Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 30.06.2016 FERÐALÖG 30|06|16 Útgefandi Árvakur Umsjón Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Blaðamenn Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sigurður Sigurðarson sigurdur.sigurdarson@simnet.is Líney Sigurðardóttir lineysig@simnet.is Auglýsingar Auglýsingadeild Morgunblaðsins augl@mbl.is Forsíðumynd Sigurður Sigurðarson Prentun Landsprent ehf. Heiðmörkin er bakland borgarinnar og býður upp á marga útivistarmöguleika. 4 Langanesið er áhugaverður staður að sækja heim. 18 Andstæðurnar mætast í náttúrunni í Hattaveri. 8 Drangaskörðin búa yfir dul- úð úr fjarskanum séð. 20 D yrfjöll sjást víða að og vegna skarðsins sem nefnt er Dyr vekja þau athygli um nær allt Fljótsdalshérað. Fjöllin eru há og afar svipmikil, Dyrfjallstindur er 1.137 m hæð. Sjálfar Dyrnar eru í 856 m hæð. Að öllum líkindum hefur skriðjökull brotið fjallið og myndað skarðið fyrir árþúsundum. Brotin úr fjallinu féllu þá ofan á jökulinn og smám saman bar hann þau fram. Síðar hörfaði hann, bráðnaði og hvarf, og urðu þau þá eftir og þannig var Stórurð til. Raunar er Stórurðardal- ur mjög reglulega lagaður, mótaður af sama skriðjöklinum. Margar gönguleiðir eru á Dyrfjöll. Hægt er að ganga á ytri fjöllin, það er Dyrfjallatind, Súl- ur. Það síðarnefnda er afar tilkomumikið en gengið er þá frá Borgarfirði eystri. Frá réttinni sunnan við Bakkagerði eru um fimm kílómetrar upp á Dyrfjallatind, um fjögurra tíma gangur. Leiðin er nokkuð erfið en fagurt útsýni er af tindinum. Stórurð vekur flestum áhuga enda stór- fenglegur staður. Um sex kílómetra góð göngu- leið er frá þjóðveginum í Vatnsskarði og í Stórurð. Bílastæði er nálægt vatninu í skarðinu og nokkuð greinileg slóð upp og með fjallinu fyrir ofan, Geldingafelli, um Geldingaskörð og suður með Súlum. Þegar komið er fyrir Súlur er útsýnið til Dyr- fjalla bókstaflega stórbrotið. Þarna blasa við Dyrnar og fyrir neðan er Stórurð. Yfirleitt er mikill snjór í fjöllunum og einnig á gönguleið- inni. Skaflinn niður hlíðar dalsins og að urðinni getur verið brattur og jafnvel erfiður niður á við, sérstaklega ef kalt er í veðri. Magnað er að koma í Stórurð í góðu veðri og björtu. Raunar er það svo að göngumaðurinn er nær agndofa yfir náttúrunni sem er við það að hvolfast yfir hann. Fegurðin er mikil og hann veltir fyrir sér þeim ógnarátök sem urðu hér forðum daga er jökullinn tókst á við fjallið og bar björgin úr því meira en einn kílómetra niður eftir dalnum og skildi þau þar eftir. Borgarfjörður eystri er síðan stórmerkilegur staður sökum fegurðar fjölda líparítfjalla. Þar er einnig mikil ferðaþjónusta. Leiðsögumenn eru nokkrir og fáanlegir til að fara með göngu- hópa í Stórurð, á Súlur eða Dyrfjallatind og víð- ar. Tilvalið er að nýta sér þaulkunnuga heima- menn í svona ferðum. Hér er vakin athygli á vefsíðunni borgarfjordureystri.is en þar má fá margvíslegar upplýsingar og fróðleik um Dyr- fjöll sem og gönguferðir um Víknaslóðir. Þar að auki er boðið upp á dagsettar ferðir á staði sem göngumenn sækjast eftir að sjá. Nefna má Dyr- fjöll, Stórurð og Víknaslóðir. Mjög gott tjaldsvæði er á Bakkagerði, gisti- hús og matsölustaðir. sigurdur.sigurdarson@simnet.is Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson Á brattann Margar gönguleiðir eru á Dyrfjöll og eru þær margar tilkomumiklar. Hér er göngufólk með Dyrnar í baksýn. Svipmikil fjöll og stórbrotið útsýni Mikil náttúrufegurð er við Dyr- fjöll og Stórurð. Tilvalið er að nýta sér þaulkunnuga heima- menn til leiðsagnar í ferðum. Gönguleið Dyrfjöll og Stórurð Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson Bakhliðin Norðan við Dyrfjöll. Íslenska sumarið er ævintýri líkast og þá er gaman að vera á ferðalagi. Við höfum líka öll gott af því að komast að minnsta kosti annað veifið í nýtt umhverfi, enda er það gott fyrir sálina. Og þá er líka alveg gráupplagt að nota sólríka dagana til að kanna nýjar slóðir og njóta lífsins. Og nú er einmitt ein mesta ferðahelgi ársins að ganga í garð og alveg tilvalið að bregða undir sig betri fætinum og fara á flakk. Í þessu blaði segir meðal annars frá fjölmörgum áhuga- verðum gönguleiðum víða um landið. Að arka upp um fjöll og firnindi er íþróttir við flestra hæfi. Fyrirhöfnin er raunar sama og engin. Ekki þarf annað en binda á sig góða skó, fara í flíspeysu og leggja á brattann. Þegar komið er á hæsta hjalla má svo segja að sigur sé unninn; hæfileg áreynsla er góð fyrir líkamann og fyrir sálina er sælt að sigra tindinn. Hugurinn hreinsast og verkefni sem virtust torfæra verða auðleyst. Víða er stungið niður staf í þessu blaði – og segja má að land- ið allt sé undir. Góða ferð! Sigurður Bogi Sævarsson Kanna nýjar slóðir og njóta lífsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.