Víkurfréttir - 14.08.2003, Qupperneq 10
Gerðaskóli
Upphaf skólastarfs 2003
Starfsfólk mæti á starfsmannafund mánudaginn 18. ágúst kl. 9.
Skólasetning
verður í samkomusal skólans mánudaginn 25. ágúst sem hér segir:
Nemendur í 6. til 10. bekk mæti kl. 10.
Nemendur í 1. til 5. bekk mæti kl. 11.
Foreldrar sem tök hafa á eru hvattir til
að mæta með börnum sínum.
Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst
þriðjudaginn 26. ágúst hjá 2. til 10. bekk.
Þann 26. ágúst verða foreldraviðtöl hjá 1. bekk sem
umsjónarkennari bekkjarins boðar til en kennsla hefst
samkvæmt stundaskrá 27. ágúst.
Skólastjóri
Grunnskóli Grindavtkur
upphaf skólastarfs haustið 2003
Skólasetning verður mánudaginn 25. ágúst á sal skólans
sem hér segir:
Kl. 9
Kl. 10.30
Kl. 13
5. 6. og 7. bekkur
8. og 9. bekkur
2. 3. og 4. bekkur
Sama dag mæta nemendur í 1. og 10. bekk í viðtöl ásamt foreldrum
sínum. Til viðtala verður boðað með bréfi. Kennsla hefst í öllum
bekkjum samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 26. ágúst.
Foreldrar nýrra aðfluttra barna ogforeldrar barna í 1. -4. bekk
sem vilja nýta sér þjónustu Skólasels, vinsamlegast snúi sér til
skrifstofu skólans sem er opin daglega kl. 8-16. Sími skólans er
420 1150. Kennarar mæti til vinnu mánudaginn 18. ágúst kl.
9.
Skólastjóri
Háskólasetur Suðurnesja
stofnað í Sandgerði
Bæjarráð Sandgerðis hefur sam-
þykkt samhljóða tillögu lagða
íram af bæjarstjóra Sandgerðis
um stofnun Háskólaseturs Suð-
umesja í Sandgerði. Meginhlut-
verk Háskólasetursins er að efla
rannsókna- og fræðastarf Há-
skóla Islands á Suðurnesjum
með því;
a. að stuðla að margvíslegri há-
skólakennslu á Suðumesjum, eft-
ir því sem kostur er, bæði í
tengslum við grunn- og fram-
haldsnám, og stuðla að því að
haldin verði norræn og/eða al-
þjóðleg námskeið í Háskólasetr-
inu,
b. að efla tengsl skora, deilda og
stofnana Háskóla Islands og
tengsl annarra íslenskra rann-
sóknastofnana við atvinnu- og
þjóðlíf á Suðumesjum,
c. að efla, í samvinnu við rann-
sóknastofhanir og háskóla, rann-
sóknir á náttúiu Suðumesja og á
náttúra íslands,
d. að stuðla að auknum rann-
sóknum á hverju því viðfangs-
efhi, sem vert er að sinna á Há-
skólasetrinu.
Auk þess vinnur Háskólasetrið
að þeim verkefnum sem stjórn
Háskólasetursins og/eða stjórn
Stofnunar fræðasetra fela henni, í
umboði rektors og háskólaráðs
eða í umboði ráðuneyta.
Tillaga kom fram um skipan í
stjóm Háskólaseturs Suðumesja í
Sandgerði og samþykkir bæjar-
ráð Sandgerðis tillöguna um að
skipað verði í stjómina þannig.
Formaður er skipaður samkvæmt
tilnefningu rektors og Háskóli
skipi tvo fulltrúa, einn fulltrúi
verði tilnefndur af Sandgerðisbæ,
einn fulltrúi frá Sambandi sveit-
arfélaga á Suðurnesjum og að
einn fulltrúi komi frá Sjávarút-
vegsráðuneytinu.
Skemmtileg uppfærsla Sumar-
leikhóps Vinnuskólans
Föstudagskvöldið 8. ágúst
sl. þáði undirritaður boð
Fjölskyldu og félagsþjón-
ustu og íþrótta
og tómstunda-
skrifstofu
Reykjanesbæjar
og sá uppfærslu
leikhópsVinnu-
skóla Reykjanes-
bæjar á einþáttungi Jökuls
Jakobssonar „Kalda borðið” í
Frumleikhúsinu. Er skemmst
frá að segja að undirritaður
skemmti sér konunglega og var
frábært að sjá hversu vel leik-
endur stóðu sig. Þór Jóhannes-
son, sem setti upp sýninguna
og annaðist leikstjórn og leik-
gerð, á hrós skilið fyrir góða
vinnu og vil ég óska honum og
leikurunum öllum, innilega til
hamingju með árangurinn.
Leikaramir, sem í leikskrá eru
allir sagðir á aldrinum 14-16 ára,
höfðu einungis 4 vikur til þess að
setja upp sýninguna. Sá tími er
ekki langur í leikhúsi og ótrúlegt
hversu góðum tökum þau hafa
náð á viðfangsefninu á svo stutt-
um tíma. Þessi tími hlýtur að
hafa verið þeim mjög lærdóms-
ríkur og álag mikið en þau hafa
svo sannarlega uppskorið árang-
ur erfiðisins. Sú nýbreytni
Vinnuskólans, að bjóða upp á
leiklist er mikilvægur þáttur í
þeim tilgangi að gefa unglingum
kost á að kynnast þvi að það er
margt fleira vinna en garð- og
jarðvinna.
Suma leikarana hef ég áður séð á
sviði Frumleikhússins og þá helst
á vettvangi Unglingadeildar
Leikfélags Keflavíkur. Þau sem
bára mestan þungan af sýning-
unni voru Freyr Sigurðsson og
Alexandra Osk Sigurðardóttir.
Þau skiluðu bæði sínum hlut-
verkum af starkri prýði. Alex-
andra er ein af þessum sem ég
hef áður séð á sviði og skilaði
reynsla hennar sér m.a. í sérstak-
lega skýrum framburði texta og
góðum leik. Annar vanur leikari
var Dóra Lilja Óskarsdóttir.
Kristín Lea Henrýsdóttir var
sannfærandi í sínum atriðum í
samtölum hennar og Freys undir
stjömubjörtum næturhimni út á
svölum. Þór leikstjóri stökk inn í
eitt lykilhlutverkið á síðustu
stundu þar sem einn leikaranna
forfallaðist. Þór er vanur áhuga-
leikari og var ffábær.
Nú veit ég ekki hvort ætlunin er
að hafa fleiri sýningar. Ef svo er
hvet ég alla til þess að fara og sjá
einþáttunginn. Að lokum vil ég
ítreka hamingjuóskir mínar til
aðstandenda sýningarinnar og
foreldrar og aðstandendur leikar-
anna mega svo sannarlega vera
stolt af unglingunum sinum.
Kjartan Már Kjartansson
bœjarfulltrúi
Fratnsóknarflokksins
Víkurfréttir gefa út Ljósanætu
10
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I vuw/w.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!