Morgunblaðið - 06.08.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.08.2016, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Ólympíumótið í skák hefst 1. september í Bakú í Aserbaídsjan. Þetta er stærsta skákhátíð ársins 2016 og skipuleggjendur telja lík- legt að met verði slegið og þátt- tökuþjóðirnar verða 180 en á Ól- ympíumótinu í Tromsö fyrir tveim árum voru þær 172 talsins. Íslenska liðið sem teflir í opna flokknum er skipað Jóhanni Hjart- arsyni, Hannesi Hlífari Stef- ánssyni, Hjörvari Steini Grét- arssyni, Guðmundi Kjartanssyni og Braga Þorfinnssyni. Jóhann tefldi síðast á Ólympíumótinu í Tórinó á Ítalíu fyrir 10 árum. Athygli vekur að einvaldurinn og liðsstjórinn, Ingvar Jóhannesson, valdi ekki Héðin Steingrímsson. Héðinn fékk 17½ vinning sam- anlagt úr 22 skákum á tveim síð- ustu Íslandsmótum og m.a. vegna þeirrar frammistöðu telja margir óverjandi að ganga fram hjá hon- um. Pálmi Pétursson sagði sig frá landsliðsnefnd þegar niðurstaðan lá fyrir. 50 ár frá merku Ólympíumóti Við vorum nokkrir sem tókum þátt í heimsmeistaramótunum í at- skák og hraðskák í Berlín sl. haust. Við opnunarhöfnina var kepp- endum boðið að sjá ræmuna Pawn sacrifice sem fjallar um einvígi Fischers og Spasskís í Reykjaík 1972. Þar sem við höfðum flestir séð myndina áður yfirgáfum við kvik- myndasalinn en á hæð neðar hittum við heiðursgest þessarar samkomu, Borís Spasskí. Hann tók okkur fagnandi og lék á als oddi þrátt fyr- ir fötlun sína. Og þessi dægrin rifj- ast upp barátta Spasskís við Bobby Fischer á tveim mótum árið 1966, fyrst á Piatigorski-mótinu í Kali- forníu sem hófst í ágúst og síðar á Ólympíumótinu í Havana á Kúbu í nóvember. Ýmis atvik þar má líta sem einhverskonar forleik að dramatíkinni hér á landi sex árum síðar. Viðureign Sovétmanna og Bandaríkjanna bar upp á helgan hvíldardag þeirrar evangelísku kirkjudeildar sem Fischer tilheyrði á þeim tíma. Sovétmenn höfnuðu tillögu að viðureigninni yrði frestað og Bandaríkjamenn mættu ekki og úrslitin 4:0. En svo barst boð að of- an – frá Moskvu – þess efnis og þjóðirnar skyldu tefla á næsta frí- degi mótsins. Heimsmeistarinn Tigran Petrosjan eftirlét Spasskí að tefla við Bobby Fischer á 1. borði. Skákinni lauk með jafntefli, Tal vann Robert Byrne og úrslitin urðu 2½ :1½. Petrosjan fékk svo gullið á 1. borði, hlaut 11½ vinning úr 13 skák- um eða 88,46% á móti árangri Fisc- hers sem tefldi nær allar skákir mögulegar og hlaut 15 v. af 17 eða 88,23%. Viktor Kortnoj sem tefldi í Ha- vana taldi að Spasskí hefði ekki dregið nægilegan lærdóm af skák- inni við Fischer þó að hann hefði verið í mikilli taphættu í þessari stöðu: Ólympíumótið í Havana 1966: Fischer – Spasskí Talið hefur verið að Fischer hafi getað unnið þessa stöðu með hinum einfalda leik 38. He3 en teygði sig eftir a-peðinu og lék 38. Dxa6. Spasskí svaraði fyrir sig með 38. … Hc8! og eftir 39. Hd6 Hxc3 40. Hxf6 kom 40. … Be6! Fischer varð að láta skiptamun og hélt jafntefli í 57 leikj- um eftir að skákin hafði farið í bið. „Sílikonvinurinn“ Houdini lætur sér fátt um finnast og mælir með 38. Bxe5! Vinninginn má sækja í enda- tafli sem kemur upp eftir 38. … Hxe5 39. Dxb8 Hxb8 40. Hxd7 He7 41. Hxe7 Bxe7 42. Hc1 Hb7 43. Bd5 Ha7 44. Kf1! Einn vandi svarts er sá að hinum eðlilega leik 44. … a5 má svara með 45. a4! bxa4 46. b5! með góðum vinningsmöguleikum. Jóhann teflir á Ól- ympíumótinu í Bakú Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Meiri virkni Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Selaolía Meiri virkniEinstök olía Óblönduð – meiri virkni Fæst í: Hagkaup – Fjarðarkaup – Byko – Krónunni – Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið Carl Bildt, fyrrver- andi forsætis- og ut- anríkisráðherra Sví- þjóðar, skrifar grein í Morgunblaðið 25. júlí þar sem hann skil- greinir ástæðurnar fyrir Brexit og leggur fram hugmynd um lausn á sam- skiptavandamáli bú- rókratanna í Brussel við íbúa aðildarríkj- anna. Lausnin, sem hinn hugdjarfi hugmyndasmiður ESB leggur fram, felst í fleiri fundum leiðtoga ESB á öðrum stöðum en Brussel, t.d. í Bratislava í Slóvakíu. Telur Carl Bildt slíka breytingu muni glæða líf í steinrunnið Bruss- eltröllið og gera ESB að vinsælu sambandi í framtíðinni. Leiðtogar Evrópusambandsins eiga ekki náðuga daga eftir Brexit. Enginn þeirra sá fyrir úrsögn Breta úr sambandinu. Þótt færustu völvur heims séu á mála hjá Bruss- el til að spá í framtíðana og hafi notað allan pakkann, þ.e.a.s. rot- tuhár, snákahúðir, galdrarúnir og lýs úr kömbum kommissjónera í seyðinn, þá kom Brexit aldrei upp úr pottunum. Raunveruleikinn sem lifir eigin lífi þrátt fyrir alla pott- ana, reykjabólstrana, töfraprikin og vítisþulurnar fer einkar illa með ofurlaunaðar völvurnar. Að ekki sé minnst á alla krókódílstáragrátandi undirmenn kommissjóneranna í mörgum skotum báknsins. Þessum raunveruleika vill Carl Bildt breyta. Í leitinni að orsökum Brexit tel- ur hann „einkafundi Aachen- bræðralagsins innan Brussel- kúlunnar“ meginástæðu sóknar- færa „hinna óvægnu og sannast sagna óheiðarlegu baráttumanna fyrir Brexit.“ Telur Carl Bildt að útvíkkaður fundur Þýzkalands og Frakklands með Belgíu, Hollandi, Ítalíu og Lúxemborg (ríkin sex sem stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu) til að ræða stöðuna eftir Brexit, hafi móðgað hin 21 aðild- arríki ESB sem skilin voru „út undan“. Það gæti virst batamerki stjórn- málamanns að sýna kjark til að að- greina sig frá stjórnendum sam- bandsins. Evrópusambandið mun hins vegar ekki lifa af hægfara Bildtbata, það væri einskær lúxus- krafa fyrir hann sjálfan persónu- lega. Því mun hvorki Carl Bildt né öðrum ESB-urum verða að ósk sinni að fá að sjá „meira af Evrópu og minna af Brussel“. Þversögnin í hugmyndinni um að ESB „skili Evrópu aftur til aðildarríkjanna allra“ án þess að þau endurheimti sjálfsákvörðunarréttinn er stjórn- málaútópía sem gerir Carl Bild lík- ari veruleikafirrtum hippa en að vera alvöruinnlegg í umræðu, þar sem menn vilja láta taka mark á sér. Carl Bild telur það „hættulega goðsögn, að Brussel hafi verið að sölsa undir sig völd frá aðildarríkj- unum“. Hann nefnir ekki 100 þús- und síðna reglur ESB sk. acquis sem endurspeglast í atkvæðavægi aðildarríkjanna. Nýlega voru völd stóru ríkjanna aukin á kostnað þeirra minni. Völd Þýzkalands og Frakklands voru aukin úr 8,24% í 15,93% fyrir Þjóðverja og í 12,98% fyrir Frakka. Á sama tíma var áhrifamáttur Svíþjóðar minnkaður úr 2,84% niður í 1,96%. Malta sá „völd“ sín niðurfærð úr 0,85% í 0,08%. Það er pólitískur veruleiki 400 þúsund Möltubúa, að þeir hafa atkvæðisrétt sem er minni en tí- undi hluti eins prósents innan Evr- ópusambandsins. Til að útópía Carl Bildts um að „öll aðildarríkin séu jafnokar í að ákveða sameiginlega framtíð“ hafi einhvern möguleika á að verða að veruleika, verður að leggja ESB niður og byrja alfarið frá grunni aftur. Í þetta skipti á jafnrétt- isgrundvelli með virð- ingu fyrir sjálfsákvörð- unarrétti fullvalda þjóðríkja. Slíkt mun að sjálf- sögðu ekki gerast en hitt líklegra að upp- runalegu sex ríkin muni ásamt öðrum ríkj- um stofna stórveldið, sem hefur verið markmið ESB frá upphafi. ESB mun líða undir lok í sinni nú- verandi mynd og Evrópa enn á ný búa undir ægishjálmi Þjóðverja – hins nýja fjórða ríkis. Sagan hefur kennt okkur með afskaplega dýr- keyptri reynslu, hver kostnaður slíkra risaríkja er reiknaður í mannslífum. Þessi staðreynd gæti verið ein af fjölmörgum ástæðum fyrir andstöðu almennings gegn þeirri ólýðræðislegu hugmynd, að ókjörnir embættismenn sem ekki er hægt að setja af og valdastofnanir þeirra eigi að stjórna daglegu lífi fólks um þvera og endilanga álfuna. Þannig Evrópu vill fólk ekki hafa. Að halda leiðtogafundi í Brat- islava mun ekki leysa lýðræð- isvanda ESB eða gera sambandið vinsælla. Hins vegar mun það auka útgjöld þess sambands sem ekki hefur fengið efnahagsreikninga sína samþykkta af endurskoðendum í meira en 20 ár. Á sama hátt og Newton skýrði fall eplisins mun aðdráttarafl valds- ins merkja upp hina stjórn- fræðilegu miðju á landakort Evr- ópu. Sá kraftur mun lyfta Berlín upp á evrópska himininn sem höf- uðmiðstöð hins nýja stórveldis meg- inlandsins. Við getum öll fagnað því, að fyrr- verandi forsætis- og utanrík- isráðherra Svíþjóðar, Carl Bildt, gerðist ekki heilaskurðlæknir. Hann reynir að stöðva heilablæð- ingu með göngugrind. Bildtópía Evrópu- sambandsins Eftir Gústaf Adolf Skúlason »…að ESB „skili Evr- ópu aftur til aðild- arríkjanna allra“ án þess að þau endurheimti sjálfsákvörðunarréttinn er stjórnmálaútópía… Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. aðalritari Smáfyr- irtækjabandalags Evrópu. Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.