Morgunblaðið - 06.08.2016, Page 20

Morgunblaðið - 06.08.2016, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Mikið úrval rafstöðva - með bensínmótor eða díeselmótor Rafstöðvar Ferðafélaginn Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn, ferðavagninn og húsbílinn. Vandaðar vinnurafstöðvar. Eins og þriggja fasa, 2,7 kW - 5,4 kW. Honda 4-gengismótorar. Vinnufélaginn Vandaðar vinnurafstöðvar. Eins og þriggja fasa, 4,9 kW - 5,4 kW. Með og án rafstarts. Hatz díeselmótorar. Vinnufélaginn Getum útvegað úrval vandaðra rafstöðva í stærðum að 260 kVA frá Europower ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Moskvu eigi það á hættu að koma út í augum alþjóðasamfélagsins sem „óábyrg“ vegna stefnu þeirra í stríðinu í Sýr- landi. Ráðamenn í Rússlandi segja aftur á móti Bandaríkjamenn ekki alltaf hegða sér sem skyldi þegar kemur að samstarfi við önnur ríki. „Bandaríkin hegða sér ekki alltaf eins og samstarfsmaður þegar kem- ur að því að takast á við málefni Sýr- lands með okkur. Og þau eru ekki alltaf tilbúin til að semja við okkur eins og jafningjar,“ hefur fréttaveita AFP eftir Sergei Ryabkov, aðstoðar utanríkisráðherra Rússlands. Þá segir hann flest ríki alþjóða- samfélagsins skilja og taka undir að- gerðir Rússa í Sýrlandi. „Ég tel stefnu Rússlands í Sýr- landi vera rökrétta, samfellda og setja fram markmið sem flest öll ríki alþjóðasamfélagsins eru að mestu sammála um,“ segir hann og bætir við að það sé mjög miður ef stjórn- völd í Washington D.C. skortir traust á utanríkisstefnu Rússlands. Tæpt ár frá upphafi aðgerða Lofthernaður Rússa innan landa- mæra Sýrlands hófst 30. september í fyrra og hafa þeir einnig gert nokkrar stýriflaugaárásir síðan þá. AFP Herveldi Rússar hafa aðsetur á Hmeimim-herflugvellinum í Sýrlandi. Rússar verja stefnu sína innan Sýrlands Átta ára gömul stúlka fannst sl. þriðjudag látin í baðkari á heimili sínu á Fjóni í Danmörku. Við hlið stúlkunnar fannst m.a. blóðugur hnífur og piparúði. Faðir stúlk- unnar er grunað- ur um morðið, en hann lá drukkinn í sófa á heimilinu þegar lögreglan mætti á vettvang. Hafði hann þá gert tilraun til að svipta sig lífi. Er maðurinn sagður hafa hringt í móður stúlkunn- ar og sagt henni að hann hefði myrt dóttur þeirra. Hjónin höfðu nýlega skilið og var stúlkan í heimsókn hjá föður sínum þegar morðið var fram- ið. Konan hrindi í kjölfarið í föður sinn sem loks gerði lögreglu viðvart. Lá lengi látin inni á baði Haft er eftir lögreglunni á vef Berlingske Tidende að aðkoman hafi verið hræðileg. Bak við lokaðar dyr, sem þaktar voru blóði, lá lík stúlk- unnar í baðkari. Ekki liggur fyrir hvort hún hafi verið myrt í herberg- inu, en talið er ljóst að hún hafi verið látin í a.m.k. tíu klukkustundir þegar lögreglan kom á vettvang. Faðirinn var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús vegna þeirra áverka sem hann veitti sér sjálfur. Hann er ekki sagður í lífshættu. Er hann sagður hafa fundist liggjandi í sófa, klæddur aðeins nærbuxum og angandi af áfengi. Hefur hann nú verið úrskurð- aður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn myrti dóttur sína, en lög- reglan telur að skilnaðurinn og sú forræðisdeila sem fylgdi í kjölfarið hafi haft sitt að segja. Móðirin, sem nú fær áfallahjálp, segir barnsföður sinn hafa beitt sig og stúlkuna andlegu og líkamlegu of- beldi í gegnum tíðina. Ung telpa var myrt af föður  Fannst látin inni á baði heimilisins Brasilískir hermenn standa þungvopnaðir við hina frægu Kristsstyttu sem stendur á toppi Corcovado í borginni Rio de Janeiro. Mikil öryggisgæsla er í borginni í tengslum við Ólympíuleikana sem þar fara fram. Styttan af Kristi, sem er stærst sinnar tegundar í heiminum, er 38 metra há, að stall- inum meðtöldum, og spannar faðmurinn 28 metra. Innfæddir trúa því að Kristur haldi verndarhendi sinni yfir borginni. AFP Þungvopnaðir hermenn við fætur Krists Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Liðsmenn Ríkis íslams í Írak eru sagðir hafa rænt um 3.000 almennum borgurum sem gerðu tilraun til að flýja undan sókn þeirra og yfir til borgar- innar Kirkuk. Eru vígamenn sagðir hafa tekið minnst 12 þeirra af lífi með grimmilegum hætti. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). „UNHCR hefur fengið upplýsingar um að ISIL [skammstöfun Ríkis íslams á ensku] hafi 4. ágúst sl. rænt allt að 3.000 flóttamönnum frá þorpum í héraðinu Hawiga sem reyndu að flýja yfir til borg- arinnar Kirkuk. Eru 12 þeirra sagðir hafa verið drepnir í haldi,“ segir í áðurnefndri skýrslu. Bandaríkin fara nú fyrir hernaðarbandalagi vestrænna ríkja og gera sveit- irnar tíðar loftárásir á skot- mörk tengd Ríki íslams í Írak og Sýrlandi. Talið er að um 3,4 milljónir manns hafi þurft að flýja heimili sín vegna hernað- arátaka í Írak. Fjölmargir þeirra þjást sökum langvarandi skorts á matvælum og hreinu drykkjarvatni og er stór hluti án alls húsaskjóls. Helsta vígi Ríkis íslams í Írak er borgin Mosul í norðurhluta landsins. Hún hefur verið á valdi samtakanna frá árinu 2014, en Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur tilkynnt að verið sé að undirbúa töku hennar. Búist er við að tugþúsundir íbúa Mosul muni flýja átökin þegar orrustan um borgina hefst. Hefur UNHCR því undirbúið flóttamanna- búðir norðaustur og norðvestur af borginni. Þegar búðir þessar eru fullbyggðar geta þær veitt um 21.000 manns húsaskjól. Taka af lífi unga menn sem reyna að flýja Langöflugustu herflokkar Kúrda í baráttunni gegn Ríki íslams eru peshmerga, hersveitir sjálf- stjórnarhéraðs íraskra Kúrda í norðanverðu land- inu. Fylkisforingi þar segir sveitirnar hafa tekið á móti og aðstoðað um 600 manns í fyrradag. „Frá þeim fréttum við að Daesh [Ríki íslams] sé með mörg hundruð fjölskyldur í haldi. Og að þeir væru að taka af lífi unga menn sem reyndu að flýja svæði íslamista og yfir til heiðingjanna,“ hefur fréttaveita AFP eftir fylkisforingjanum. Vígamenn rændu 3.000 manns  Íraskir flóttamenn nú fastir í klóm Ríkis íslams  Búðir undirbúnar við Mosul Þessar komust í búðir í Írak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.