Fréttablaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 22
„Ég hefði sennilega valið
mér annað viðurnefni. Chem-
istry-Kate hljómar ágætlega en
Efnafræði-Kata stuðlar ekki eins
vel. Annars þýðir lítið að hugsa
út í þetta núna því viðurnefnið
Sprengju-Kata er alveg pikkfast
við mig,“ segir Katrín Lilja Sig-
urðardóttir, efnafræðingur og einn
öflugasti meðlimur Sprengjugeng-
is Háskóla Íslands undanfarin ár,
spurð út í viðurnefni sitt.
Katrín kennir efnafræði við
Háskóla Íslands og leggur mikinn
metnað í að kynna töfra efnafræði
og vísinda fyrir krökkum og ungu
fólki. Bæði með Sprengjugenginu
og á sjónvarpsskjánum með Ævari
vísindamanni. Hún heillar áhorf-
endur með ákafa sínum og segist
breytast í „eldfiman karakter“ á
sviðinu.
„Á efnafræðisýningum þarf
maður gjarnan að leggja sig allan
fram við að halda athygli áhorf-
enda. Í þessu hlutverki á ég það
til að fara hamförum. Ég veit ekki
hvort sprengju-viðurnefnið sé
vísun í þennan eldfima karakter
sem ég á til að breytast í þegar ég
útskýri efnafræði fyrir fólki. Núna
seinustu ár hef ég haldið mig að-
eins til hlés í Sprengjugenginu og
leyft nemendum að spreyta sig en
hef sjálf meira verið að sinna ein-
staklingsverkefnum í vísindamiðl-
un,“ segir Katrín en viðurkennir
að tilfinningin sé engu lík að sjá
unga áhorfendur gapa af undrun.
„Ég get varla lýst tilfinning-
unni þegar áhorfendur verða dol-
fallnir yfir undrum efnafræð-
innar. Ef okkur tekst að gera hóp
efnafræðinema, klædda hvítum
sloppum og með öryggisgleraugu,
að fyrirmyndum ungs fólks þá er
tilganginum klárlega náð! Næsta
sýning Sprengjugengisins verður
á árlegum opnum degi HÍ laugar-
daginn 4. mars.“
Heftaði fingur bróður síns
Katrín var forvitinn krakki sem
lét sig oft hverfa. Hún var orðin
altalandi eins árs, framhleypin
og dugleg og gaf sig ófeimin á tal
við ókunnuga. Systkinin tóku upp
á ýmsu og spurð út í skammar-
strik segir hún að það versta sem
hún hafi gert af sér hafi verið að
hefta gegnum fingur á bróður
sínum. „Reyndar bað hann mig
um að gera það, en samt, ég hefði
ekki átt að hefta,“ rifjar hún hlæj-
andi upp.
„Sem barn fékk ég mikla örvun
heima við. Í minningunni vorum
við öllum stundum að mála, púsla,
kubba, spila, föndra, lesa eða úti að
leika. Við höfðum alltaf nóg fyrir
stafni og þannig vildi ég hafa það
og vil reyndar enn. Frá fyrsta
skóladegi var ég mikill náms-
hestur og átti alltaf auðvelt með
námið enda var ég orðin læs um
4 ára aldur. Ég elskaði að læra og
stærðfræði var alltaf í uppáhaldi.“
Valin síðust í liðið
„Ég prófaði að æfa margar íþrótta-
greinar, til dæmis ballett, júdó,
sund, handbolta, körfubolta, tennis
og frjálsar en náði aldrei að festa
rætur í neinni grein. Reyndar var
ég ekki góð í íþróttum almennt og
var alltaf valin síðust í liðið í leik-
fimi í skólanum. Ég veit ekki alveg
hvað mamma var að spá þegar hún
sendi mig í ballett. Hún var senni-
lega að gera tilraun til að draga
fram kvenlegar og mjúkar hreyf-
ingar en þær var hvergi að finna,“
segir Katrín sposk.
Mótunarár í sVíþjóð
Rætur Katrínar liggja í Kópavogi.
Til sjö ára aldurs bjó hún við Foss-
vogsdalinn þar sem krakkarnir
gáfu hestum brauð og veiddu síli
í lækjum. Þá flutti fjölskyldan til
Svíþjóðar.
„Þótt ég hafi bara búið í Svíþjóð
í tvö ár voru það mikil mótunar-
ár svo mér finnst einhver hluti
af mér vera sænskur. Foreldr-
ar mínir skildu í Svíþjóð og við
börnin fórum með mömmu aftur
til Íslands. Ég er miðjubarnið af
fimm börnum hennar mömmu; á
tvær eldri systur, Möggu og Guð-
rúnu, og tvo yngri bræður, Sigga
og Pétur. Við fimm systkinin ól-
umst upp saman og það var allt-
af mikið um að vera á heimilinu.
Pabbi minn átti fimm börn úr
fyrra hjónabandi en þeim kynntist
ég ekki fyrr en á fullorðinsárum.“
óléttan endaði
unglingsárin
Katrín segir „unglingaveikina“
hafa herjað á sig og um tíma hafi
hún týnt sjálfri sér. Á unglingsár-
unum hafi móðir hennar flutt með
systkinin út á land og það hafi
jafnvel komið í veg fyrir að hún
færi út af sporinu.
„Mamma bjó með okkur á Laug-
um í Reykjadal og svo í Öxarfirði
og á Kópaskeri. Ég verð ævinlega
þakklát fyrir að eyða unglingsár-
unum í sveitinni því ég týndi að-
eins sjálfinu á þessum tíma og
hefði mögulega getað endað í
slæmum félagsskap í borginni.
Strax eftir grunnskólann gerð-
ist ég ofursjálfstæð. Fimmtán ára
eignaðist ég kærasta og flutti að
heiman. Við leigðum okkur íbúð
á Laufásvegi um tíma og ég byrj-
aði í Menntaskólanum í Reykja-
vík. Stuttu eftir að skólinn byrjaði
varð ég ólétt og eignaðist Róbert
minn um vorið. Unglingsárin mín
breyttust því fljótt í fullorðinsár,“
segir Katrín.
Hún hafi þó aldrei slegið slöku
við í skólanum. „Ég sinnti alltaf
náminu af krafti. Vísindin hafa
alltaf heillað mig og sem barn leit-
aði ég helst í fræðibækur og las
mikið. Ég lauk stúdentsprófi af
stærðfræðibraut í Versló og tók
eitt ár í stærðfræði í HÍ. Ég fann
mig ekki alveg í því námi og skipti
yfir í efnafræði. Þá loks kynntist
ég faginu almennilega og áhuginn
kviknaði.“
stór fjölskylda
„Ég á þrjú börn. Róbert hefur fylgt
mér nánast frá barnsaldri en hann
verður 18 ára í vor. Sumarrós er
10 ára og Hólmfríður 8 ára en þær
eignaðist ég báðar meðan ég stund-
aði nám við HÍ. Svo á Emil kær-
asti minn tvo syni, Tómas Nóa 14
ára og Jón Bjarna 10 ára, svo það
eru fimm börn á heimilinu þegar
mest er og mikið fjör,“ segir Katr-
ín innt efir því hvort hún eigi stóra
fjölskyldu.
„Það er alltaf eitthvað um að
vera og fjölskyldan fær alls ekki
nógu oft tíma fyrir sig. Ef það
eru ekki viðburðir, veislur eða
íþróttamót förum við kannski
saman í Kolaportið, í bíó, á skauta,
í Klifur húsið, í heimsókn eða það
sem okkur dettur í hug hverju
sinni. Mig dreymir um að komast
í fjölskylduferð til útlanda og er
búin að lofa að láta það eftir mér
á næstu misserum,“ segir Katrín.
Hún slakar þá sjaldan á yfir bók
eða hvað?
„Það eru reyndar tvær bækur
á náttborðinu núna. Önnur heitir
„The Elements of Murder: A Hi-
story of Poison“. Titillinn segir
alla söguna en bókin fjallar um
banvæn frumefni. Hin bókin er
spennusagan „Ég man þig“ eftir
Yrsu Sigurðardóttur. Seinustu ár
hef ég lesið og hlustað á sænsku
spennusögurnar eftir Lars Kepler
til að viðhalda sænskunni.“
Vigtin nálgaðist 100 kíló
Þótt Katrín hafi ekki fundið
íþróttaáhugann á æsku- og ungl-
ingsárum stundar hún útihlaup af
kappi í dag. Hún byrjaði einfald-
lega á því að fara út að skokka og
á nú að baki eitt maraþon og hljóp
Laugaveginn síðasta sumar.
„Ég fór að skokka fyrir 10 árum
síðan. Þá hljóp ég mína fyrstu 10
km í Reykjavíkurmaraþoni á 66:38
og lenti í sæti 477 í mínum aldurs-
flokki. Ég var veik af áreynslu í
viku á eftir. Eftir að ég átti Hólm-
fríði árið eftir var ég allt of þung,
nálægt 100 kílóum. Ég var með
tvö lítil börn og í krefjandi námi
í HÍ og þótt ég hafi verið lélegur
hlaupari á þeim tíma virkuðu úti-
hlaup á mig eins og gleðisprauta.
Svo gerðist það ótrúlega árið 2012
að ég sigraði í 5 km keppnishlaupi
í Öskjuhlíð. Ég sem hafði aldrei
á ævinni unnið íþróttaafrek fékk
bikar fyrir að vera fyrst kvenna í
mark! Leiðin lá bara upp á við og
ári síðar hljóp ég 10 km í Reykja-
víkurmaraþoni á 41:55 og hafnaði
í 4. sæti í mínum aldursflokki,“
segir Katrín.
„Ég lærði fljótt að náttúru-
hlaup veittu mér meiri hamingju
og fara betur með líkamann. Utan-
vegakeppnishlaup eru eitthvað svo
spennandi og róleg hlaup í nátt-
úrunni í góðra vina hópi halda geð-
heilsunni í lagi. Heiðmörk er í al-
gjöru uppáhaldi en svo er ég ný-
búin að uppgötva stígaparadísina
í Öskjuhlíð fyrir styttri hlaup. Á
seinasta ári keppti ég bæði í mara-
þoni og hljóp Laugaveginn. Til-
finningin að koma í mark eftir 7,5
klukkustunda hlaup var ólýsanleg.
Þá grét ég gleðitárum.“
skeMMtilegasta
suMarstarf í HeiMi
Árlega fer fjögurra manna sveit
úrvalsnemenda til að taka þátt
í alþjóðlegri Ólympíukeppni í
efnafræði og heldur Katrín utan
um liðið. Í sumar verður keppn-
in haldin í Taílandi og taka Ís-
lendingar nú þátt í 16. skipti.
Allir menntskælingar lands-
ins geta tekið þátt í landskeppni
sem fram fer þann 1. mars. Stiga-
hæstu nemendum er svo boðið í
úrslitakeppni í HÍ sem sker úr
um hverjir skipa Ólympíuliðið í
sumar.
„Ég hef unnið við framkvæmd
landskeppninnar og þjálfun liðs-
ins í sex ár og hef tekið algjöru
ástfóstri við keppnina. Þarna
tengjast vísindamenn framtíð-
arinnar vináttuböndum og leggja
grunninn að alþjóðlegu vísinda-
samstarfi síðar meir. Alþjóðlega
Ólympíukeppnin fer fram í júlí
ár hvert svo að strax eftir próf-
lok í skólunum fara nemendur í
skemmtilegasta sumarstarf sem
hægt er að hugsa sér – að læra
efnafræði,“ segir Sprengju-Kata.
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Katrín og Emil með öll börnin, Tómas Nóa, Hólmfríði, Jón Bjarna, Róbert og Sumarrós.
„Ég veit ekki hvort sprengju-viðurnefnið sé vísun í þennan eldfima karakter sem ég
á til að breytast í þegar ég útskýri efnafræði fyrir fólki.“
Ellefu ára gömul. „Mig minnir að tískan
hafi nú ekki verið svona heldur hafi
þetta verið mjög misheppnuð tilraun til
að vera töff.“
„Ég veit ekki alveg hvað mamma var
að spá þegar hún sendi mig í ballett.
Hún var sennilega að gera tilraun til
að draga fram kvenlegar og mjúkar
hreyfingar en þær var hvergi að finna.“
fólk er kynningarblað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
ÚTgEfaNdi: 365 MiðlaR | ÁByRgðaRMaðuR: Svanur Valgeirsson
uMSJóNaRMENN EfNiS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
SöluMENN: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
2
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
0
0
-3
5
6
0
1
C
0
0
-3
4
2
4
1
C
0
0
-3
2
E
8
1
C
0
0
-3
1
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K