Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 11
Varnarliðsmenn í Sierra Lione söknuðu DUUS og íssins úr Ný-Ung að þótti tíðindum sæta á dögunum þegar björg- unarþyrlur Varnarliðs- ins voru sendar í verkefni til Afríku. Þar hafa þær verið að undanförnu og Varnarliðs- menn héðan fóru einnig með vélunum þarna suðureftir. Loftleiðir, systurfélag Iceland- air, sinna sérverkefni á þessu sióðum þar sem þeir fljúga frá London til Afríkuríkisins Si- erra Lione og sjá einnig um flugfólk í þessar ferðir. Flugfreyjur í ferð þangað nýlega voru fjórar Keflavíkurkonur, tvær systur, þær Jenný og Sólveig Þorsteinsdætur (Arnasonar) og ffænkumar Bergþóra Tómasdótt- ir (Tómassonar) og Halldís Jóns- dóttir (Jóhannssonar). Það þykir okkur Suðurnesjamönnum skemmtileg frétt en samkvæmt heimildum okkar frá ferðinni þótti þeim skondið að meðal fyrstu gesta sem þær hittu á hót- eli sem þær gistu á voru Vamar- liðsmenn af Keflavíkurflugvelli. Þeim þótti það skemmtileg til- viljun að hitta fólk úr nágranna- bænum þarna suðurfrá mörg þúsund mílur í burtu. Höfðu flugkappamir bandarísku á orði að þeir söknuðu Keflavík mjög mikið. Og hvað er það helsta sem þeir söknuðu í hitanum: Jú, það var maturinn á Duus og ísinn á Ný-ung en þetta er jú báðir þekktir staðir í bítla- og „vamar- liðsbænum” og vinsælir mjög hjá nágrönnum okkar á Vellinum... Nýlega var sleppt í Sel- ^örn stórum urriða af Isaldarstofni sem er sá sami og er í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og Þing- vallavatni. Var þessi fiskur mest á bilinu 2-5 pund en nokkrir ennþá stærri slægðust með til að hrella veiðimenn enn frekar. Eru menn sammála um að um gífurlega skemmtilegan sport- fisk er að ræða og eru tökum- ar oft ofsafengnar og því aug- ljóslega ánægðir veiðimenn sem stunda vatnið um þessar mundir. Mikið íjör hefur því verið við veiðar í Seltjöm síðustu vikur og hafa fluguveiðimenn verið að taka allt upp í 30 fiska yfir dag- inn en mest öllum fiski er sleppt aftur í vatnið þannig að ekki gengur mikið á stofhinn þrátt fýr- ir mikla veiði. Hefur gefist best að nota ýmiss konar kúluhausa og má þar nefna frumhnýtta flugu íýrir Seltjömina sjálfa sem kallast „Birgitta” eftir hinni frægu og viðkunnalegu söng- konu (brúnt skegg, silfurbúkur og rauð fjöður í skott, hnýtt á agnhaldslausa einkrækju nr. 14). Er það von manna að veiðin haldi áffarn að vera góð og munu umsjónaraðilar vatnsins halda áffarn að bæta í það vænum ur- riða í sumar og næstu sumur þannig veiðimenn geti ávallt átt von á mikilli skemmtun og væn- um urriðum í Seltjöm. KEFLAVIKURVOLLUR Föstiudaginn 15. ágúst: kl. 19 JVesprýði I\lú mæta allir á völlinn!!! A ÍAV SpJM Sparlsjóðurlnn í Keflavík rblaðið 20031 \ j Auglýsingasíminn er i ji AAAA fimmtudaginn 4. september nk. L J 421OOOO VÍKURFRÉTTIR I 33.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGIJRINN14. ÁGÚST 2003 111

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.