Víkurfréttir - 14.08.2003, Blaðsíða 6
Þrif á fellihýsum
Atvinna
Óskum eftir starfsfólki í vaktavinnu.
Þurfa að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar í síma 691 2000.
efy.
Sparisjóðurinn styður knattspyrnuna
Sparisjóðurinn í Keflavík og Knattspyrnudeild Keflavíkur hafa gert með sér nýjan samstarfssamning. Kefla-
víkurliðið leikur með auglýsingu frá SpKef á keppnistreyjum liðsins. Sparisjóðurinn hefur verið aðalstyrktar-
aðili Keflavíkurliðsins undanfarin ár og undirrituðu Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Rúnar Arn-
arsson formaður deildarinnar samning til næstu fjögurra ára.
„Það er deildinni mikill stuðningur að fyrirtæki eins og Sparisjóðurinn leggi okkur lið og sé mikilvægur þátt-
ur í störfum okkar og erum við þeim þakklátir,” sagði Rúnar við þetta tilefni. „Það skiptir Sparisjóðinn líka
miklu máli að geta lagt lið í æskulýðs og íþróttastarfsemi í Reykjanesbæ og vona ég að í haust verði Keflavík
komið upp í úrvalsdeildina,” sagði Geirmundur við undirskriftina.
REYKJANESBÆR
Tjarnargötu 12 • Póslíang230 • S: 421 6700 • Fax:421 4667 • rcykjancsbacr@reykjanesbaer.is
FORSTÖÐUMAÐUR
Reykjanesbær auglýsir lausa til umsóknar stööu
forstöðumanns Heiðarbólsvallar.
Um er að ræða 55% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina
og u.þ.b. 63% starfshlutfall yfir sumartímann.
Heiðarbólsvöllur er opinn frá kl. 13-16 á veturna
en 13-17 á sumrin.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun
gæsluvallar og vinnu með börnum.
Nánari upplýsingar veitir starfsþróunarstjóri
í síma 421 6700 fyrir hádegi virka daga.
Umsóknir berist starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar,
Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ eða á rafrænu formi
á heimasíðu Reykjanesbæjar fyrir 28. ágúst nk. merktar
„ Heiðarbólsvöllur"
Starfsþróunarstjóri
reykjanesbaer.is
Óvissu tónlistarnemenda eytt
Að undanförnu hefur
töluverð umraeða farið
fram í fjölmiðlum um
neikvæð við-
brögð margra
sveitarfélaga á
íslandi við
þeirri ákvörð-
un Reykjavík-
urborgar að
hætta að nið-
urgreiða tónlistarnám í tónlist-
arskólum borgarinnar fyrir
nemendur úr öðrum sveitarfé-
lögum. Minna hefur farið fyrir
umræðu um þau sveitarfélög
sem hafa tekið þessari ákvörð-
un borgaryfirvalda vel og
ákveðið að axla þessa ábyrgð
sjálf.
Þegar þessi umræða hófst í vor
flutti undirritaður tillögu í Bæjar-
stjórn Reykjanesbæjar um að
Reykjanesbær leitaði samninga
við borgaryfirvöld um að taka
við þessum niðurgreiðslum fyrir
þá tónlistamemendur sem væru í
námi í tónlistarskólum i Reykja-
vík en ættu lögheimili í Reykja-
nesbæ. Bæjarstjóm vísaði tillög-
unni til frekari umfjöllunar innan
bæjarkerfisins og nú er þeirri
umræðu og skoðun lokið og bæj-
aryfirvöld í Reykjanesbæ búin
að samþykkja að taka þessar nið-
urgreiðslur á sig. Þar með geta
tónlistamemendur úr Reykjanes-
bæ, sem hafa verið í tónlistar-
námi í Reykjavík, verið rólegir
því búið er að eyða óvissunni.
Það er því miður ekki svo i
mörgum öðrum sveitarfélögum
og þegar þetta er ritað, í byrjun
ágúst, eru tónlistarnemendur í
mörgum stærstu sveitarfélögun-
um á höfuðborgarsvæðinu enn í
óvissu með sitt nám næsta vetur.
Það er ekki gott og í raun óþol-
andi að nemendur skuli með
þessum hætti verða fyrir barðinu
á skilningsleysi sveitarstjórnar-
manna í mörgum sveitarfélögum
á þessu brýna máli.
Eg ætla ekki að fjalla um aðrar
skoðanir mínar á þessu máli s.s.
um hvort ríkið eigi að greiða fyr-
ir tónlistamám nemenda á fram-
haldsskólastig o.s.frv. heldur
vildi ég aðeins upplýsa nemend-
ur um að með þessari tillögu
minni og ákvörðun bæjaryfir-
valda í kjölfarið hefur óvissunni
verið eytt.
Þeir nemendur sem hér eiga hlut
í máli geta snúið sér til Fræðslu-
skrifstofu Reykjanesbæjar og
fengið nánari upplýsingar.
Kveðja
Kjartan Már Kjartansson
bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins
6
VlKURFRÉTTIRÁNETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!