Morgunblaðið - 14.07.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 14.07.2016, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 2016 Í safjarðarbær er alþjóðlegt sam- félag. Þar búa hundruð fólks af erlendum uppruna sem gert hefur Ísland að nýju heima- landi sínu þar sem ræturnar liggja á Ísafirði. Þessir nýbúar eru í lykilhlutverki í atvinnulífinu vestra og leggja mörgu lið. Þeirra á meðal er Isabel Alejandra Diaz sem út- skrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði 28. maí síðastliðinn með hæstu einkunn allra nemenda í íslensku, ensku, spænsku og portúgölsku. Eins og svo margir útlendingar sem flust hafa til Íslands bar Isabel hingað á öldum örlaganna og hún kom til Ís- lands fjögurra ára gömul frá El Salvador. Hér býr Isabel með ömmu sinni og afa, er fyrir löngu orðin góður Íslendingur og rík- isborgararétt fékk hún árið 2014. Góður námsárangur Isabel var í frásagnir færður á mbl.is nú í vor – en sjálf segist Isabel vera betur mælt á íslensku en spænsku sem þó er móðurmál hennar. Þessu tvennu blandar hún þó vel saman í sum- arstarfi sínu hjá Vesturferðum hvar hún meðal annars tekur á móti far- þegum sem koma með skemmti- ferðaskipum til Ísafjarðar. Skipa- fólkið fer þá gjarnan í rútuferðir um nærliggjandi svæði og sé spænsku- mælandi fólk þess á meðal segir Isabel því frá því sem fyrir augu ber. Í þessum ferðum er svo gjarn- an staldrað við í Súðavíkurkirkju eða Hólskirkju í Bolungarvík – þar sem Isabel syngur fyrir gesti. Er hún þá í íslenskum upphlut, þjóð- búningi sem hún saumaði sjálf síð- astliðinn vetur. Óskaplega skemmtilegt „Mér finnst söngurinn óskaplega skemmtilegur,“ segir Isabel. Í 20 mínútna stoppi gestanna í kirkju syngur Isabel yfirleitt þrjú íslensk þjóðlög; það er Maístjörnuna, Sofðu unga ástin mín og Ísland er land þitt. „Það eru oft 40-50 manns í hverjum hóp sem ég syng fyrir. Mér finnst fólkinu líka þetta vel; að koma í íslenska kirkju hér á fjörð- unum og heyra þjóðlegan sönginn. Þetta er skemmtilegt innlegg úr menningu þjóðarinnar,“ segir söng- konan ísfirska Isabel Alejandra Di- az. Hún er yfirleitt ein í kirkju- söngnum en stundum með vinkonu sinni; Kristínu Hörpu Jónsdóttur. Saman mynda þær og Hólmfríður María Bjarnardóttir sönghóp HIK sem kemur fram við ýmis tækifæri. sbs@mbl.is Dúxinn syngur í kirkjunum Ísland er land þitt og Isabel syngur. Tekur á móti farþegum af skemmtiskipum. Er í upphlut sem hún saum- aði sjálf í vetur. Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Líflegt Yfir sumartímann er oft mikill fjöldi ferðamanna á Ísafirði. Það fólk er af ýmsu þjóðerni sem vill njóta áhugaverðra menningar og þess sem almennt einkennir svæðið og samfélagið. Menning Ísafjarðarbær er alþjóðlegur. Isabel Alejandra Diaz má teljast góður fulltrúi fjölmargra á svæðinu. Æ tla má að góð hafnarskilyrði hafi ráðið mestu um að Ísafjörður varð verslunarstaður – sem aft- ur leiddi til þess að sótt var um kaupstaðarréttindi eins og gekk eftir. Þannig er Pollurinn í Skutulsfirði einhver besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Var henni þannig lýst árið 1780 að hún gæti rúmað allan flota konungs og væri með réttu talin ein hin fegursta og tryggasta sumarhöfn á öllu landinu. Aðrir þættir voru síðan hagstæðir þegar þilskipaútgerð og saltfiskvinnsla hófst að ráði um og fyrir miðbik 19. aldar. Landrými var nægilegt til að allnokkrar verslanir gætu starfað og á sléttri malareyrinni voru ákjós- anleg skilyrði til fiskbreiðslu og þurrkunar. Á Ísafirði stunduðu viðskipti menn af ýmsum þjóðernum þar til danska einokunarverslunin var lögfest árið 1602, þó sú verslun hafi líklega ekki verið stórfelld. Eftir það stunduðu ein- göngu danskir kaupmenn verslun og siglingar til staðarins. Frá þeim tíma eru fjögur elstu hús bæjarins, sem enn standa í Neðsta- kaupstað, byggð árið 1734-1790, segja má að þar sé nú elsta verslunarhverfi landsins. Áræði og framtakssemi Þegar útgerð og frjálsri verslun óx fiskur um hrygg á síðari hluta 19. aldar ríkti samfellt vaxtarskeið á Ísafirði fram til fyrri heimstyrj- aldar. Vafalaust átti Ásgeir Ásgeirsson í Ás- geirsverslun mikinn þátt í þessum vexti, með áræði og framtakssemi. Þá hefur það einnig haft mikil áhrif að íbúar á Tanganum, eins og neðri hluti eyrarinnar var kallaður, fengu að kjósa sér bæjarstjórn árið 1866 og ráða þannig nokkru um eigin framfaramál. Þann 16. júlí 1866 var þannig í fyrsta skipti gengið til kosn- inga um bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ og reynd- ar á Vestfjörðum yfirhöfuð. sbs@mbl.is Íbúarnir fengu að ráða eigin framfaramálum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Byggingar Húsin í Neðstakaupstað, byggð 1734 til 1790, mynda elsta verslunarhverfi landsins. Pollurinn á Ísafirði er góð höfn frá náttúrunnar hendi. Ákjósanleg skilyrði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.