Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 8
8 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
Fæst í: Hagkaup – Fjarðarkaup – Byko – Krónunni – Húsasmiðjunni
...ómissandi í eldhúsið
Oddný Harðardóttir, formaðurSamfylkingarinnar, skilur
ekki hvernig á því stendur að fáir
landsmenn segjast vilja kjósa
flokkinn.
Það séu von-brigði hve lítið
gagn hafi verið að
því fyrir fylgi
flokksins að Árni
Páll hætti sem for-
maður og hún tók
við.
En Oddný telur sig hafa svarvið fylgisvandanum. Við upp-
haf næsta ríkisstjórnarsamstarfs,
sem Oddný telur bersýnilega að
hún verði aðili að, verði haldnar
kosningar um það hvort að Ísland
eigi að sækja um aðild að ESB.
Samfylkingin og Vinstri grænirhöfnuðu því raunar síðast þeg-
ar þessir flokkar komust í stjórn
og sóttu um aðild að ESB að leyfa
þjóðinni að hafa nokkuð um það að
segja. Nú á sem sagt að bera þetta
undir þjóðina.
Þar sem Oddný hefur áhyggjuraf fylginu eftir að hún tók við
sem formaður væri þó ekki úr vegi
fyrir hana að velta því fyrir sér
hvort það kunni ekki að vera sam-
hengi á milli ESB-þráhyggju Sam-
fylkingarinnar og fylgisleysisins.
Og ætli það sé nú líklegt til aðauka vinsældir flokksins að
hóta kjósendum því að næsta kjör-
tímabil hefjist með hörðum slag
um jafn fráleitt mál og aðild að
ESB?
Er Samfylkingin virkilega svolaustengd við raunveruleik-
ann að hún telji að þjóðin þurfi
helst að því að halda?
Oddný
Harðardóttir
Er vænlegt að hóta
kjósendum?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.8., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 8 heiðskírt
Akureyri 12 heiðskírt
Nuuk 7 heiðskírt
Þórshöfn 11 rigning
Ósló 14 rigning
Kaupmannahöfn 19 rigning
Stokkhólmur 21 alskýjað
Helsinki 18 rigning
Lúxemborg 28 heiðskírt
Brussel 18 léttskýjað
Dublin 19 léttskýjað
Glasgow 16 rigning
London 26 heiðskírt
París 28 heiðskírt
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 23 léttskýjað
Berlín 27 heiðskírt
Vín 25 léttskýjað
Moskva 24 rigning
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 34 heiðskírt
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 31 heiðskírt
Róm 29 rigning
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 23 heiðskírt
Montreal 19 heiðskírt
New York 28 heiðskírt
Chicago 26 rigning
Orlando 28 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:59 22:08
ÍSAFJÖRÐUR 4:47 22:30
SIGLUFJÖRÐUR 4:29 22:14
DJÚPIVOGUR 4:25 21:42
Jóhannes Tómasson
johannes@mbl.is
Prófkjör Pírata vegna alþingis-
kosninga standa nú yfir í Suður-
kjördæmi og á höfuðborgarsvæð-
inu. Opnað var fyrir kosningarnar,
sem fara fram í rafrænu kosn-
ingakerfi Pírata, 2. ágúst og
standa þær til 12. ágúst.
Fór of hratt í gegnum kerfið
Einn kjósandi í prófkjörinu birti
færslu á Facebook-síðu Pírata,
„Pírataspjallið“ þar sem hann taldi
þá frambjóðendur sem hann valdi
á lista sinn hafa horfið af listanum
í kjölfar valsins. Annar kjósandi
gerði athugasemd þar sem hann
sagðist hafa lent í hinu sama.
Í frétt sem birt var á heimasíðu
Pírata var vandamálið útskýrt:
„Kjósandinn smellti á ,,Kjósa“
hnappinn og svo strax á hlekk til
að lesa um næsta frambjóðanda.
Kerfið fékk þannig ekki tíma til að
taka á móti atkvæðinu. Þegar
hann fór aftur til baka á kjörseð-
ilinn sá hann í augnablik ástandið
eins og hann skildi við það en vef-
síðan uppfærði sig svo með réttum
gögnum frá kosningakerfinu
sjálfu, og þá sá hann að atkvæðið
hafði ekki verið móttekið. Hann
upplifði þetta þannig að frambjóð-
endur væru að „hverfa“ af seðl-
inum. Kerfisstjóri útskýrði málið
fyrir viðkomandi og þar með var
málið leyst.“ Viðmótið var endur-
bætt af kerfisstjóra Pírata í kjöl-
farið.
Í prófkjörinu nota Píratar svo-
nefnda „Schulze-aðferð“ þar sem
hver kjósandi raðar frambjóðend-
um á tölusettan lista. Sá sem er
oftast valinn fram yfir alla aðra
frambjóðendur er líklegastur til að
lenda í efsta sæti.
Frambjóðendur „hurfu“ af listanum
Prófkjör Pírata stendur yfir til 12.
ágúst Kosið í rafrænu kosningakerfi
Morgunblaðið/Ófeigur
Píratar Margir sóttu „opið hús“ með frambjóðendum í prófkjörinu í gær.