Morgunblaðið - 06.08.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 06.08.2016, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hvað fjölda veiddra laxa í ám lands- ins varðar eru Ytri-Rangá og vest- urbakki Hólsár að stinga af snemma þetta sumarið en í vikunni veiddust 766 laxar á stangirnar tutt- ugu á veiðisvæðinu. Það eru um fimm og hálfur lax að meðaltali á stöng á dag og þessi góða veiði hef- ur varað undanfarnar fjórar vikur, um hundrað landað á dag að með- altali. Og enn er frábær veiði í Miðfjarð- ará, nær fimm laxar á stöng á dag, á sama tíma og veiðimenn í nágranna- ám, á Vestur- og Norðvesturlandi, kvarta yfir óbreyttu veðri í langan tíma, og úrkomuleysi, sem hafi sljóvgandi áhrif á tökugleði laxins. Sem dæmi má nefna að aðeins voru 47 laxar færðir til bókar við Norð- urá í vikunni, á stangirnar 15. Veiði- menn segja talsvert af laxi í ánni en hann tekur ekki. Og í Blöndu hægir einnig á veiðinni, 177 veiddust á stangirnar 14. Eins og síðustu vikur veiðast rúmlega tveir laxar á stöng á dag í Eystri-Rangá en á móti kemur, eins og umsjónarmaður árinnar, Einar Lúðvíksson, bendir á, er afar hátt hlutfall stórlaxa að veiðast í ánni og veiðimönnum leiðist ekki að togast á við stóra laxa. „Rosalega góð“ Einn ótalmargra veiðimanna sem hefur náð sínum stærsta laxi á land þetta sumarið er Örn Helgason, sem er staðarhaldari og mat- reiðslumeistari í veiðihúsinu við Haukadalsá í Dölum. Mjög góð veiði hefur verið í Hauku það sem af er sumri og veiddust til að mynda tæp- lega hundrað laxar á stangirnar fimm í síðustu viku. „Veiðin hefur verið rosalega góð. Svo féll áin nokkuð í vatni síðustu daga og það hafði áhrif á tökuna en síðan rigndi nokkuð, vatnið steig í gær og í dag og það hafði góð áhrif,“ segir Örn. „Veiðin er þegar um 630 laxar, sem er afskaplega gott. Heildar- veiðin í fyrra var til að mynda 670 og það var gott ár. Það er lax um alla á og mikið af laxi genginn,“ segir hann. Örn segir ána vissulega njóta góðs af Haukadalsvatni, það er eins og miðlunarlón og hefur haldið fínu vatnsrennsli í þurrkunum meðan dragár í nágrenninu hafa verið afar vatnslitlar lengi vel í sumar. Hann segir smálaxinn mest áber- andi í aflanum, eftir hrotu vænna fiska í byrjun, „en það næst einn og einn stór“. Og Örn glímdi við einn slíkan snemma í vikunni, en stöng var laus um verslunarmannahelgina og gat Örn þá veitt aðeins sjálfur en annars er uppselt í ána. Hann land- aði þá sínum stærsta laxi, 87 cm hrygnu sem tók míkróhits í Neðri- brúarstreng. „Þetta var svolítið legin hrygna,“ segir Örn. „Hún renndi sér upp úr um tveggja metra dýpi og greip hitsið; ég sá hana allan tímann vel, það var svo bjart og gott veður. Og ég sá hana með bræðrum sínum og systrum niðri í djúpinu þegar hún var lögst á meðal þeirra og ég togaðist á við hana. Hún lá og hreyfði sig ekki – ég var orðinn hræddur um að hún væri búin að krækja taumnum í eitthvað. En svo tók hún að færa sig svolítið og stýrði mér í raun í um klukkutíma, áður en ég náði að landa henni. Mér fannst hún vera að þreyta mig! Þetta var gríðarlega skemmtilegt...“ Örn segir auðvelt að vera stað- arhaldari og matsveinn við veiðiá þegar veiðin er þetta fín. „Það held- ur fólki kátu.Öll svæði eru virk í ánni, mesta virknin hefur verið á eitt og tvö en flestir pollar eru stappaðir af laxi. Og lúsugur lax er enn að veiðast svo hann er að ganga.“ Uppsveifla í Selá Laxveiðin er sýnilega að taka við sér víða á Norðausturhorninu og Austurlandi. Smálaxinn er sagður mættur í Jöklu og hafa veiðst ágæt- lega og þá má sjá að í Selá í Vopna- firði veiddust 138 á stangirnar sex í vikunni og var það gjöfulasta vika sumarsins til þessa og lax að ganga. 265 hafa veiðst í Hofsá, sem er heldur minna á sama tíma 2014 þeg- ar um 300 höfðu veiðst en betra en í fyrra, þegar veiðin var afar slök í ánni. Þá höfðu innan við 200 veiðst á þessum tíma. Síðustu viku veiddust 50 á stangirnar tíu. Loks má ekki gleyma bleikjunni. Veiðimenn hafa til að mynda veitt afar vel á Landmannaafrétti, eins og í Frostastaðavatni. „Mér fannst hún vera að þreyta mig“  Góð veiði í Haukadalsá  Ytri-Rangá komin yfir 4.000 Ljósmynd/Friðjón Rúnar Kampakátur Örn Helgason hampar sínum stærsta laxi til þessa, 87 cm hrygnu sem tók míkróhits í Haukadalsá í Dölum. Góð veiði er í ánni. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Ytri-Rangá & Hólsá (20) Miðfjarðará (10) Eystri-Rangá (18) Blanda (14) Þverá - Kjarrá (14) Norðurá (15) Haffjarðará (6) Langá (12) Laxá í Aðaldal (18) Haukadalsá (5) Víðidalsá (8) Laxá í Dölum Hítará (6) Selá í Vopnafirði (6) Elliðaárnar (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra Á sama tíma 2014 Staðan 3. ágúst 2016 2415 2527 905 2997 1460 2115 1115 1384 667 183 680 265 713 551 541 843 860 1306 1563 851 733 567 225 518 94 324 70 272 585 363 4016 2337 2154 1858 1383 1000 907 825 712 629 617 509 504 478 502 Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía Tveir ráðherrar Framsóknarflokks- ins, þau Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, funduðu í gær með Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni, formanni flokksins, á heimili hans í Garðabæ. Lilja Dögg sagði í samtali við mbl.is að á fundinum hefði verið farið yfir stöðu mála innan flokksins. „Landsstjórnin hittist í gær, búið er að ákveða miðstjórnarfund í sept- ember og miðstjórn ákveður hvort það verður flokksþing. Við vorum bara að fara yfir þessi tíðindi.“ Spurð hvort hún telji líklegt að haldið verði flokksþing í haust segir hún of snemmt að segja til um það. „Það er gott að það er komin tíma- setning á miðstjórnarfundinn og í Framsóknarflokknum er þetta allt í mjög föstum farvegi,“ segir Lilja. Þá segist hún munu tilkynna í næstu viku hvort hún gefi kost á sér til Alþingis í næstu þingkosningum, en flokksmenn í Reykjavík hafa fram til 12. ágúst til að greina frá framboði til prófkjörs. Spurð hvort hún styðji Sigmund Davíð áfram til forystu svaraði Lilja: „Sigmundur Davíð er formaður flokksins og flokksmenn styðja for- mann Framsóknarflokksins.“ Funduðu með Sigmundi Davíð  Of snemmt að segja til um flokksþing Morgunblaðið/Ófeigur Beðið eftir ráðherrum Bílar ráðherra fyrir utan hús Sigmundar Davíðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.