Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 30.06.2016, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 U mhverfi Hattvers er stór- fenglegt land sem í marg- breytileika sínum getur verið bæði bjóðandi og storkandi. Litafegurðin er afar mikil og allt í senn svo fíngert og aðlaðandi að undrum sætir en um leið afar mikilfenglegt. Jafnframt er það víða svo gróft og illi- legt að göngumönnum hreinlega bregður. Ég hef nokkrum sinnum komið á þessar slóðir og oftast farið fyrir litlum hópum sem aldrei hafa litið staðinn augum nema á ljósmyndum. Viðbrögð fólks eru alltaf eins: Taum- laus hrifning sem vex eftir því sem ferðin dregst á langinn og það gerir hún jafnan því það er svo margt sem glepur. Og minningin og myndirnar … Fjölmargir gangvegir liggja í Hatt- ver. Hér er einum lýst. Lagt er upp frá Landmannalaugum og er göngu- leiðin um það bil átta kílómetra löng. Fyrir flest göngufólk tekur gangan vart meira en þrjár klukkustundir, aðra leiðina. Gengið er í suðaustur frá Land- mannalaugum, sunnan við Reykja- koll, fyrir mynni Brandsgils og þar upp á lítinn fjallshrygg. Stikurnar eru ekki þéttar og því betra að hafa aug- un hjá sér. Hálfkúlulaga fjall sem nefnist Skalli er mikilvægt kennileiti á göngunni. Það rís nokkuð hátt yfir umhverfið og sést víða að. Þarna skil- ur leiðir, sú stikaða er í vestur en við förum niður í Hattver. Af Skalla er víðsýnt yfir Hattver, innsta hluta Jökulgils og til Torfajök- uls. Þarna blasir við einstaklega heillandi landslag, sérstaklega þegar sól skín í heiði. Þá er eins og landið sé allt úr gulli. Gengið er niður fallegan, marglitan fjallsrana sem er örmjór, brattar hlíð- ar til beggja handa. Hann er nefndur Uppgönguhryggur og smálækkar eftir því sem lengra dregur og loks er gengið af honum ekki langt frá sjálf- um Hatti. Þegar þarna er komið sögu er ágætt að leita að góðum stað til að matast og hann finnst fljótt. Hattver er eiginlega ekkert annað en lítill gróðurblettur undir svörtum Hatti. Þarna í innsta hluta Jökulgils er afar fagurt og um margar leiðir að velja. Héðan er gengið í Stóra- Hamragil. Nokkurt torleiði er þangað því Jökulgilskvísl tálmar för og því verður að klöngrast upp brattar líp- arítbrekkur nálægt Hatti. Þaðan er stutt í gilið sem þrengist eftir því sem innar dregur. Stórt bjarg stendur þrástöðu við lækinn innarlega í gilinu og þar skammt fyrir innan er brött en fær gönguleið upp eftir hlíðinni. Uppi er komið að „Gullfjallinu“ sem sumir nefna svo. Líparítbjarg sem endurvarpar sólargeislunum rétt eins og af gulli. Norðvestan við það er brött leið upp á fjallsöxlina. Þar er aftur komið inn á stikaða gönguleið enda ekki langt í Skalla og ekki langt inn á gönguleiðina milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Gera má ráð fyrir að þegar komið er aftur í Landmannalaugar hafi ró- leg og þægileg gangan tekið um það bil tíu klukkustundir og um tuttugu km eru að baki. sigurdur.sig- urdarson@simnet.is Gönguleið Hattver Ljós og skuggar – Fíngert og gróft Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson Andstæður „Litafegurðin er afar mikil og allt í senn svo fíngert og aðlaðandi að undrum sætir en um leið afar mikilfenglegt.“ Hattver eru í nágrenni Landmannalauga. Þar eru miklar andstæður í litum og umhverfi. Gönguleiðir Margir gangvegir liggja í Hattver fyrir göngufúsa ferðalanga. Litadýrð „Hattver er lítið annað en lítill gróðurblettur undir svörtum Hatti.“ Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst LOFTNET FYRIR FERÐABÍLA, HJÓLHÝSI OG FELLIHÝSI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.