Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 14
Fyrstogfremst:
Reynismenn unnu auðveldan 8-1
skyldusigur á Afríku á Sandgerðis-
velli í síðasta heimaleik sínum í riðla-
keppni 3. deildar. Heimamenn, sem
eru öryggir í úrslitakeppni deildar-
innar, áttu aldrei ívandræðum með
gestina. Mörk Reynis skoruðu Haf-
steinn Friðriksson (2), Sverrir Hákon-
arson (2), Smári Guðmundsson,
Bjarki Dagsson, Hafsteinn Heigason
og Gísli Þór Þórarinsson. Reynirá eft-
ir að fara til Hveragerðis og spila við
Hamar, en laugardaginn 23. ágúst
byrja átökin í úrslitakeppninni þegar
annað hvort Fjarðabyggð eða Höttur
koma í heimsókn á Sandgerðisvöll-
inn.
Víðir sigraði Sindra 2-0 á heimavelli
um helgina í 2. deild karla í knatt-
spyrnu. Rafn Markús Vilbergsson og
Ragnar Steinarsson skoruðu mörk
Víðis. Víðir er í 6. sæti deildarinnar
með 20 stig og munu ekki eiga
möguleika á að komast upp um
deild.
Islenska kvennalandsliðið í
körfuknattleik skipað stúlkum fædd-
um '85 og síðar gerði sér lítið fyrir og
sigraði á Promotion-Cup mótinu
sem haldið var í Hafnarfirði dagana
5. - 9. ágúst. Þrjár stúlkur úr Grinda-
vík voru í liðinu; þær Ólöf Helga Páls-
dóttir, Petrúnella Skúladóttir og Erna
Rún Magnúsdóttirogein úrNjarð-
vík; Sigurlaug Guðmundsdóttir.
Grindvík-
ingar lágu
í Eyjum
Grindvíkingar töpuðu
fyrir ÍBV, 1-0, á útivelli í
13. umferð Lands-
bankadeildar karla í knatt-
spyrnu. Lcikurinn var frekar
bragðdaufur, bæði lið léku var-
færnislega þó gestirnir væru
hættulegri framan af. Markið
kom á 83. mínútu en það var
Steingrímur Jóhannesson sem
skoraði það. Það má segja að
hann hafi siökkt í vonarneista
Grindvíkinga um að verða
meistarar því sjö stig eru í
efstu tvö liðin, Fylki og KR
þegar fimm umferðir eru eftir.
Grindvíkingar eru í 4. æsti deild-
arinnar með 19 stig, jafn mörg
stig og ÍBV sem er í 3. sæti. Þess
má geta að aðeins tvö stig skilja
að liðið í 3. sæti og liðið í 8. sæti.
í dag leika Grindvíkingar gegn
Helga Kolviðssyni og félögum í
Kárnten, en leikurinn fer fram í
Klagenfurt í Austurriki og hefst
kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Leikurinn er sýndur í beinni út-
sendingu á erlendum sjónvarps-
stöðvum, en samkvæmt heimild-
um Víkurfrétta er leikurinn sýnd-
ur á Ölveri í Glæsibæ og eflaust
víðar.
Stórsigur hjá Keflavík
Keflvíkingar tóku Aftureldingu í karphúsið
á útivelli i 1. deild karla i knattspyrnu í
kvöld. Keflvíkingar komu ákveðnir til
leiks og réðu gangi Ieiksins frá upphafi. Það tók
liðið aðeins um korter að ná 3-0 forystu og eftir
það var aðeins spurning hve stór sigurinn yrði.
Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir
Keflavík og Magnús Þorsteinsson og Haraldur
Guðmundsson sitt markið hvor. Með sigrinum
náðu þeir fjögurra stiga forskoti á ný á toppi
deildarinnar með 30 stig en Víkingur er í 2. sæti
með 26 stig.
Keflvíkingar sem leikið hafa mjög vel í sumar
stefna beint upp í úrvalsdeild að nýju en einungis
fimm leikir eru eftir af tímabilinu.
Magnús Þorsteinsson, hinn skæði sóknarmaður
Keflvíkinga, hefur leikið vel í vetur, skorað 9 mörk
ásamt því að leggja upp fjöldann allan af mörkum
fyrir félaga sína. Hann sagðist í samtali við Víkur-
fréttir vera ánægður með sína frammistöðu í sumar.
„Við Tóti höfum spilað vel saman í framlínunni og
það væri ekki leiðinlegt ef annar hvor okkar tæki
markakóngstitilinn". Magnúsi líst vel á lokabarátt-
una í deildinni enda segir hann liðið tilbúið í átökin.
„Við ætlum okkur sigur í næstu tveimur leikjum og
þá ættum við að vera nokkuð góðir. Við tökum auð-
vitað bara einn leik fyrir í einu en ég held nú að við
eigum ekki eftir að tapa mörgum stigum. Það er
mikill kraftur í liðinu á æfingum og stemningin inn-
an liðsins er góð sem hjálpar mikið“.
En er úrvalsdeildarsætið ekki öruggt?
„Nei, ég myndi ekki segja það. Við þurfum bara rétt
að misstíga okkur til að Víkingur og Þór komi í
rassgatið á okkur. Við ætlum hins vegar ekki að láta
það gerast. Ég held að Víkingur fylgi okkur upp.
Það væri þó ekki leiðinlegt að skemma það fyrir
þeim á heimavelli okkar í lokaumferðinni. Það yrði
tvöföld hamingjal.
NJARÐVÍKURTAP í A/IARKASÚPULEIK
Njarðvík tapaði fyrir Þór,
4 - 5, á Njarðvíkurvelli
sl. laugardag. Leikurinn
var hin mesta skemmtun fyrir
áhorfendur sem fengu marka-
súpu af bestu gerð. Aðstæður
til knattspyrnuiðkunar voru
ekki þær bestu, loðinn og
blautur völlur, en það kom ekki
í veg fyrir að mörkin litu dags-
ins Ijós.
Þórsarar náðu forystu um miðjan
fyrri hálfleikinn en einungis mín-
útu síðar jöfnuðu heimamenn
með marki frá Eyþóri Guðna-
syni. Þegar flautað var til hálf-
leiks höfðu Þórsarar komist yfir
og þannig stóðu leikar í hléi.
Gestimir komust í 4-1 á 20 mín-
útna kafla í síðari hálfleik og þá
virtist fátt geta komið i veg fyrir
sigur Þórs. Hins vegar gáfust
Njarðvíkingar ekki upp og á
tveggja mínútna kafla minnkuðu
þeir muninn í 4-3 með mörkum
frá Guðna Erlendssyni og Bjama
Sæmundssyni.
Það tók Þórsara þó aðeins fáeinar
mínútur að skora aftur, nú beint
úr aukaspymu og tveggja marka
sigur blasti við þeim. Njarðvík-
ingar voru þó ekki hættir og
minnkuðu muninn enn einu sinni
þegar um tvær mínútur vom eftir
en þar við sat og fjörugum leik
að hætti Njarðvíkinga lokið.
Njarðvík er sem stendur 1 6. sæti
deildarinnar með 15 stig, ljómm
stigum frá fallsæti.
Sverrir Þór Sverrisson, leik-
maður Njarðvíkinga, hefur leikið
vel í sumar þrátt fyrir að hafa
byijað seint og hefur hann oftar
en ekki verið mjög skapandi
fram á við. Sverrir sagði í samtali
við Víkurfréttir að sér litist vel á
lokabaráttuna sem framundan
væri í deildinni. „Þetta mun
koma til með að verða erfitt. Við
ætlum að tryggja sæti okkar í
deildinni og verður allt lagt í söl-
umar. Takmarkið fyrir mót var að
halda liðinu uppi og það er ekk-
ert breytt. Ef svo verður verða
allir ánægðir", segir Sverrir.
Hann sagðist vonast eftir því að
þetta yrði ekki barátta fram á síð-
ustu stundu. „Ég vona að við
náum í stig í næstu tveimur leikj-
um og tryggjum sætið í deildinni.
Þetta gæti þó orðið barátta fram á
síðustu mínútu. Lokaleikur okkar
er gegn Aftureldingu sem er í 9.
sæti og það verður erfiður leikur
ef við verðum ekki búnir að tryg-
gja vem okkar í deildinni". Að-
spurður hvort hann ætlaði sér
ekki að vera með í körfunni í vet-
ur svaraði Sverrir því játandi.
„Um leið og fótboltinn er búinn
byija ég í körfunni“.
Jetskikappsigling á
✓
hugahópur um Jetski í
Reykjanesbæ mun verða
með jetski kappsiglingu
á ljósanótt fyrir neðan nýju
uppfyllinguna við Hafnargöt-
una. Keppnin fer fram á laug-
ardeginum og hefst hún kl.
13.30. Sex keppendur innan
áhugahópsins munu keppa í
þessari kappsiglingu þar sem
einungis heiðurinn er að veði.
Jetskiin sem keppt verður á
eru engin smá smíði, 160 hest-
öfl og komast i alit að 110 km.
hraða á klukkustund.
Sigurður Gunnarsson, einn af
stofnendum áhugahóps um
Jetski, sagði í samtali við Víkur-
fréttir að keppnin yrði í mótor-
krossstíl. „Við munum affnarka
braut með baujum. Allir kepp-
endur „reisa" á sama tíma og
verða famir 3x10 hringir þar sem
tekin er pása milli hverrar lotu.
Sá sem sigrar í flestum lotum er
sigurvegari".
Fólki mun gefast kostur á að
skoða skíðin en þau verða til sýn-
is að lokinni keppni.
Strákamir í áhugahópnum munu
Ljósanótt
einnig bjóða almenningi upp á
ferðir á gúmmíbanana sem dreg-
inn er á eftir jetski. Slíkar ferðir
tíðkast á sólarströndum og eru
oftar en ekki mjög vinsælar.
Ferðimar á banananum byrja að
hádegi á laugardeginum og stan-
da yfir allan daginn. „Fólk getur
farið smá rúnt með okkur á ban-
ana því að kostnaðarlausu. Sex
farþegar komast í hveija ferð og
munum við vera með galla og
annan aðbúnað fyrir fólk“, segir
Sigurður.
14
VfKURFRÉTTIRA NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!