Fréttablaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 16
Í dag 19.25 Freiburg - Bayern Sport 2 19.40 Brighton - Sheff. Wed. Sport 3 19.45 Skallagrímur - Þór Ak. Sport 22.00 Körfuboltakvöld Sport 01.00 NBA: Warriors-Rockets Sport 18.00 Valur - Fylkir Laugard.v. 19.15 Þór Þorl. - Haukar Þorláksh. 20.00 Skallagr. - Þór Ak. Borgarnes 2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r16 S p o r T ∙ F r É T T a B L a ð i ð sport Besti maður Íslands Rúnar Kárason átti flottan leik og kom alls að tíu mörk- um íslenska liðsins. Hann skoraði jöfn- unarmarkið og reyndi að skora sigurmarkið en tókst ekki. Hættulegustu mennirnir Mörk + stoðsendingar 10 Rúnar Kárason 7+3 7 Bjarki Már Elísson 6+1 5 Ólafur Guðmundsson 2+3 5 Arnór Atlason 1+4 3 Guðjón Valur Sigurðsson 3+0 3 Arnór Þór Gunnarsson 2+1 3 Ómar Ingi Magnússon 3+0 3 Lína 1 2 3 3 Gegnumbrot 2 Víti Hraðaupphlaup 11+3 Markvarsla 10/37 Mörk úr leikstöðum 2 0 Hvað gekk vel og hvað illa? Tölur íslenska liðsins í helstu tölfræðiþáttum í samanburði við tölur mótherjanna. 60% Skotnýting Íslands í leiknum 27% Markvarsla Íslands í leiknum Varin skot markvarðar -4 Mörk með langskotum +1 Mörk úr hornum -7 Mörk af línu -1 Hraðaupphlaupsmörk +10 Mörk úr annarri bylgju 0 Gegnumbrotsmörk -4 Tapaðir boltar 0 Síðustu 17 mínúturnar -5 5-4 3-53-46-54-46-51 10 20 30 40 50 60 5 Ísland tapaði 5 boltum á síðustu 11 mínútum og skoraði þá bara 3 mörk. Tímalína: Gangur leiksins n Ísland yfir n Ísland undir ÍSLanD - makeDónÍa 27-27 (15-13)Hm 2017Frakklandi a - r i ð i L L Rússland - Brasilía 28-24 Frakkland - Pólland 26-25 Japan - Noregur 23-38 Stig þjóða: Frakkland 10, Noregur 8, Rúss- land 6, Brasilía 4, Pólland 2, Japan 0. B - r i ð i L L Túnis - Angóla 43-34 Spánn - Slóvenía 36-26 Ísland - Makedónía 27-27 Mörk Íslands (Skot): Rúnar Kárason 7 (11), jarki Már Elísson 6 (8), Ómar Ingi Magnús- son 3/2 (3/2), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (6/1), Arnór Þór Gunnarsson 2 (2), , Kári Kristján Kristjánsson 2 (4), Ólafur Guð- mundsson 2 (8), Björgvin Páll Gústavsson 1 (1), Arnór Atlason 1 (1), Bjarki Már Gunn- arsson (1), Varin skot: Aron Rafn Eðvarðss. 6 (14, 43%), Björgvin Páll Gústavss. 4 (23/1, 17%), Hraðaupphlaup: 14 (Bjarki Már Elísson 4, Guðjón Valur 3, Arnór Þór 2, Ólafur G. 2, Rúnar, Björgvin Páll, Ómar Ingi) Mörk Makedóníu (skot): Kiril Lazarov 7/1 (12/1), Goce Georgievski 6 (7), Dejan Manaskov 5 (6), Stojance Stoilov 3 (4), Filip Lazarov 1 (1), Nikola Markoski 1 (1), Stefan Drogrishki 1 (1), Marko Neloski 1 (2), Filip Mirkulovski 1 (2), Filip Taleski 1 (4), Stig þjóða: Spánn 8, Slóvenía 7, Makedónía 5, Ísland 4, Túnis 4, Angóla 0. HM 2017 Stjarnan - Njarðvík 72-74 Stigahæstir: Hlynur Bæringsson 24/18 frák., Anthony Odunsi 16 - Logi Gunnars 19/5 stoðs., Björn Kristjánsson 17, Myron Dempsey 12. Grindavík - KR 78-80 Stigahæstir: Lewis Clinch Jr. 31, Dagur Kár Jónsson 13, Þorsteinn Finnbogason 10 - Þórir Þorbjarnarson 17/6 frák./5 stoðs., Brynjar Þór Björnsson 16, Cedrick Taylor Bo- wen 15/8 frák., Darri Hilmarsson 9, Sigurður Á. Þorvaldsson 8, Jón Arnór Stefánsson 8. Tindastóll - ÍR 84-78 Stigahæstir: Antonio Hester 22/11 frák., Helgi Freyr Margeirsson 11, Viðar Ágústs- son 10 - Matthías Sigurðarson 23, Hákon Hjálmarsson 16, Quincy Hankins-Cole 15. Snæfell - Keflavík 75-97 Stigahæstir: Árni Elmar Hrafnsson 14, Sveinn Arnar Davíðsson 12, Þorbergur Helgi Sæþórsson 11 - Amin Stevens 33/19 frák./5 stolnir, Magnús Már Traustason 26. Efri KR 22 Tindastóll 20 Stjarnan 20 Þór Þ. 14 Þór Ak. 14 Grindavík 14 Neðri Keflavík 14 ÍR 12 Njarðvík 12 Skallagrímur 12 Haukar 10 Snæfell 0 Domino’s-deild karla HM-dagskráin 13.00 Síle - Sádí-Arabía C-riðill 16.45 Þýskaland - Króatía C-riðill 19.45 Hv.-Rússl.-Ungverjal. C-riðill 13.00 Barein - Argentína D-riðill 16.45 Svíþjóð - Egyptaland D-riðill 19.45 Katar - Danmörk D-riðill Valur - Haukar 25-17 Markahæstar: Kristín Guðmundsdóttir 9, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Diana Sat- kauskaite 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3 - Ramune Pekarskyte 5, Maria Ines Da Silva 3, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3. Olís- deild kvenna í handbolta HanDBoLTi Íslenska liðið gerði nán- ast allt rétt gegn Makedóníu í Metz í gær en liðið fór algjörlega á taugum á síðustu fimmtán mínútum leiksins og varð að sætta sig að lokum við jafntefli, 27-27. Þetta var stórfurðulegur leikur. Íslenska liðið fór eiginlega á taug- um bæði í upphafi og í lok leiksins. Spennustigið var allt of hátt í upp- hafi og liðið lenti fjórum mörkum undir, 0-4. Því var svo svarað með fimm mörkum og 9-2 kafla. Í hálfleik leiddi Ísland með tveimur mörkum, 15-13. Máttu þakka fyrir að tapa ekki Er korter var eftir af leiknum var Ísland með fimm marka forskot, 24-19, gegn dauðþreyttum Make- dóníumönnum. Það var lag að labba yfir þá en í staðinn varð and- legt hrun. Ísland tapaði síðasta stundarfjórð- ungnum 8-3 og mátti í raun þakka fyrir að hafa ekki tapað að lokum. Makedónía fékk nefnilega boltann er 18 sekúndur voru eftir en neitaði að sækja. Jafntefli dugði þeim til að ná þriðja sætinu. Túnisbúar hafa aftur á móti líklega brjálast yfir því að þeir hafi ekki sótt í lokin og unnið leik- inn því þá hefði Túnis farið til Lille að spila við Frakkland. Ísland fer til Lille á markatölu. Lokaspretturinn gegn Angóla skilaði sínu að lokum. Það voru ekki bara leikmenn sem fóru á taugum í lokin því Geir lands- liðsþjálfari ætlaði að taka leikhlé allt of seint í síðustu sókninni. Rúnar tekur skotið 18 sekúndum fyrir leiks- lok en leikhléið hefði mátt koma allt að tíu sekúndum fyrr. Reynslan ómetanleg Það má vissulega gagnrýna ýmislegt en ljósu punktarnir eru fleiri en þeir neikvæðu. Íslenska liðið er að taka framförum í nánast hverjum leik og hefur í raun staðið sig mun betur en ansi margir áttu von á. Andlega hliðin mun lagast og sérstaklega eftir þá reynslu sem liðið hefur fengið á þessu móti. Hún er algjörlega ómet- anleg og Geir hefur verið óhræddur við að senda óreynda menn inn á völlinn í alvöruleikjum og á erfiðum tímum. Landsliðið mun græða á þessu innleggi landsliðsþjálfarans. Rúnar Kárason hefur algjörlega blómstrað á þessu móti og hélt því áfram í gær. Dró íslenska vagninn í fyrri hálfleik. Tók af skarið og skor- aði er liðið þurfti á að halda. Var líka sterkur í vörninni. Frábært að fylgjast með honum. Bjarki Már Elísson spil- Andlegt hrun á lokakaflanum Strákarnir okkar náðu markmiði sínu að komast í 16-liða úrslit á HM en sú niðurstaða var ansi bitur eftir að liðið kastaði frá sér sigri gegn Makedóníu. Ísland mætir næst heimamönnum í franska landsliðinu. Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson á ekki orð yfir lokakafla íslenska landsliðsins sem kostaði strákana okkar sigurinn. FRéTTABlAðið/EPA SAGT EFTiR lEiK „Var að fara að taka leikhlé“ „Leikhléið var alveg að fara að koma. Það voru 18 sekúndur eftir og engin hönd komin upp. Það var allt í góðu. Þurftum eitt fríkast og þá hefðum við tekið leikhlé,“ sagði Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn í gær- kvöldi. „Rúnar fann þarna gott skotfæri og ég er ekkert óhress með hann. Þetta snerist um 2-3 sekúndur og þá hefði leikhléið komið. Ég var að fara að borðinu til þess að taka leikhlé.“ SAGT EFTiR lEiK „Mér fannst þeir vera hættir“ „Þetta var ógeðslegt. Við áttum að vinna þennan leik. Við fórum illa með for- skotið sem við unnum okkur inn. Mér fannst þeir vera hættir,“ sagði Bjarki Elísson sem skoraði sex mörk í seinni hálfleiknum. „Þetta er bara handbolti. Ég spila fyrir framan níu þúsund manns í næstum því hverjum einasta leik þannig þetta er ekkert nýtt fyrir mér. Ég er hornamaður og verð því að vera kaldur og taka færin mín vel.“ sagði Bjarki. aði seinni hálfleikinn frábærlega og er að gera eitthvað sem margir töldu óhugsandi. Það er tilkall til þess að taka hornastöðuna af sjálfum fyrir- liðanum. Það lekur af honum sjálfs- traustið og nýtingin hefur verið góð. Himnasending Bjarki Már Gunnarsson hefur komið eins og himnasending úr stúkunni í Metz og átti aftur geggj- aðan leik í vörninni. Átti ekki að fá að spila en hefur svarað fyrir sig eins og höfðingi. Hann á mikið hrós skilið. Nú fær íslenska liðið æðislegt verkefni um helgina. Leikur gegn heimamönnum á knattspyrnu- leikvanginum í Lille þar sem sett verður nýtt met yfir flesta áhorf- endur á HM. Von er á 28 þúsund áhorfendum. Vonandi ná strákarnir að halda áfram að bæta sig og stríða heimsmeisturunum rækilega. Henry B. Gunnarsson henry@frettabladid.is 2 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 0 -3 A 5 0 1 C 0 0 -3 9 1 4 1 C 0 0 -3 7 D 8 1 C 0 0 -3 6 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.