Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 12
Gerðaskóli Stuðningsfulltmi óskast næsta skólaár í 65% starf til aðstoðar við dreng á miðstigi. Karlmenn ekki síður en konur eru hvattir til að sækja um. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 422 7020. Hp SANDGERÐISBÆR Helgi Bjarnason blaða- maðuráMorgun- blaðinu og Vilhelm Guðmundsson hvíldu lúin bein á bekk i verðlaunagarðinum. Snyrtilegir garðar í Garð- inum verðlaunaðir „Stórfenglegt sólarlag á Garðskaga” - tré gróðursett og gangstéttar steyptar í Garðinum Að undanfornu hefur verið gert stórátak í fjölga svæðum í Garðinum þar sem gróð- ursett eru tré. Setur þetta mjög skemmti- legan svip á sveitarfélagið. Einnig er nú unnið að því á fullu að steypa gangstéttir, segir á vef sveit- arfélagsins. Segja má að allt sé gert til að vinna að því að fegra og snyrta byggðarlagið. „Ég vil hvetja fólk til að fá sér bíltúr í Garðinn og skoða okkar ágæta sveitarfé- lag”, segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri jafhframt á vefnum. „Margir hafa lagt leið sina til okkar til að skoða hið stórfenglega sólarlag sem sést hefur vel í veðurblíðunni að undanfomu. Sólarlagið við Garð- skagavita er alveg stórkostlegt”. Úrverðlaunagarðinum að Garðbraut 86 - eigendurnir Björg og Vilhelm við gosbrunninn góða. Fegrunar- og umhverfis- nefnd Gerðahrepps hef- ur afhent verðlaun og viðurkenningar fyrir snyrtilega og fallega garða í sveitarfélag- inu þctta árið. Að þessu sinni voru þrír garðar verðlaunaðir. Verðlaunagarðurinn 2003 er að Garðbraut 86. Hann er mjög fallegur og mikið gróinn, skreyttur með gosbrunni. Garðurinn fékk einnig viður- kcnningu sem fallegasti garð- urinn í Gerðahreppi árið 1984. Eigendur hans eru hjónin Vil- helm Guðmundsson og Björg Björnsdóttir. Lyngbraut 7 fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegan og fallegan garð. Hann eiga hjónin Sæunn Andrés- dóttir og Tryggvi Einarsson. Götuhlið garðsins byggist upp á steinum og grjóti, skreytt með brunni og trépöllum. Fram- kvæmdir við garðinn standa enn yfir og hann á eftir að þróast enn ffekar segja garðeigendumir. Eyjaholt 5 fékk viðurkenningu fyrir sérstæðan og listrænan garð. Eigendur hans em hjónin Bryn- dís Rögnvaldsdóttir og Unnar Guðmundsson. Lítil listaverk í garðinum, rnáluð á grjót, vekja athygli. Fegrunar- og umhverfisnefnd Gerðahrepps vill koma á fram- færi þökkum til allra þeirra Garðbúa sem sýnt hafa gott for- dæmi með því að fegra umhverfi sitt. Margir garðar lofa góðu í dag, auk allra þeirra sem fengið hafa viðurkenningar og verðlaun á liðnum árum. Atak í gróður- setningu tijáa og blóma á vegum sveitarfélagsins virkar einnig hvetjandi og gefur byggðarlaginu fallegan svip, svo eftir er tekið, segir í stuttu erindi frá nefndinni. Nemendur mæti sem hér segir: Miðvikudaginn 20. ágúst 8. til 10. bekkur kl. 9. Fimmtudaginn 21. ágúst 1. til 7. bekkur kl. 10. Skólastjóri. 12 VlKURFRÉTTIR Á NETINIU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.