Morgunblaðið - 06.08.2016, Page 12

Morgunblaðið - 06.08.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum eftir verslunarmannahelgina! Morgunblaðið/Golli Leiðsögumaðurinn Steinn Ármann Magnússon hefur verið meira og minna hjólandi allan ársins hring í mörg ár. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Steinn Ármann Magnússon,leikari, skemmtikraftur oguppistandari, hefur verið áhjólum kringum túrista all- ar götur frá því hann lauk námi í Leiðsöguskólanum fyrir hartnær sex árum. „Konan eiginlega rak mig út í þetta, það var eitthvað lítið að gera í leiklistinni,“ segir hann. Fjallahjólaferðir út um hvippinn og hvappinn sem og styttri hjólreiða- túrar um borgina þar sem hann er leiðsögumaður hafa síðan nánast verið daglegt brauð auk þess sem hann fer allra sinna ferða hjólandi. Þegar hann er ekki í hlutverki leiðsögumannsins talsetur hann barnaefni og tekur annað slagið að sér ýmis hlutverk í leikhúsum, sjónvarpi og kvikmyndum. Á sunnudaginn er honum þó ekki til annarrar setu boðið en hjólasetu frekar en aðra daga vikunnar. Hjólaleiðsögn um Viðey stendur fyrir dyrum upp úr hádeginu á morgun. „Fólk bara mætir með hjólin sín í ferjuna við Skarfabakka. Eftir að lagt er að bryggjunni í Viðey verður haldið sem leið liggur í eins og hálfs tíma hjólareiðatúr,“ upplýsir Steinn Ármann, sem telur líklegt að hópurinn samanstandi mestmegnis af fróðleiksfúsum Ís- lendingum á öllum aldri. Sjálfur hefur hann vitaskuld stúderað sögu þessarar merkilegu eyju og hyggst miðla úr viskubrunni sínum á leið- inni. „Nei, ekki á meðan við hjól- um,“ svarar hann fremur hugs- unarlausri spurningu. Talar meira en hjólar „Við stoppum á völdum stöð- um. Ég tala náttúrlega meira en hjóla og hópurinn hlustar þar af leiðandi meira en hjólar. Viðey er ekkert sérstaklega vel til hjólreiða fallin, en ég er búinn að skipu- leggja leiðina og sneiði hjá grýttum jarðvegi og mýrum. Hjólaleiðin er hvorki löng né strembin og ætti að henta vel bæði hjólagörpum og öll- um sem hafa gaman af að hjóla.“ Sjónum verður ekki sér- staklega beint að náttúrufegurð eyjunnar heldur ætlar Steinn Ár- mann að hverfa með hópinn á vit fortíðar. „Stórmerkilegt hvað marg- ir bjuggu þarna á sínum tíma og lifðu af landsins gæðum. Trúlega nefni ég munkana til sögunnar, Skúla fógeta og stikla á stóru um alls konar tilraunir sem þarna voru gerðar, til dæmis með ræktun tób- aks og kúmens, og sitthvað fleira.“ Leiðsögumaðurinn Steinn Ár- mann hefur marga fjöruna sopið. Þegar Kajakafélag Reykjavíkur bað hann um leiðsögn um Viðey í fyrrasumar fylgdi með í kaupunum að róa þangað á kajak. „Ég fékk að vísu smá leiðsögn um hvernig ég ætti að bera mig að ef bátnum hvolfdi, en var satt að segja með lífið í lúkunum allan tímann,“ við- urkennir hann. Hausinn eins og landakort Kajakróður heillar Stein Ár- mann ekkert tiltakanlega, en hann telur þó ekki loku fyrir það skotið að taka aftur í árarnar. Hjólreiðar eru meira í hans anda, þótt ekki séu þær með öllu hættulausar. „Ég hef verið keyrður þrisvar sinnum niður á götum með tiltölulega lág- um hámarkshraða, en varð ekki meint af. Fékk reyndar gat á haus- inn í eitt skiptið eins og oft þegar ég var yngri. Þegar ég er snögg- klipptur segir konan mín að haus- inn á mér sé eins og landakort af Evrópu.“ Eru öll þessi göt af völdum hjólreiðaslysa? „Ekkert endilega, bara af öll- um fjandanum, aðallega frá því ég var strákur að leika mér í hrauninu í Hafnarfirði. Á þeim tíma hjólaði ég reyndar heilmikið, þótt ég fengi ekki hjólreiðadellu fyrr en um 1990 þegar við Helga Braga vorum að gera þættina Ungmennafélagið með Valgeiri Guðjónssyni. Þessar týpur sem við lékum voru mikið á fjalla- hjólum og fóru vítt og breitt um landið. Í framhaldinu fengum við góðan díl hjá Erninum og keyptum okkur öll fjallahjól, ábyggilega ein þau fyrstu sem komu til landsins.“ Þessu fyrsta fjallahjóli var stolið nokkru síðar og Steinn Ár- mann fjárfesti ekki í almennilegu hjóli fyrr en um aldamótin þegar synir hans voru orðnir nógu gamlir til að hjóla. „Síðan hef ég meira og minna verið hjólandi hvernig sem viðrar allan ársins hring. Lágmark 30 kílómetra á dag því ég hjóla á hverjum degi frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og til baka. Hvor leið- in tekur aðeins 45 mínútur.“ Mikil heilsubót væntanlega? „Það stórsér á mér. Ég var 100 kíló áður en ég fór að hjóla að staðaldri, en er núna 77 kíló.“ Upp um fjöll og firnindi En kannski þarf að hjóla meira en leiðina Hafnarfjörður – Reykja- vík – Hafnarfjörður til að ná af sér 23 kílóum. Að minnsta kosti er Steinn Ármann stöðugt á hjólaferð- inni með erlenda túrista um borg- Fróðleikur á hjólum Steinn Ármann Magn- ússon leikari segir að stórsjái á sér síðan hann fór að fara allra sinna ferða hjólandi og þar fyr- ir utan í hjólreiðaferðir um borgina og upp um fjöll og firnindi með er- lenda túrista. Mæli- kvarðinn er 23 kíló. Á morgun hverfur hann á vit fortíðar með hóp fólks í hjólaleiðsögn um Viðey. Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram í Árbæjarsafni kl. 14 á morgun, sunnudaginn 7. ágúst, í Árbæjarsafni. Mótið er löngu orðið fastur viðburður í skák- dagatalinu og hefur alltaf þótt við hæfi að halda það í því sögulega umhverfi sem Árbæjarsafn er. Tefldar verða sjö umferðir með umhugsunartímanum sjö mínútum á skák og lýkur mótinu kl. 15. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks en verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin. Verðlaunin eru 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Þátttöku- gjald, sem jafnframt er aðgangs- eyrir í safnið, er 1.500 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir yngri en 18 ára. Þeir sem fá ókeypis aðgang í safnið, til dæmis eldri borgarar og öryrkjar borga ekkert þátttökugjald. Fleira verður á dagskrá í Árbæj- arsafni á sunnudaginn því Spilavin- ir koma í heimsókn kl. 13-15 og þá gefst krökkum á öllum aldri að spreyta sig á fjölbreyttum og skemmtilegum borðspilum. Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur Teflt í sögulegu umhverfi og öll- um frjálst að skrá sig til leiks Morgunblaðið/Árni Sæberg Kostagripur Það hefur löngum þótt eign í góðu tafli, þetta hér er úr eigu Sam- úels Jóhannssonar prentara og er varðveitt í Árbæjarsafni. Viðey var öldum saman ein besta bújörð landsins og heimili mennta- og áhrifamanna í ís- lensku samfélagi. Eyjan skiptist í Heimaey og Vesturey sem tengjast með Eiðinu. Á austur- hluta Heimaeyjar eru rústir þorps frá tímum Milljónafélags- ins þegar útgerð og mannlíf stóð þar í blóma. Á Heimaey standa einnig ein elstu hús landsins, Viðeyjarkirkja og Við- eyjarstofa. Viðey er um 1,7 ferkílómetrar að stærð. Meðfram ströndinni sjást stórbrotnar bergmyndanir. Æðarfugl er algengasti fuglinn, en aðrar algengar fuglategundir eru fýll, grágæs, hrossagaukur, sendlingur og tjaldur. Sagan drýpur af hverju strái VIÐEY Morgunblaðið/Ómar Rústir sem minna á liðna tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.