Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.06.2016, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2016 MORGUNBLAÐIÐ 21 Njóttu sumarsins það gerist ekki betra með úrvals vörum - heitar og kaldar sósur með öllum mat. Í bígerð er að reisa nýja þjónustu- miðstöð á Þingvöllum í stað þeirrar sem nú er á svonefndum Leirum. Þetta er í samhengi við áætlanir Vegagerð- arinnar að leggja nýjan veg af gjárbarmi nokkru ofar þar sem kæmi ný tenging inn á Uxahryggjaleið. Á nýjum krossgötum yrði því ný miðstöð fyrir gesti og gang- andi. Þetta kom fram í máli Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfisráðherra og for- manns Þingvallanefndar, sem fór fyrir fræðslugöngu þar eystra síðastliðið fimmtudagkvöld. Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við byggingu nýs gestaskála á Hakinu, það er við suðurenda Almannagjár. Stefnt er að opnun stofunnar á næsta ári, þar sem verð- ur fræðsluaðstaða og stafræn sýning um helstu megindrætti í náttúru og sögu Þing- valla. Einnig er ráðgert að reisa veitinga- hús á Hakinu og leggja þaðan gönguleiðir með tengingu við Hestagjá og svonefndan Valhallarreit. „Ég er ekki í vafa,“ segir Sigrún „að þetta yrði skemmtilegur göngu- hringur um söguríkar gjár og grundir“. Sigrún Magnúsdóttir greindi einnig frá hugmyndum um hús þings og þjóðar á Völlunum, sem hún kallar svo. „Þetta hús yrði stoð þegar stórar útihátíðir eru haldn- ar á Þingvöllum eins og 2030 og ef til vill þegar árið 2018, þegar 100 ár eru liðin frá því Íslendingar fengu heimastjórn. Húsið mætti vera þannig að unnt væri að setja Alþingi þar á haustin. Svona hús og útisvið er alveg nauðsynlegt fyrir árið 2030, en þá eru 1.200 ár frá stofnun Alþingis,“ segir formaður Þingvallanefndar. sbs@mbl.is Þjónustumiðstöð á Þingvöllum verði á nýjum stað Ýmsar framkvæmdir eru í bí- gerð og undirbúningi á helgi- stað þjóðarinnar. Morgunblaðið/Eggert Fjölmenni Ferðamenn á Þingvöllum á leið niður Almannagjá, en þar er oft margt um manninn. Það er örstutt af Suðurstrandarvegi fyrir austan Grindavík að Krýsuvíkur- bergi. Þetta er einn fárra staða við suðurströndina þar sem er reglulegt og formsterkt bjarg – og hér kraum- ar lífið. Að gera sér erindi á þessar slóðir er vel þess virði, og leiðin er fær öllum á vel útbúnum bílum. Krísuvíkurberg er reglulegt og form- fagurt, um 7 km langt. Á nokkrum stöðum ganga hér fram klettar og nibbur. Mikið fuglalíf er í bjarginu, þar sem eru rita, langvía, álka, stutt- nefja og fýll sem sveimar við vegg- inn. Krýsuvíkurberg er í Reykjanesfólk- vangi sem nær yfir sunnanverðan Reykjanesskaga. Þetta svæði er um 300 ferkílómetrar og er það stærsta sinnar gerðar á Íslandi. Landið þarna þykir, segir á vefnum visitreykjavik- .is, kjörið til útivistar en meðal áhugaverðra staða þar eru Krýsuvík, Seltún, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Búrfell og Búr- fellsgjá, Stóra-Eldborg og Brenni- steinsfjöll. Bergið við suðurströnd Morgunblaðið/Árni Sæberg Litir Krýsuvík er vinsæll staður. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vinsæl Margir heimsækja Krýsuvík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fuglaparadís Krýsuvíkurberg er eitt stærsta fuglabjarg landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.