Morgunblaðið - 06.08.2016, Síða 21

Morgunblaðið - 06.08.2016, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Miklu meira en bara ódýrt frá 4.995Ljósabretti ákerru Strákústar á tannburstaverði 12V Loftdælur 30-35L 8.995 12V Framlenging 12V->230V Straumbreytir frá 5.995 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn frá 3.995 Hjólafesting á kúlu 3/4 hjól 19.995 Jeppatjakkur 2.25T 52cm Ný sending af tröppum og stigum Úðabrúsar 1L, 1.5L, 2L, 5L, 8L, 16L frá 995 frá 365 Ruslatínur í miklu úrvali Kerru/Fellihýsalás frá 1.995 Kerruljós frá 595 Strekkibönd og farangursteygjur, frábært úrval Yfirbreiðslur í ótal stærðum frá 595 Hitamælar Margar gerðir frá 495 frá 695 995 Barnaverkfæri, kústar, hrífur, skóflur Kassabíla/ hjólbörudekk frá 1.995 Hjólastandur f/3 hjól frá 5.995 Hjólahengi í loft 1.995 frá 245 Hjólalásar Bjöllur, brúsafestingar, brúsar, pumpur, viðgerðarsett..... Bensínbrúsar 5L/10L/20L Plast+Blikk Loftþrýstingsmælir frá 2.995 Mössunarrokkar 1200W Hraðastýrðir frá 14.995 Tjaldstæðatengill 1.995 frá 395 Ruslasekkir 10/25/50 stk Garðúðarar í miklu úrvali frá 695 frá 3.995 Hitablásarar Símahleðslu- tengi USB frá 695 12V Fjöltengi frá 595 Lyklabox gott úrval Ódæðismenn myrtu í gær minnst 13 og særðu fjölmarga til viðbótar, suma hverja lífshættulega, er þeir hófu skothríð á fjölförnum markaði í norðausturhluta Indlands. Talið er að mennirnir tengist hernaðararmi hinnar ólöglegu Þjóðfrelsishreyfing- ar Bodolands (NDFB). Árásin átti sér stað í héraðinu As- sam í austanverðu Indlandi og grein- ir fréttaveita AFP frá því að ódæð- ismennirnir tilheyri NDFB sem lengi hefur barist fyrir sjálfstæðu ríki fyrir Bodo-þjóðarbrotið. „Árásarmennirnir eru fimm til sex talsins. Við reynum nú að finna þá sem eftir eru, en sveitum okkar tókst að drepa einn þeirra,“ hefur AFP eftir Mukesh Sahay, lögreglustjóra í Assam-héraði. Hentu einnig handsprengjum Segir lögreglustjórinn árásar- mennina einnig hafa kastað hand- sprengjum og kveikt í byggingum milli þess sem þeir skutu á varnar- laust fólk á útimarkaðnum. Sarbananda Sonowal, þingmaður í Assam-héraði, fordæmir árásina og heitir jafnframt skjótum hefndum. Vopnuð átök hafa lengi geisað inn- an Assam-héraðs og eru aðskilnað- arhreyfingar og minni vopnaðir hóp- ar gjarnan gerendur. Sumir þessara hópa hafa ólík markmið, en flestir eiga þeir það sameiginlegt að neita að lúta skip- unum stjórnvalda í Nýju Delí og vilja þess í stað mynda sjálfstætt ríki. Ár- in 2012 og 2014 létust hátt í 200 manns í vopnuðum átökum í Assam. khj@mbl.is Vígamenn myrtu fjölda fólks á vinsælum markaði AFP Á verði Lögreglumaður stendur vaktina á meðan ungur drengur horfir á. John Kerry, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, mun í þessum mánuði ferðast til Tyrklands og sitja þar fundi með ráðamönn- um í Ankara. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa að undanförnu kvartað mjög undan skorti á stuðn- ingi frá Vesturlöndum eftir hina mislukkuðu valdaránstilraun sem gerð var í landinu um miðjan júlí. Mevlut Cavusoglu, utanríkis- ráðherra Tyrklands, segir Kerry hafa óskað eftir því að sækja Tyrki heim 24. ágúst nk. og hafa ráða- menn í Ankara fallist á þá ósk. „Við fórum yfir okkar tímaáætl- anir og létum þá vita að þessi dag- setning hentaði okkur ágætlega,“ hefur AFP eftir Cavusoglu. Ekki hafa verið veittar nákvæm- ar upplýsingar um efni fundarins. TYRKLAND John Kerry mun funda með Tyrkjum Michael Morell, fyrrverandi for- stjóri bandarísku leyniþjónust- unnar (CIA), hefur lýst yfir stuðn- ingi við Hillary Clinton, forseta- efni demókrata, og segir Donald Trump, forseta- efni repúblikana, vera „ógn við þjóðaröryggi“. Morell starfaði innan CIA í alls 33 ár og gegndi stöðu forstjóra árin 2010 til 2013. Hann segist aldrei fyrr hafa viðrað skoðun sína opinberlega þegar kemur að forsetakosningum, en nú sé hins vegar of mikið undir. „Þjálfun mín sem leyniþjónustu- maður hefur kennt mér að sjá hlut- ina eins og þeir eru. Það er það sem ég gerði hjá CIA og það er ég að gera nú. Þjóð okkar verður mun öruggari með Clinton sem forseta,“ segir hann í samtali við fréttamann CNN í Bandaríkjunum. Forsetakosningarnar vestanhafs fara fram 8. nóvember næstkom- andi og segist Morell fram að þeim tíma ætla að gera allt sem hann get- ur til tryggja að Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Clinton virðist enn bæta við sig fylgi, en samkvæmt nýrri könnun McClatchy-Marist mælist fylgi hennar 48% og Trumps 33%. BANDARÍKIN Trump er „ógn við þjóðaröryggi“ Forsetaefni Fylgi Clinton eykst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.