Morgunblaðið - 06.08.2016, Síða 37

Morgunblaðið - 06.08.2016, Síða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 2016 Elsku besta amma Sigurrós. Það er með mikilli sorg í hjarta sem við systkinin kveðj- um þig en um leið minnumst við allra góðu stundanna saman. Það var dásamlegt að vera krakki í Ásgarðinum þar sem við fengum að leika lausum hala á milli þess sem við snæddum heimabakaða ömmukanilsnúða og spiluðum á spil með þér og afa. Fyrir okkur sem ólumst að hluta til upp í Sví- þjóð var það sérstaklega nota- legt að koma heim til Íslands og vita að við ættum heimili hjá ykkur afa þar sem okkur leið eins og heima hjá okkur. Það var ekki nein tilviljun að við yngri systkinin hefðum valið að stunda okkar íþróttir í Víkingi, vitandi að það væri stutt að fara til ömmu og afa eftir æfingar og all- ar líkur á því að maður fengi góða endurheimtarmáltíð, buff með spæleggi beint af pönnunni. Við eigum ógrynni góðra minn- Sigurrós Gísladóttir ✝ Sigurrós Gísla-dóttir fæddist 28. ágúst 1926. Hún lést 20. júlí 2016. Útför Sigurrósar fór fram 3. ágúst 2016. inga úr Ásgarði 27. Það eru þó ekki bara barnaminning- ar sem sitja eftir. Á fullorðinsárum okk- ar reyndist þú góð- ur vinur. Það var gott að setjast niður hjá þér á Sléttuveg- inum, fá kaffibolla og kjafta um heima og geima. Þú varst mikil félagsvera og þegar maður leit óvænt í heim- sókn til þín kom maður oft að fullu húsi. Mikið eigum við syst- urnar eftir að sakna samveru- stundanna hjá þér sem við áttum svo oft eftir vinnu með Finnu Birnu þinni. Hún er lánsöm að hafa átt langömmu eins og þig og að hafa kynnst þér svona vel. Einnig fylgdist þú vel með Sól- veigu litlu í Svíþjóð, þú ljómaðir alltaf eftir stutt myndskeið frá Skáni. Þú lagðir mikið upp úr því að vera vel til höfð í björtum og fal- legum litum, alltaf smekkleg. Við systurnar fórum nokkrum sinn- um með þér í fatabúðir en þú varst forvitin um nýjustu tækni og baðst eitt sinn nöfnu þína um að athuga hvort ekki væri hægt að panta einhvern fínan sumar- kjól á „þessu neti“. Alveg fram á það seinasta varstu tilbúin til að reyna nýja hluti. Þú varst örugg- lega með allra elstu viðskiptavin- um „Eldum rétt“ og þegar að þú þóttir of frísk til að fá heimilis- þrif á síðasta ári þá keyptir þú ryksuguróbót, hana Kötu, sem sá um gólfþrifin. Áramótanna nutum við alltaf saman, hátíðleikinn og gleðin var alltaf mikil og lengst af varst það þú sem keyrðir partíið út á dans- gólf. Það eru fáir sem stóðust þér snúninginn þegar kom að því að halda veislur. Það skipti ekki máli hvert tilefnið var, amma Sigurrós bauð til veislu. Þorra- blót, sprengidagur, skötuboð og afmæli, hver veislan stærri og ljúffengari en sú fyrri. Það breyttist ekkert því á deginum sem þú kvaddir okkur sastu með yngstu dóttur þinni og skipu- lagðir 90 ára afmælisveisluna þína sem átti að fara fram í lok ágúst. Það er okkur huggun að vita að núna sért þú komin til hans afa og litlu englanna hennar Sól- veigar. Við munum sakna þín ákaflega mikið. Þín Sólveig, Björn og Sigurrós María. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Þú varst fyrir- myndin okkar og manneskjan sem við litum hvað mest upp til. Nú ertu farin frá okkur og við getum ekki lýst því hversu mikið við söknum þín. Við eigum mjög erfitt með að trúa því að þú hafir farið svona snögglega frá okkur, en það má segja að þú hafir notið lífsins fram á seinasta dag. Mikið elskuðum við að koma í heim- sókn til þín, það var svo notaleg og endalausir kossar og knús sem maður fékk frá þér og fékk aldrei nóg. Við erum svo þakk- látar fyrir það hversu mikla ást og umhyggju þú sýndir okkur og þeim sem í kringum okkur eru. Mér(Önnu Maríu) þykir alveg einstaklega vænt um það hversu mikið Tryggvi Hrafn minn fékk að kynnast þér og hversu vænt ykkur þótti hvoru um annað. Þú hugsaðir vel um fjölskylduna þína og fylgdist vel með okkur öllum. Við munum ófá skipti þar sem við vorum að ferðast og fengum við mörg símtöl frá þér á leiðinni þar sem þú varst bara að athuga hvort allt væri í lagi. Þú fékkst alltaf fyrsta símtalið þeg- ar komið var á leiðarenda, jafn- vel þó að það væri komin nótt. Þú fórst ekki að sofa fyrr en þú vissir að allir væru komnir á leið- arenda. Þú vildir öllum svo vel og hugsaðir vel um alla og viljum við lifa lífinu eins og þú gerðir. Allar þessar minningar sem við eigum saman munum við varð- veita vel í hjarta okkar og aldrei gleyma. Hægt er að segja að við systur höfum erft mikið frá þér, okkur finnst ekkert betra en að borða ís og það voru ófá skiptin sem við komum með ís fyrir þig og borð- uðum hann saman, við eigum heldur ekki langt að sækja það að vilja alltaf eiga nýja kjóla fyr- ir einhverjar veislur því þannig varst þú líka. Þú hélst oft stórar veislur þar sem þú gerðir nánast allt sjálf og vildir helst enga hjálp því þú sagðir að þú gætir þetta alveg sjálf. Hluta, eins og að hafa fengið að gera þig fína fyrir veislur, versla með þér og aðstoða þig, þykir ekki oft mikið til koma í hversdagsleikanum, en núna þegar maður hugsar til baka þá eru þetta ómetanlegar minningar um samverustundir okkar. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín sárt en vitum að núna líður þér vel og ert komin til afa sem er búinn að bíða eftir þér. Guð geymi þig, elsku besta amma okkar, minning þín lifir í hjörtum okkar. Þínar dótturdætur, Anna María og Svava Rós. Sigga sys, eins og við kölluð- um hana alltaf, kvaddi þennan heim nokkrum vikum fyrir ní- ræðisafmæli sitt. Samband systranna, mömmu og Siggu, og fjölskyldna þeirra var mjög náið enda nágrannar áratugum sam- an. Okkur systkinin langar að senda hinstu kveðju og þakka henni fyrir allar samverustund- irnar. Fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Haukur, Málfríður, Helgi, Margrét, Þorvaldur, Sigurður og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA Bless elsku langamma mín. Ég sakna þín svo mikið. Það var alltaf svo gaman að koma til þín og fá kex, ís og kökur. Það var svo gaman að koma í heimsókn og hlaupa um í garðinum þínum. Það var svo gaman að hitta þig hjá ömmu og afa. Núna fæ ég ekki lengur kossana þína og knúsin þín. Mamma sagði mér að þú værir komin upp til himna til langafa Bjössa. Mér þótti svo vænt um þig elsku langamma mín og takk fyrir að vera alltaf svona góð við mig. Þinn Tryggvi Hrafn. Vinátta okkar hófst sumarið 2003 í byggingarvinnu í Bryggjuhverf- inu. Vinnudagarnir urðu skemmtilegir og ógleymanlegir þín vegna, þó svo að mörg af verk- efnunum væru leiðinleg og óþrifa- leg og veðrið oftast vont og það versnaði. Ósjaldan var okkur litið upp í himininn og þá var mælt: Ætli hann sé ekkert að fara að snúa sér? Þetta bóndamál fannst okkur stórkostlegt og var það óspart notað. Í matar- og kaffi- pásum tókum við svo oft skák, þar sem við spiluðum upp á bjór, eða kjullur eins og við kölluðum bjór- dósirnar. Ætli hann sé ekkert að fara að snúa sér? var einnig mælt undir skákinni. Já, þetta átti ansi oft við, en það varð auðvitað að mæla þetta á réttu augnabliki, sem við vorum með alveg á hreinu. Og á þínum döprustu tím- um fannst okkur einnig tilefni til að varpa spurningunni fram. Hún átti sennilega aldrei betur við en einmitt þá. Innst inni hafði ég trú á að þú myndir ná þér á strik. Ætli hann sé ekkert að fara að snúa sér? Það verður ekki tekið frá þér hversu góður sögumaður þú varst, yndislegur húmorinn og stríðnin alltaf til staðar, og oft óþolandi orðheppinn. Það fékk maður að kenna á eða njóta. Í hringferðinni um Ísland 2006 sagðir þú mér söguna af Bjúsa sem þú hafðir fengið að láni frá Erni Clausen, sem þú starfaðir með þónokkurn tíma. Þú barst mikla virðingu fyrir gamla mann- inum og sogaðir í þig kunnáttu og sögur frá honum og deildir þeim með mér. Sögurnar af honum Bjúsa voru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Okkur fannst hann svo yndislegur karakter, við veltum Róbert Þröstur Skarphéðinsson ✝ Róbert ÞrösturSkarphéð- insson fæddist 18. janúar 1982. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 21. júlí 2016. Útför Róberts fór fram 2. ágúst 2016. oft fyrir okkur hvað Bjúsi hefði nú gert í hinum og þessum aðstæðunum. Í þess- ari ferð festist Bjúsa nafnið við okkur, ansi oft var tilefni til að kalla hvor annan Bjúsa. Ég man hvað stelpurnar voru orðnar pirraðar á óþreytandi tali okk- ar um hann, og auð- vitað var þá enn skemmtilegra að nota nafnið góða. Við ætluðum alltaf að fara aðra hringferð. Þú verður tekinn með í þá næstu, Bjúsi minn, ég lofa því hér með, þú tekur líka svo lítið pláss í bíln- um þegar að því kemur. Tónlistinn fyllti mikið hjá þér, það spannaði allt fra Drum and Bass til Megasar eða Bachs. Gleymi ekki þegar þú kynntir mig fyrir Godspeed You! Black Empe- ror. En Johnny Cash og Jim Morrisson og voru í einstöku uppáhaldi hjá þér, og þú söngst hástöfum með, kunnir alla text- ana og búinn að kryfja þá ræki- lega. Whiskey, mystics and men var í miklu uppáhaldi, ekki sjald- an sem það var sett á fóninn, og svo var American V ný komin út þegar við fórum hringinn. Það fékk að vera í spilaranum drjúgan hluta ferðarinnar. Elsku Bjúsi minn, þú gast verið svo ótrúlega ljúfur, eins og kátur krakki, eða hvolpur, ekki ósvipað- ur Erró þínum þegar maður kom að heimsækja þig. En alltaf stutt í töffaraskapinn sem stundum fór fram úr hófi. Þú hristist og skjökt- ir allur til þegar maður steig inn um dyrnar hjá þér. Nei, Gúmsi minn, gaman að sjá þig loksins. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu þinnar og til Errós, þér hefði nú ekki fundist hann mega vanta. Hvíldu í friði, kæri vinur. Grímur Víkingur Magnússon (Bjúsi). Fyrir allmörgum árum komu inn á lögmannsstofu mína á Bar- ónsstíg feðgar dökkir yfirlitum og raddsterkir. Faðirinn hafði orðið og var erindið að kanna hvort hægt væri að fá vinnu fyrir son- inn, Róbert, sem var laganemi. Ég ákvað að gefa unga manninum tækifæri og starfaði hann hjá mér fyrst samhliða námi og síðan í nokkur ár eftir að námi lauk. Ró- bert var vinnusamur og góður námsmaður. Hugur hans stóð til að starfa sem lögmaður og lauk hann því lögmannsprófi fljótlega að námi loknu. Róbert var góður lögfræðingur, fljótur að greina aðalatriði máls og var nákvæmur. Hann hafði þó ekki alltaf mikla þolinmæði fyrir sjónarmiðum sem honum þóttu ekki skipta máli. Hann átti það stundum til að svara fullhvasst í samtölum er hann var að verja málstað skjól- stæðinga okkar. Fór nokkur tími í að slípa hann til í slíkum sam- skiptum og sýna sjónarmiðum annarra skilning, þó að okkur báðum fyndust þau rök oft hald- lítil. Tók hann því vel og hló stundum að umvönduninni. Sjálfsbjargarviðleitni Róberts var sterk, hann var nægjusamur og tókst á við mótlæti til að sigr- ast á því. Hann var áhugasamur um skotveiði og bauð mér oft að koma með sér á hina einu sönnu veiðistaði sem enginn vissi af. Við deildum ekki því áhugamáli að liggja í skurðum og bíða eftir bráðinni en gaman var að heyra veiðisögurnar eftir á. Róbert hafði sína veikleika sem hann reyndi að vinna á. Það kennir okk- ur að lífið er harður skóli og ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvi- leiki. Ég þakka samfylgdina og að fá að kynnast þessum góða dreng sem nú kveður allt of fljótt. Það er missir að Róberti en minningin um góðan dreng mun lifa. Ég votta foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Guðmundur B. Ólafsson. Það var í september árið 2003 að við drengirnir settumst á skólabekk við lagadeild Háskóla Íslands. Í fyrsta hléi fyrstu kennslustundarinnar kom ungur maður með ákveðið og skýrt fas að máli við okkur. Það þurfti ekki langt samtal okkar í milli til að sjá að þar var afar vel gefinn drengur sem var augljóslega betur lesinn fyrir fyrsta tímann en við hinir. Við ákváðum að læra allir saman hjá afa og ömmu Bigga undir hið stóra próf í almennri lögfræði, sem við stóðumst síðan allir. Þar vorum við í fæði og uppihaldi hjá húsráðendum og gafst óheft frelsi til að glíma í sameiningu við hin flóknu fræði lögfræðinnar. Oftar en ekki var það Robbi sem var fyrstur til að átta sig á hlutunum og skýrði þá út fyrir hinum. Það var augljóst að í lögfræði átti Robbi vel heima, hann var klár, rökfastur og kom sér strax að aðalatriðum málsins. Árangur hans í laganáminu bar þess merki en Robbi fékk m.a. hæstu einkunn sem gefin hafði verið í skaðabóta- rétti og hæstu einkunn við út- skrift. Þá fékk Robbi strax á öðru ári námsins starf á lögmannsstofu Guðmundar B. Ólafssonar og Arnar Clausen heitins. Þar starf- aði hann samhliða náminu og átti síðar eftir að eiga farsælan feril í lögmennsku bæði sem fulltrúi og í rekstri eigin lögmannsstofu. Robbi var vinur vina sinna og var annt um velferð þeirra sem í kringum hann stóðu. Það sýndi hann bæði í orði og verki. Þrátt fyrir að glíma við sín veikindi var sjaldan bilbug á Robba að finna og þrek hans og dugnaður var öðrum fyrirmynd. Við félagarnir áttum það einnig sameiginlegt að vera miklir áhugamenn um ensk- an fótbolta en þar héldum við hver með sínu liði. Robbi var og er heit- asti Chelsea-stuðningsmaður sem við höfum kynnst. Við nutum þess allt frá upphafi vinskapar okkar að skjóta hver á annan þegar vel eða illa gekk hjá okkar liðum en Chelsea naut sérstaklega mikillar velgengni á laganámsárunum. Við minnumst með gleði allra kóm- ísku skotanna frá Robba í tengslum við viðureignir okkar liða þar sem orðsnilli hans, bein- skeytni og kolsvartur húmor skildu eftir ógleymanlegar minn- ingar. Við vottum fjölskyldu og aðstandendum Robba okkar dýpstu samúð og minnumst um leið með söknuði okkar góða vin- ar, kollega og Chelsea-manns sem kvatt hefur þennan heim óvænt og alltof snemma. Við syngjum með þér elsku Robbi: Blár er liturinn, fótbolti er leikurinn. Við erum öll saman, og stefnum á sigurinn. Svo hvettu okkur áfram, gegnum skúr og skin. Því að Chelsea, Chelsea er okkar nafn. Birgir Már, Bragi Dór og Ingi Freyr. Sumarið 1989 var eitt eftirminni- legasta sumar mitt á fjöllum. Ég var á öðru ári í leiðsögu- mennsku og átti að fara tvær 16 daga ferðir um hálendi Íslands á gamalli röndóttri skólarútu norðan úr Eyjafirði. Maðurinn við stýrið reyndist einnig að norðan, Magnús Jóhannesson að nafni. Magnús þessi reyndist mörgum kostum búinn: gerði allt sem farþegana vanhagaði um, var skapgóður með afbrigð- um, hláturmildur og sannarlega öruggur undir stýri. Langstærsti kosturinn við manninn var þó að hann hafði aldrei áður farið með erlenda ferðamenn um landið. Þetta var ungum og ævintýragjörnum leiðsögumanni fáheyrður happafengur. Það var alveg sama hvað mér datt í hug að þvæla félaga mínum út í, alltaf lét hann sig hafa það og brosti breitt – hélt að svona ættu ferð- ir um hálendi Íslands að vera. Maggi tók eyfirska trukkinn til kostanna, geystist um tor- færa fjallvegi og braust yfir hyldjúpar ár, ferðamönnunum til ómældrar ánægju. Það var ekki fyrr en við upphaf seinni ferðarinnar þetta sumar sem ýmislegt óvænt kom í ljós. Rút- an neitaði að fara í gang svo Þjóðverjarnir neyddust til þess að ýta skrjóðnum af stað. Á verkstæði kom í ljós að fjór- hjóladrifið hafði ekki verið tengt árum saman og endanleg- ur aðskilnaður vélar og vagns yfirvofandi. Eftir næturlanga viðgerð var trukkurinn kominn í lag og Maggi mættur á honum klukkan níu eins og ekkert hefði ískorist. Þessi svaðilför markaði upp- haf margra sumra samvinnu og langvinnrar vináttu okkar Magnús Jóhannesson ✝ Magnús Jó-hannesson fæddist 13. mars 1960. Hann lést 23. júlí 2016. Magnús var jarð- settur í kyrrþey. Magga. Við ókum um landið þvert og endilangt, fyrst á þeirri röndóttu, síðan á blárri og háreftri eðalbifreið af tegundinni Ford Econoline. Brátt kynntist ég Jen- nýju og börnunum þeirra tveimur sem þá voru fædd, þeim Evu og Kalla, síðar líka Alex. Við félagarnir skruppum heim til hans þegar færi gafst á kvöldin þegar leiðir lágu norðan heiða. Og þá var mikið hlegið. Það var sama hvar borið var niður, alltaf var hægt að gera að gamni sínu og sjá spaugilegu hliðina á tilverunni. Jenný dró fram harmóníkuna og spilaði fyrir okkur fram á nótt; einu sinni bauð hún hópn- um eins og hann lagði sig í kaffi. Það þótti Þjóðverjunum ekki ónýtt. Svo fór að leiðir okkar Magga skildi í ferðamennskunni en heimsóknir héldu áfram á báða bóga. Þar kom að Maggi sagði mér að hann ætlaði að hætta farþegaakstri á sumrin. Honum óx í augum álagið og ábyrgðin sem starfinu fylgdi. Ég skildi hann mæta vel. Fáir bílstjórar höfðu sinnt starfi sínu af meiri alúð og trú- mennsku en hann. Magnús lét einnig af vöruflutningum sem hann hafði sinnt á vetrum og tók til starfa í Glerárlaug. Þannig átti hann kost á að eyða fleiri stundum með fjölskyld- unni, ekki síst í bústaðnum góða sem hann smíðaði af miklu listfengi heima í Arnarnesi. Ég lít með gleði til áranna okkar Magga á fjöllum. Það voru forréttindi að mega njóta samvista við svo heilsteyptan og góðan félaga. Smitandi hlát- ur heyrist ekki lengur til fjalla, en gleðin sem hann vakti lifir enn í minni, blandin sárum söknuði. Við Eygló sendum Jennýju og afkomendum öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gunnsteinn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.