Fréttablaðið - 20.01.2017, Blaðsíða 26
„Ég fór fyrst til Parísar rúmlega
tvítug eftir að hafa legið í bókum
um líf Hemingways, Fitzgeralds
og þeirra allra í París á 3. og 4.
áratug síðustu aldar. Sú heimsókn
var sjokk lífs míns: allt var hræði-
lega skítugt, Signa var drullupoll-
ur og fólkið ótrúlega fjandsam-
legt,“ segir Friðrika sem var lengi
að jafna sig á því sjokki. Eftir að
hafa lesið Minningabók Sigurðar
Pálssonar og Parísarhjólið hans
ákvað hún þó að gefa borginni
annan séns árið 2009. „Það var
eins og við manninn mælt, ég varð
ástfangin af París á augabragði og
hef síðan farið þangað á hverju ári
– stundum tvisvar.“
Sleppir túriStaStöðum
Friðrika segir París hafa allt
sem nokkurn gæti dreymt um að
finna í einni borg. „Söguleg minn-
ismerki, fagrar byggingar, rót-
gróna menningu, glæsileg lista-
söfn og dásamlegt mannlíf.“ Hún
bendir á að þó flestir vilji sjá Eif-
felturninn, Louvre, Sacré Coeur
og Notre Dame, séu túristaraðirn-
ar við þau kennileiti mjög óáhuga-
verðar. „Þannig að ég mæli frek-
ar með því að fólk fari á Musée
d’Orsay, Picasso-safnið, í graf-
hvelfingu Napóleons eða, það sem
ég geri alltaf, sleppi öllum túrista-
stöðum og gangi meðfram Signu
eða slaki á í Lúxemborgargarðin-
um og þó allra helst á einhverju af
þeim dásamlegu kaffihúsum sem
borgin hefur upp á að bjóða. Það
jafnast ekkert á við að sitja á gang-
stétt kaffihúss í París og fylgjast
með mannlífinu.“
Kom henni eitthvað á óvart við
borgina? „Hafandi legið í bókum
sem gerast í París allt mitt líf
kom kannski ekki margt beinlín-
is á óvart, nema þá helst hvað fólk
var almennt kurteist og yndislegt
þrátt fyrir orðspor um hið gagn-
stæða. Franskir þjónar eru úthróp-
aðir fyrir skort á þjónustulund,
hroka og dónaskap en mín reynsla
er sú að ef þú býður góðan dag –
á frönsku auðvitað – og biður um
að vera vísað til sætis, í stað þess
að hlamma þér niður og byrja að
veifa öllum skönkum, eru þeir ekk-
ert nema ljúfmennskan.“
Ódýrara í 20. hverfi
Friðrika er þekkt fyrir góðan
tískusmekk. Hvernig er að versla
í París? „París er stórborg sem
býður verslunarþyrstum allt sem
hugurinn girnist, allt frá hátísku-
fatnaði til drasls og djönks svo
það fer eftir því eftir hverju fólk
sækist hvar best er að bera niður.
Rue de Rivoli er þekkt verslunar-
gata með öllum keðjunum sem við
þekkjum og líka Rue de Rennes
uppi í 14. hverfi. Í Mýrinni úir og
grúir af ungum hönnuðum og alls
kyns dásemd og að þar er virki-
lega skemmtilegt að versla. Ef fólk
vill spara sirka helming fer það út
í 20. hverfi eða upp í 18. þar sem
allt er undantekningalaust nærri
helmingi ódýrara en niðri í bæ.“
aldrei vondur matur
Franska eldhúsið er heimsþekkt
en hvar er best að borða í París?
„Aftur snýst það bara um eftir
hverju þú sækist. Ég hef aldrei
fengið vondan mat í París. Sleppið
samt stöðum sem bjóða upp á túr-
istamatseðla á slikk, þeir eru yfir-
leitt ekki góðir. Finnið staðinn sem
er fullur af Parísarbúum úr hverf-
inu og þið eruð örugg um góða upp-
lifun.“
Friðrika er að lokum beðin um
að rifja upp sína bestu minningu
úr borginni. „Úff, þær eru allt-
of margar. Allt frá frönskum ka-
barett þar sem áttræður Amer-
íkani og átján ára japönsk snót
voru borðfélagarnir til dásam-
legs dinners á Clos erie des Lilas,
að ógleymdri andaktugri upplif-
un af impressjónistunum í Musée
d‘Orsay.
Þetta er nú bara það sem mér
dettur fyrst í hug en í raun og veru
eru eiginlega bara allar minning-
ar frá París góðar. Annað er ekki
hægt.“
Það var eins og
við manninn mælt,
ég varð ástfangin af París
á augabragði og hef síðan
farið þangað á hverju ári
– stundum tvisvar.
Friðrika Benónýsdóttir
Sólveig
Gísladóttir
solveig@365.is
allar minningar frá paríS gÓðar
Friðriku Benónýsdóttur blaðamanni leist alls ekki á París þegar hún kom þangað fyrst. Í dag er París hennar
uppáhaldsborg sem hún heimsækir að minnsta kosti einu sinni og jafnvel tvisvar á ári.
Friðrika Benónýsdóttir.
Í stað þess að þræða hina týpísku túristastaði mælir Friðrika með rölti meðfram Signu eða slökun í Lúxemborgargarðinum.
Í dag er fyrsti dagur þorra og
bóndadagur. Margir karlmenn
hafa væntanlega verið vakt-
ir í morgun með morgunverði
í rúmið og fallegri gjöf sem er
sniðin að þeim. Þeir makar sem
hafa hins vegar ekki verið jafn
fyrirhyggjusamir og eiga eftir
að græja eitthvað fyrir bónd-
ann hafa enn tækifæri til að slá í
gegn. Hér eru nokkrar hugmynd-
ir að góðum gjöfum sem hægt er
að færa hinum heittelskaða síðar
í dag eða kvöld.
Fyrir heilsuáhugamanninn: góðir
æfingaskór, heilsuúr, mann-
broddar undir hlaupaskóna.
Fyrir útivistarmanninn: ullar-
nærföt, bakpoki, eiturefnafrír
vatnsbrúsi.
Fyrir nautnasegginn: gómsæt steik
í matinn, koníak, gjafabréf í
nudd.
Fyrir snyrtipinnann: rakspíri,
slaufa, skrautlegir sokkar.
Fyrir tækjagúrúinn: nýr tölvu-
leikur, linsa á myndavélina,
verkfærasett eða borvél.
Að auki er alltaf klassískt að
kaupa þorrabakka og bjór eða
bjóða kallinum út að borða á
góðan veitingastað.
Dekrað við
bónDann
Uppáhaldsborgin
Nýjar vörur
2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
2
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
0
0
-2
6
9
0
1
C
0
0
-2
5
5
4
1
C
0
0
-2
4
1
8
1
C
0
0
-2
2
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K