Fréttablaðið - 20.01.2017, Side 8

Fréttablaðið - 20.01.2017, Side 8
ÞORRINN ER KOMINN Í KJÖTBORÐ NÓATÚNS Pantið þorraveisluna á www.noatun.is Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.is sjávarút vegu r Frumkvöðla- fyrirtækið Codland ehf. og fjögur af stærstu útgerðarfyrirtækjum lands- ins munu byggja og reka verksmiðju á Reykjanesi sem nýtir hráefni frá sjávarútvegi sem annars nýtist illa eða ekki hérlendis. Viljayfirlýsing liggur fyrir um svokallað Heilsuvöru- hús á Reykjanesi þar sem þróun og framleiðsla fer fram. Heildarkostn- aður verkefnisins er áætlaður um einn milljarður íslenskra króna. Í fyrstu er reiknað með að aðal- framleiðsluvara Heilsuvöruhúss verði kollagen-prótein unnið úr fiskroði. Afurðin verður meðal ann- ars notuð í heilsufæði, fæðubótar- efni, snyrtivörur og lyf. Nýtt verður orka frá Reykjanesvirkjun enda verður verksmiðjan sett upp í næsta nágrenni við virkjunina, ef áætlanir ganga eftir. Heilsuvöruhús er í eigu HB Granda, Samherja og fyrirtækjanna Vísis og Þorbjarnar í Grindavík sem eiga Codland. Áætlað er að Heilsu- vöruhúsið taki til starfa í byrjun árs 2018, en fyrsta skóflustungan verði tekin á vormánuðum. Með þátttöku fjögurra öflugra sjávarútvegsfyrirtækja er hráefnis- öflun Heilsuvöruhússins tryggð, segir Tómas Þór Eiríksson, framkvæmda- stjóri Codlands. „Við munum vinna úr fjögur þúsund tonnum af fisk- roði á ári sem gefur okkur 400 tonn af kollageni. Slíkt magn nýtist ekki innanlands og mikið er því ætlað til útflutnings, en möguleikar til nýt- ingar hér innanlands eru fjölþættir í framtíðinni.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma voru fyrstu skref þessa verkefnis tekin árið 2012 í samstarfi Íslenska sjávarklasans og Collagen ehf., sem hóf þá samstarf við fyrir- tæki á Spáni við að vinna kollagen úr fiskroði. Þá strax var stefnt á að reisa verksmiðju á Reykjanesi á vegum Codlands, svo Heilsuvöruhús er í raun lyktir þess samstarfsverkefnis Sjávarklasans og Collagen. Heilsuvöruhús krefst ekki margra starfsmanna, heldur skapast hátæknistörf og þróun fullvinnslu í sjávarútvegi á Íslandi tekur stórt skref um leið. Hröð þróun hefur orðið í framleiðsluaðferðum kolla- gens á síðustu árum og eftirspurn eftir vistvænum afurðum á þessu sviði hefur aukist jafnt og þétt um allan heim. „Þau fyrirtæki sem sameinast um þetta telja að hægt sé að samnýta þá sérþekkingu sem þarna er til staðar og skapa verðmæti sem skila aðgangi að nýjum mörkuðum,“ segir Tómas Þór. „Við erum mjög spennt fyrir að þróa okkar eigin vörur, eins og drykkinn okkar Alda Iceland. Við gerðum auk þess samstarfssamn- ing við Mjólkursamsöluna um að kanna hvernig kollagen blandast við mysupróteinið þeirra. svavar@frettabladid.is Verðmæti úr 4.000 tonnum af roði unnin með grænni orku Fjórar af stærstu útgerðum landsins koma að verksmiðju sem nýtir aukaafurðir frá fiskvinnslu. Kollagen úr fiskroði verður fyrsta afurðin. Efnið nýtist í heilsufæði, fæðubótarefni, snyrtivörur og lyf. Milljarður fer í upp- byggingu. Heilsuvöruhús, eins og það er kallað, útheimtir ekki fjölda starfsmanna en hátæknistörf skapast. Framleiðsla innan- lands skapar tækifæri l Með kollagenframleiðslu innan- lands skapast fjölmörg tækifæri til frekari atvinnuþróunar sem byggist á efninu. l Í þessu samhengi má nefna að vörur íslenska fyrirtækisins Ker- ecis, sem hefur höfuðstöðvar sínar á Ísafirði, innihalda kollagen og Omega3-olíur úr fiskroði. Þær nýtast í sárameð- ferð meðal annars. l Fyrirtækið Ankra, sem er með aðsetur í húsi Sjávarklasans, hyggst markaðssetja snyrti- vörur og fæðubótarefni úr kollageni. l Sjávarleður á Sauðárkróki fram- leiðir tískuvörur úr roði – auk hugmynda um fóðurfram- leiðslu úr fiskroði. Áferð kollagenduftsins verðmæta má líkja við sykur, en það gefur mikla möguleika til framleiðslu, ekki síst í heilsuiðnaði. Fréttablaðið/GVa Við erum mjög spennt fyrir að þróa okkar eigin vörur, eins og drykkinn okkar Alda Iceland. Tómas Þór Eiríks- son, framkvæmda- stjóri Codlands samfélag Útlendingastofnun bár- ust 1.132 hælisumsóknir í fyrra. Það eru rúmlega þrisvar sinnum fleiri umsóknir en árið 2015 þegar umsóknir voru 354. L a n g f j ö l m e n n a s t i r m e ð a l umsækjenda um vernd voru Make- dóníumenn, eða 468 talsins, og Albanar, sem voru 231. Samtals voru Makedóníumenn og Albanar um 60% allra umsækjenda. Næstir þar á eftir voru Írakar (73), Georgíu- menn (42) og Sýrlendingar (37). 73 prósent umsækjenda voru karlkyns og 27 prósent konur. Þá voru 76 prósent umsækjenda fullorðnir og 24 prósent börn. Umsóknir frá fylgdarlausum ung- mennum voru átján. – jhh Þrisvar sinnum fleiri umsóknir sveitarstjórnarmál Veltufjárhlut- fall Hafnarfjarðarbæjar í byrjun árs 2015 var svo lágt að það gefur sterk- lega til kynna að sveitarfélagið hafi verið ansi nálægt greiðsluþroti. Þetta er niðurstaða Stefáns B. Gunn- laugssonar, dósents við Háskólann á Akureyri, en ný rannsókn hans á fjár- hagslegri heilsu sveitarfélaga sýnir að mörg sveitarfélög séu mjög veik. „Niðurstöðurnar eru sláandi. Þær gefa til kynna að fjárhagsstaða íslenskra sveitarfélaga hafi oft verið slök,“ segir Stefán. Stefán notar líkan til að meta heilsu sveitarfélaga og raðar sveitarfélögum upp eftir ein- kunnum úr líkaninu. Meginástæða lélegrar einkunnar Hafnarfjarðar hafi verið slæm greiðslustaða bæjarfélagsins. „Svo lágt veltufjárhlutfall gefur sterk- lega til kynna að sveitarfélagið hafi í raun verið nálægt greiðsluþroti,“ að mati Stefáns. Í rannsókn Stefáns skoðar hann einnig hvort fjölmenn sveitarfélög séu betur á sig komin andlega sem og að skoða hvort sveitarfélög landsbyggða séu öðruvísi en höfuð- borgarinnar. Rannsóknin gefur til kynna að litlu sveitarfélögin standi betur en þau stærri. Þau fá hærri einkunn en þau stærri. Hins vegar var ekki mark- tækur munur á einkunn sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Stefán mun kynna rannsókn sína í Háskólanum á Akureyri í hádeginu í dag. – sa Hafnarfjörður var nálægt greiðsluþroti árið 2014 samgöngumál Lokið verður við að grafa Vaðlaheiðargöng í lok febrúar þegar gert er ráð fyrir að borgengi Ósafls slái í gegn. Er þá líklegt að hægt verði að opna göngin fyrir umferð í byrjun árs 2018. Verkefnið hefur hingað til gengið brösuglega þrátt fyrir kröftuga byrjun. Stríður straumur heits vatns Eyjafjarðarmegin hefur torveldað starfsmönnum að vinna við ganga- gröft og bæði bergsig og kalt vatn hefur tafið vinnu að austanverðu, Fnjóskadalsmegin. Umferðarmet hafa verið slegin ítrekað á landinu síðustu þrjú ár og hefur umferð um Norðausturland aukist gríðarlega í takt við aukinn straum ferðamanna til landsins. Göngin koma í stað Víkurskarðs, sem lokast iðulega á vetrum. – sa Stefnt á að slá í gegn í febrúar Vaðlaheiðargöng verða tilbúin innan árs. Fréttablaðið/auðunn Niðurstöðurnar eru sláandi. Stefán B. Gunn- laugsson, dósent við Háskólann á Akureyri. 2 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 f ö s t u D a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 0 0 -3 F 4 0 1 C 0 0 -3 E 0 4 1 C 0 0 -3 C C 8 1 C 0 0 -3 B 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.