Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 08.08.2016, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is - mán-föst 10-18 - lau 11-15 Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp Morgunblaðið/Ófeigur 110 kíló á stönginni Hildur æfir 5-7 sinnum í viku. Þessi bolur hefur verið í uppáhaldi hjá henni á meðgöngunni. „Svo er líka svo gaman að hafa stóra stafi með áletruninni kjöt þegar maður er með bumbuna út í loftið!“ Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Líkamsrækt er hluti af heil-brigðu líferni og hefur já-kvæð áhrif á meðgönguna,fæðinguna, barnið og móð- urina og margt bendir til þess að hún dragi úr ýmsum fylgikvillum með- göngu. Hver meðganga er þó ólík og verður hver kona að finna hreyfingu sem hentar. Hildur vissi ekki alveg á hverju hún ætti von en ákvað að halda æfingum sínum óbreyttum. „Ég æfði eins og ég var vön en án allra öfga. Ég er ekki að „maxa“ eða taka mínar þyngstu lyftur. Ég er mjög skynsöm þó að ég sé að æfa mikið. Ég hélt mínu striki og það hef- ur gengið. Ég held að ef ég myndi hætta að æfa, þá fyrst myndi ég veikjast eða fá grindargliðnun.“ Hildur er 22 ára sálfræðinemi og á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Brynjólfi Jökli Bragasyni, í september. Crossfit, boot camp og kraftlyftingar eru stór hluti af þeirra daglega lífi, en Brynjólfur er marg- faldur Íslandsmeistari í kraftlyft- ingum og Hildur bæði þjálfar og æfir crossfit og boot camp. Hildur æfði í Boot camp-stöðinni í Elliðaárdalnum og hélt áfram að stunda bæði crossfit og boot camp eftir að starfsemin var flutt í Sporthúsið fyrir ári síðan. „Ég blanda þessu saman og æfi 5-7 sinn- um í viku, eftir því í hvernig stuði ég er. Svo þjálfa ég líka boot camp og crossfit.“ Hildur er fótboltastelpa að upp- lagi en meiddist illa á fæti fyrir sex árum. „Ég þurfti þá að finna mér eitt- hvað nýtt og fann boot camp, þá var crossfit ennþá svo nýtt, og kolféll fyr- ir hugmyndafræðinni þar á bakvið. Stuttu seinna bættist crossfit svo við.“ Hildur tekur tímabil þar sem hún er nánast eingöngu í crossfit eða boot camp. „Núna er ég aðeins meira í crossfit.“ En í hverju liggur mun- urinn? „Í crossfit má finna blöndu af nánast öllum íþróttagreinum. Æfing dagsins, sem kallast wod, getur verið allt frá því að synda, hjóla og róa í bland við alls konar lyftingar. Boot camp byggir meira á svokallaðri her- þjálfun, þá er mikið um hlaup og ver- ið að vinna með eigin líkamsþyngd.“ Elskar að gera hnébeygjur Hildur er nú komin rúmar 35 vikur á leið, en von er á lítilli crossfit- og kraftlyftingastelpu í september. „Meðgangan hefur verið fullkomin ef hægt er að segja svo.“ Hildur hefur haldið sínu striki og æfir ennþá 5-7 sinnum í viku, en segir ákafann á æf- ingum kannski aðeins hafa minnkað. „Ég æfi sjálf og þjálfa þess á milli. Svo á ég þrjá Husky-hunda þannig að þegar ég er ekki að æfa eða nenni ekki að mæta á æfingu þá fer ég í göngutúr með þá, það er mjög gott að komast út í náttúruna. Planið er að æfa fram að settum degi, en ef það gerist ekki þá er það bara þannig.“ Lyftingar eru stór hluti af cross- fit og það er einnig sterkasta svið Hildar. „Ég er ótrúlega mikil lyft- ingamanneskja, ég vil helst taka hné- beygjur á hverjum einasta degi.“ Fjölbreytnin í crossfit-æfingakerfinu heillaði Hildi einnig mjög. „Það er svo gaman að koma á æfingu og vita ekkert hvað maður er að fara að gera. Manni er bara hent í djúpu laugina og tekur góða klukkutímalanga æf- ingu. Ég er ekki mikið fyrir að fara í lyftingasalinn og labba á milli tækja. Ég vil koma á æfingu og fá allt sem ég get út úr henni á þessum klukku- tíma. Þetta er mjög ólíkt fótboltanum en mér fannst mjög gaman að prófa eitthvað alveg nýtt.“ Beygir með bumbuna út í loftið Hildur segir að það hafi fátt komið henni á óvart á meðgöngunni þegar kom að líkamsrækt, nema kannski sú staðreynd að hún gat haldið áfram að æfa nánast óbreytt. „Crossfit er blanda af svo mörgu. Þú getur lent til dæmis á róðri sem er mjög þægileg æfing, en ef það eru æfingar sem henta mér ekki þá breyti ég þeim bara eða geri minna af þeim.“ Hildur var reyndar smá hrædd um að geta ekki gert uppá- halds æfinguna sína, hnébeygju, með kúluna framan á sér. „Ef ég mætti beygja alla daga myndi ég gera það. Fyrst eftir að ég varð ólétt hélt ég að ég myndi ekki geta beygt meira, en svo ákvað ég að prófa og styrkurinn minn er ennþá til staðar, ekki allur samt, en ég náði samt að taka 110 kíló í hnébeygju áðan til dæmis, komin 35 vikur á leið. En ég var vön að gera þetta áður og geri það áfram ef ég treysti mér til.“ Met Hildar í hné- beygju er 130 kíló, svo hún er ekki langt frá sínu besta. Aðspurð um viðbrögð frá öðru fólki þegar það sér hana í ræktinni segist Hildur hugsa mjög lítið út í Elskar hnébeygjur og tekur 110 kíló með bumbuna út í loftið Líkamsrækt á meðgöngu þarf ekki að vera einhæf, það er lítið mál að stunda fjölbreytta og skemmtilega hreyf- ingu á meðgöngunni. Meðgöngujóga hefur til dæmis notið mikilla vinsælda en það eru kannski færri konur sem stunda crossfit af kappi, hvað þá alla meðgöng- una. Crossfit-iðkandinn og boot camp-þjálfarinn Hild- ur Hörn Orradóttir hélt á fyrstu vikum meðgöngu sinn- ar að hún þyrfti hreinlega að leggjast í rúmið en annað kom á daginn. Í dag er hún komin 35 vikur á leið og tekur 110 kíló í hnébeygju, sem hún elskar. Meðal grundvallarhugmynda sem við höfum um okkur sjálf eru þær sem fjalla um okkar eigin vitsmuni og hæfileika. Áhugaverðar sálfræði- rannsóknir hafa varpað ljósi á að verulegu máli skiptir hvernig hug- arfar okkar er í þessum efnum og að það hefur veruleg áhrif á árang- ur okkar, hvernig við bregðumst við sigrum og ósigrum og þegar á hólminn er komið hversu ham- ingjusöm við erum. Sumir hafa þróað með sér hugarfar sem kallast fastmótað hugarfar. Þessir einstaklingar líta svo á að vitsmunir og hæfileikar þeirra séu fastmótaðir, þannig að ekki sé hægt að breyta þeim á þýðingarmikinn hátt í tímans rás. Þetta hugarfar felur í sér þá niðurstöðu að árangur í lífinu helgast eingöngu af fastmót- aðri innri hæfni. Hvaða áhrif hefur þetta hugarfar á líf þeirra sem það hafa? Þessir einstaklingar hafa til- hneigingu til þess að óttast mistök eða að ná ekki settu marki vegna þess að það varpar ljósi á takmark- aða hæfileika þeirra. Einstaklingar með fastmótað hugarfar vilja því gjarnan forðast mistök hvað sem það kostar í viðleitni þeirra til þess að upplifa sig og sýnast gáfaðir og hæfileikaríkir. Þessi nálgun hefur mikil og neikvæð áhrif á árangur vegna þess að tilhneigingin er að forðast áskoranir og erfið viðfangs- efni – að sækja í það þekkta þar sem minnstar líkur eru á mistökum. Aðrir hafa tileinkað sér önnur við- horf gagnvart vitsmunum sínum og hæfileikum sem kallast vaxandi hugarfar. Þeir líta ekki svo á að þeir hæfileikar sem þeir búa yfir á hverjum tíma séu óbreytanlegir. Eitt megineinkenni þessa hugarfars er sú sannfæring að mannlegir eig- inleikar eins og t.d. vitsmunir, sköpunarhæfni og samskiptahæfni séu fyrirbæri sem hægt er að rækta og bæta með því að takast á við áskoranir og ögrandi viðfangs- efni – með því að öðlast nýja reynslu. Einstaklingar með vaxandi hugarfar ná að öllu jöfnu betri ár- angri en þeir sem hafa þróað með sér fastmótað hugarfar. En af hverju? Það sem gerir vaxandi hug- arfar svo árangursríkt er að það myndar ástríðu fyrir því að læra og bæta sig í stað þess að þrá við- urkenningu á hverju augnabliki. Þeir sem hafa vaxandi hugarfar eru Vaxandi hugarfar til árangurs Heilsupistill Haukur Sigurðsson sálfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.