrirtækinu og leitar fyrir- tækið nú að starfsfólki. Fyrir starfa fimm menn hjá fyrir- tækinu og að sögn Asgeirs Þor- varðarsonar, framleiðslustjóra, er ætlunin að halda uppi rækjuvinnslu þar til Ioðnu- frysting hefst hjá Saltveri um miðjan febrúar á næsta ári. Kanadíska iðnaðarrækjan fer á markaði í Englandi og sagði As- geir stöðu Islendinga vera góða þetta árið í sölu á afurðum. Það skýrist m.a. að því að verkföll í Kanada, bæði til sjós og lands, hafa valdið því að kanadíska rækjuvinnslan er eingöngu rekin með 30% afköstum. Rækjuveiði hér heima hefur einnig verið góð, að hans sögn. Þeir sem hafa áhuga á að komast í rækjuvinnslu eru hvattir til að gefa sig fram í Saltveri við Brekkustíg í Njarðvík. Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgar enn Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölg- aði um tæplega 11% í júlímánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 175 þúsund farþegunt árið 2002 í tæplega 194 þúsund farþega nú. Mest vegur fjölgun farþega til og frá íslandi sem er 14% milli ára. Á sama tíma hefur farþegum sem millilenda hér á landi á Ieið yfir Norður-Atl- antshafið fækkað um 7%. AIls hefur farþegum um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar því fjölg- aði um tæplega 9% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2002, eða úr rúmlega 711 þús- und farþegum í rúmlega 773 þús- und farþega. Karnival stemning á opnunarhátíð Kaskó Það var sannkölluö „karnival” stemning fyr- ir ungu kynslóðina fyrir utan Kaskó á IðavöIIum sl. föstudag þegar verslunin var með opnunarhátíö eftir breyt- ingar. Langar raðir barna mynduðust við leiktækin, hoppukastala og trambólín, á meðan aðrir krakkarnir gæddu sér á grilluðum kjúklingavængjum og candy- floss, allt í boði Kaskó. Ekki var fulloröna fólkið skilið út undan þar sem ýmis góð tilboð voru í tilefni dagsins en versl- unin hefur tekið miklum breyt- ingum ásamt því að vöruúrval er stóraukið. Það er óhætt að segja að þessi opnunarhátið hafi tekist vel. Veð- urguðimir voru rólegir þennan daginn þó aðeins hefði rignt með köflum. Að sögn Stefáns Guðjónssonar verslunarstjóra þá voru mót- tökumar hreint út sagt frábærar. „Fólk var mjög jákvætt í garð þeirra breytinga sem ffamkvæm- dar hafa verið á búðinni. Við hræðumst ekki risann og ætlum okkur stóra hluti. Fólk þekkir söguna um Davíð og Golíat." Verkamenn vana byggingarvinnu. Aldurstakmark 20 ára og eldri. Starfsfólk í ræstideild. Aldurstakmark 18 ára og eldri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu fyrirtækisins www.kv.is og á skrifstofu þess byggingu 551, 235 Keflavíkurflugvelli. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 25. ágúst 2003. Frekari upplýsingar veittar í síma 420 6400. KEFLAVIKURVERKTAKAR hf. Pósthólf 16, 235 Keflavíkurflugvöllur • Sími: 420 6400 • Bréfsími: 420 6499 stuttar FRÉTTIR Skar sundur slagæð með dúkahnffi Snemma á miðviku- dagsmorgun í síöustu viku var lögregla og sjúkrabfll sent að íbúðarhúsi í Keflavík cn þar hafði iðnað- armaður rekið dúkahnífs- blað í handlegg sinn og skor- ið í sundur slagæð. Gert var að sárum mannsins á sjúkrahúsinu í Keflavík. MUNDI Spurning hvort þessi iðnaðarmaður skelli sérekki baraírækjuna hjá Steina Erlings! 4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I mww.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.