Morgunblaðið - 30.06.2016, Side 12

Morgunblaðið - 30.06.2016, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 M óskarðshnúkar eru litfagrir, af þeim glampar eins og gulli enda er aðalbergteg- undin hið bjarta líparít. Fyrir neðan bæinn Hrafnhóla sem er við Leirvogsá liggur vegur inn að litlu sumarhúsahverfi. Vegurinn er ekki góð- ur en með lagni fær fólksbílum. Hann liggur að Skarðsá og þar er best að leggja þó að þarna sé ekki almennilegt bílastæði. Móskarðshnúkur heitir austasti og hæsti hnúkurinn. Hann er 807 metra hár. Vestan við hann heitir Móskarð en ekki eru allir sammála því og telja að Móskarð sé frekar nafn á Svínaskarði en það er á milli hnúkanna og Skála- fells. Þar um var forðum þjóðvegur þeirra sem fóru vestur og norður á land. Frá ánni er gengið upp gróðursælar lyngbrekkur. Þarna hefur markast greinilegur göngustígur, sem er miður því hann grefst smám saman niður. Stígurinn er hægra megin við hnúkinn gráa sem raunar heitir Gráhnúkur. Fyrir neðan Móskarð er djúpt gil, sem göngumaðurinn verður ekki var við fyrr en hann er næstum kominn að því. Fyrir ofan Gráhnúk er greinilegur göngustígur upp í skarðið og er best að fylgja honum. Þar er góð leið upp á Móskarðshnúk. Uppi er tiltölulega lítið pláss og það sem mest kemur á óvart er að tind- urinn er tvöfaldur. Hinn samvaxni sí- amstvíburi er aðeins lægri og nyrðri. Í norður gengur svo fjallið Trana, fjall sem fæstir vita af nema kannski Kjós- verjar og göngumenn á Móskarðs- hnúka. Áfram er haldið og nú aftur niður í Móskarð. Vanalega er sama leið farin niður en ekki í skriðurnar eins og svo margir gera og þar hefur því miður myndast stígur sem er lýti á fjallinu. Haldið er svo upp á næsta tind sem er nokkuð frábrugðinn Móskarðshnúk, bæði lægri og klettóttari. Tilsýndar eru þessir tveir tindar hæstir og tignarleg- astir. Skörðin þar fyrir vestan eru grynnri og ekki eins erfið yfirferðar. Sjálfsagt er að ganga að Lauf- skörðum enda er þar afar fallegt og stórkostlegt útsýni yfir norðurhlið Móskarðshnúka. Sumir halda áfram og ganga um hina heillandi leið út á Esju, fyrir Þverárdal og á Hátind. Þaðan er gengið niður á Þverárkotsháls. Þessi leið, merkt með blárri punktalínu á kortinu, er afar til- komumikil og tekur um þrjá til fjóra tíma að fara hana. Þar af leiðandi er brýnt að hafa vatn og nesti meðferðis. sigurdur.sigurdarson@simnet.is Gönguleiðir – Móskarðshnúkar Fjallganga í nágrenni borgarinnar Stórkostlegt útsýni er yfir norðurhlið Móskarðshnúka. Móskar!shnúkur Móskar! Gráhnúkur Laufskör! "verárdalur Þverá alur Laufs rð Gráh kur Mós rð Móskarð núkur N ú um mitt sumar ætti að vera orðið fært fyrir ökumenn í Holuhraun. Staðurinn er undraveröld á einum af- skekktasta stað landsins, náttúra sem eldsumbrot sem stóðu frá í ágúst 2014 fram í mars á síðasta ári sköp- uðu. Til skamms tíma hefur þarna mátt finna hita í hrauninu og stutt er niður á glóð. Rætur þessara hamfara voru í Bárðarbungu á Vatnajökli sem enn skelfur svo ýmislegt gæti gert á þessum slóðum í framtíðinni. Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs hafa aðsetur við Drekagil í Dyngju- fjöllum og sinna þaðan landvörslu. Frá hringveginum, Hrossaborg við Grímsstaðabrúna á Jökulsá á Fjöll- um, eru 115 kílómetrar í Dreka og þaðan svo 15 kílómetra leið að Holu- hrauni. Til skamms tíma hefur vatn runnið undan brún hraunsins og þar var í fyrrasumar- og er hugsanlega enn – hægt að baða sig í snarpheitu vatni og láta ferðaþreytu líða úr kroppnum. Mikilvirk eldstöð í Dyngjufjöllum Á leiðinni frá hringveginum til suðurs inn á hálendið eru margir áhugaverð- ir staðir. Náttúrufegurð í Herðu- breiðarlindum er einstök, þar sem tærar lindir spretta fram og í baksýn er drottning íslenskra fjalla, sjálf Herðubreið. Nokkru sunnar eru Dyngjufjöll, hin mikilvirka eldstöð þar sem Askja er í miðdepillinn. Mik- ið eldgos í Öskju árið 1875 og öskufall því samfara skertu skilyrði til bú- skapar á Norður- og Austurlandi mikið og átti það stóran þátt í því að þúsundir Íslendinga héldu vestur um haf og settust þar að, flestir í Kanada. Þá gaus í svonefndum Vikraborgum við Öskju árið 1961. Ágætur vegur er frá Drekagili að Vikraborgum – það- an sem er gönguleið að gígnum Víti og sjálfu Öskjuvatni. sbs@mbl.is Undraveröld á öræfum Herðubreiðarlindir, Askja og Holuhraun eru áhuga- verðir staðir, en langt frá mannabyggðum. Holuhraun Það er eins gott að horfa niður fyrir sig þegar gengið er um nýrunnið Holuhraunið. Útivist Askja sogar til sín ferðafólk. Herðubreiðarlindir Staðurinn er undraveröld á einum afskekktasta stað landsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðamannastraumur Fullar rútur af fólki sem flykkist upp á hálendið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.