Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 1 6 Stofnað 1913  183. tölublað  104. árgangur  SUMIR METNIR OF MIKILS EN AÐRIR OF LÍTILS LYFTIR 110 KÍLÓUM Á MEÐGÖNGUNNI FYRSTA ÍSLENSKA FIMLEIKAKONAN Á ÓLYMPÍULEIKUM STUNDAR CROSSFIT AF KAPPI 12 ÁHALDAFIMLEIKAR ÍÞRÓTTIRBANDARÍKJAFORSETAR 26 Morgunblaðið/Ófeigur Hinsegin dagar Einyrningurinn vakti mikla athygli í gleðigöngunni um helgina.  Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson greiddi úr eigin vasa allan kostnað við einhyrninginn sem stal senunni í gleðigöngu Hins- egin daga um helgina. Hann telur að kostnaðurinn verði um tvær milljónir króna þegar upp er staðið. Páll Óskar segir að fyrir löngu hafi sú stefna verið mörkuð að þiggja ekki styrki frá auglýsendum í göng- unni, enda sé þá allur pólitískur broddur farinn úr henni. Einhyrn- ingurinn verður rifinn og ekki not- aður aftur. Næstu daga verður hann til sýnis fyrir aftan Héðins- húsið í Reykjavík og er fólki frjálst að mæta og taka myndir af sér við hann. »6 Páll Óskar greiddi sjálfur kostnaðinn við einhyrninginn Hvað er GAMMA? » GAMMA Capital Manage- ment Limited er í eigu sömu hluthafa og GAMMA Capital Management hf. á Íslandi. » GAMMA er með yfir 90 millj- arða króna í stýringu. Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Breska fjármálaeftirlitið veitti GAMMA Capital Management Limited sjálfstætt starfsleyfi til að veita fjármálaþjónustu í Bretlandi síðastliðinn föstudag. „Með þessu skrefi verður GAMMA í enn betri stöðu en áður til að veita viðskiptavinum sínum öfluga þjónustu á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars þegar kemur að er- lendum verkefnum, fjárfestingum, fjármögnun og greiningavinnu,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri fyr- irtækisins. Með leyfinu verður GAMMA fyrsta íslenska fjármála- fyrirtækið sem hefur starfsemi í London með leyfi breskra yfirvalda eftir hrunið 2008. Áður hafði GAMMA sinnt starfsemi í London í rúmt ár á grundvelli íslensks starfs- leyfis, en GAMMA varð á síðasta ári fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til þess að hefja starfsemi í London í kjölfar tilkynningar um fyrirhugað afnám hafta. Einnig rekur GAMMA fjárfest- ingarsjóðinn Total Return Fund, sem hefur heimildir til að fjárfesta erlendis. „Þær heimildir verða nýtt- ar þegar gjaldeyrishöftum verður af- létt,“ segir Gísli. Fjármálaútrás hafin á ný  Bretar veita fjármálafyrirtækinu GAMMA sjálfstætt starfsleyfi í London  Fyrsta íslenska fyrirtækið síðan fyrir hrun sem fær breskt starfsleyfi MGAMMA veitt starfsleyfi … »2 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ferðamenn Í landkönnun á áhuga- verðum slóðum við Sólheimajökul. „Til framtíðar litið er ögrandi verk- efni að koma fólki í jöklaferðir,“ seg- ir Benedikt Bragason hjá ferðaþjón- ustunni Arcanum. Hann býður meðal annars upp á göngur á Sól- heimajökul í Mýrdal þar sem pyttir og svelgir eru orðnir áberandi, vegna bráðnunar. Nærri láti að jök- ullinn hafi á tuttugu árum hopað um einn kílómetra. Fulltrúar lögreglu á Suðurlandi munu í vikunni funda með ferðaþjón- ustufólki í Mýrdal vegna slysahættu á fjölsóttum stöðum þar í sveit. Vánni vill lögreglan bregðast við með bættum merkingum og fræðslu og segir Víðir Reynisson lögreglu- fulltrúi að viðleitni í þá átt hafi nokkrum árangri skilað. Einnig hendi að mál leysist hreinlega af sjálfu sér, að minnsta kosti um stundarsakir. Þannig er slysahætta í Reynisfjöru ekki söm nú og var til dæmis síðasta vetur þegar alda hreif með sér erlendan ferðamann sem var í fjörunni. Nú séu straumar þarna ekki jafn þungir og sandur hafi hlaðist upp í Reynisfjörunni og nái nú um 100 metra lengra út en var í fyrravetur. »4 Jökull hopar og fjara fyllist  Kvika í náttúru ögrandi verkefni  Bæta þarf merkingar Breska rokkhljómsveitin Muse hélt tónleika í Laugardalshöll á laugardagskvöld en hljóm- sveitin lék áður þar árið 2003. Líkt og fyrir þrettán árum var uppselt á tónleika Muse en um 11 þúsund manns keyptu sig inn á tónleikana. Hljómsveitin kom á óvart með því að taka vík- ingaklappið á tónleikunum. Síðan þakkaði söngvarinn Bellamy ítrekað fyrir sig á íslensku og bætti við: „Hvað er að frétta, Reykjavík?“ Stanslaust stuð í Laugardalshöll á laugardagskvöld Morgunblaðið/Ófeigur Breska rokkhljómsveitin Muse er jafn vinsæl og hún var fyrir þrettán árum þegar hún kom fyrst til Íslands  Fulltrúar sveit- arfélaga á Suð- urnesjum, það er Reykjanesbæjar, Sandgerðis, og Garðs, hafa myndað sam- ráðshóp til þess að vinna að skipulagsmálum og greiða úr ýmsum flækjum á Mið- nesheiði. Fjárfestar sýna uppbygg- ingu þar áhuga, svo sem vegna flugrekstrar, ferðaþjónustu og verslunar. Magnús Stefánsson, bæj- arstjóri í Garði, segir nauðsynlegt að fá ríkið að þessu máli, en landið þarna hafi það leyst til sín um 1950 vegna uppbyggingar flugvallar og herstöðvar. „Á Miðnesheiði eru miklir möguleikar,“ segir bæj- arstjórinn. » 6 Heiðin skipulögð Flug Leifsstöð er á Miðnesheiðinni. „Mönnum var pínu brugðið þegar þeir fengu fréttir af því í morgun að það væru allavega um 15 látnir á þeim tíma og fleiri slasaðir,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari ís- lenska U18 karlalandsliðsins í körfu- knattleik, í gær, en illvígt óveður gekk yfir höfuðborg Makedóníu, Skopje, á laugardag en þar er liðið við keppni á Evrópumótinu. Tuttugu manns létust þegar mikl- ar rigningar og flóð gengu yfir borg- ina og nærliggjandi bæi og margra er enn saknað. „Þetta er hörmung. Við höfum aldrei upplifað annað eins,“ sagði borgarstjóri Skopje í gær. Gríðarlegar þrumur og elding- ar fylgdu óveðrinu. Úrkoman var um 93 mm og vatnshæðin fór mest í 1,5 metra. Heimili fólks urðu afar illa úti vegna flóðanna og liggur rafmagn niðri. „Gærdagurinn var stórfurðulegur því það var fínasta veður þegar við fórum af hótelinu,“ segir Einar en að versti hluti veðursins hafi gengið yfir á meðan þeir spiluðu leik í íþrótta- höllinni. „Þakið var farið að leka all- hressilega og ljósin í höllinni að blikka.“ »15 „Við höfum aldrei upplifað annað eins“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.