Morgunblaðið - 08.08.2016, Page 13
hvað öðru fólki finnst. „En ég fæ
kannski stundum augngotur þegar
bolurinn er kominn hátt upp og bumb-
an er bara út í loftið,“ segir hún og
hlær. „Þá eru kannski sumir sem
hugsa: Jæja, er ekki komið gott hjá
þessari? En ég pæli voða lítið í þessu,
ég held líka að við séum komin á þann
stað að fólk er ekkert mikið að pæla í
þessu lengur, það er frekar að koma til
mín og hrósa mér fyrir að vera dug-
leg.“
Ein stór fjölskylda
En getur hver sem er byrjað að
æfa crossfit? „Já, það er alltaf hægt að
fara á byrjendanámskeið. Hérna hjá
okkur í Crossfit Sport er hægt að fara
á grunnnámskeið þar sem helstu æf-
ingar eru kenndar. Að því loknu er
hægt að velja á milli sporthóps sem er
fyrir lengra komna eða framhaldstíma
ef þú vilt ná æfingunum hægt og ró-
lega.“ Hildur segir að það sé engin
ástæða til að óttast crossfit. „Þetta er
fyrir alla. Ég var ekkert sterk þegar ég
byrjaði, ég var bara þessi venjulega
fótboltastelpa, svo kom þetta bara með
æfingunni. Ég hef líka séð ótrúlegar
reynslusögur hjá konum og körlum
sem hafa náð ótrúlegum árangri. Lífið
snýst kannski um lyftingar í dag hjá
fólki sem hafði kannski aldrei stigið
fæti inn í almennan lyftingasal áður.
Það skemmtilega við crossfit er líka
hvað þetta er mikið samfélag. Þetta er
eins og fjölskylda, það eru allir að deila
með öðrum hvað þeir voru að taka
þungt í dag og hver tíminn var í æfingu
dagsins. Það er svo gaman að sjá bæt-
ingar.“
Öll fjölskylda Hildar er einmitt á
fullu í crossfit og boot camp í dag.
„Mamma, pabbi og systir mín. Svo er
ég líka að reyna að draga kærastann
minn í crossfit. Systir mín drífur mig
áfram á aukaæfingar, hún hefur verið
að keppa á Íslandsmótum og farið á
Evrópuleikana í Crossfit.“ Hildur
stefnir einnig á Evrópuleikana í fram-
tíðinni. „Ég væri alveg til í að vera
hluti af liði og reyna að komast þannig
á leikana, ég held að það henti mér
betur en einstaklingskeppnin.“ Nú er
það aftur á móti móðurhlutverkið sem
á hug hennar allan, en hún gerir ekki
ráð fyrir að taka sér langt hlé frá
crossfit-salnum í Sporthúsinu. „Mark-
miðið er að hún fái að vera með okkur
hérna í vagninum á æfingum fljótlega
eftir fæðingu.“ Hildur er einnig skráð
í fullt nám í sálfræði, svo það er þétt
dagskrá fram undan í haust. „Við
sjáum svo bara hvernig það gengur,
ég ætla a.m.k. að reyna, ég á eitt ár
eftir og tími ekki að hætta.“
Púl Hildur fær stundum augngotur frá fólki þegar bumban gægist út en er
lítið að hugsa út í það á miðri æfingu þegar æfingin sjálf á hug hennar allan.
Í náttúrunni Hildur á þrjá Husky hunda sem eru duglegir að draga hana út.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Endurskapaðu hlýtt og notarlegt andrúmsloft fyrri tíma. Heimilistækin
frá Smeg eru miðpunktur athyglinnar hvar sem þau standa.
EIRVÍK FLYTUR HEIMILISTÆKI
INN EFTIR ÞÍNUM SÉRÓSKUM
ólíklegri til að gefast upp þegar
ekki tekst vel til. Þeir sjá ekki
sjálfa sig misheppnast við slíkar að-
stæður heldur sjá þeir sig vera að
læra.
Hvort hugarfarið á betur við um
þig í dag? Ert þú með fastmótað
hugarfar sem hamlar árangri í þínu
lífi? Taktu þá ákvörðun í dag um
breytt viðhorf. Taktu ákvörðun um
að læra og tileinka þér vaxandi
hugarfar sem stuðlar að því að þú
náir þeim árangri sem þú vilt ná.
Af hverju að eyða orkunni í að
sanna fyrir þér og öðrum hversu
mikla hæfileika eða vitsmuni þú
hefur meðan þú getur verið að
bæta þig? Af hverju að fela van-
hæfni þína í stað þess að yfirstíga
hana? Af hverju að leita í það sem
þú hefur þegar reynt og þekkir í
stað þess að vaxa með nýrri
reynslu.
Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafa-
þjónusta
Hugarfar Með því að tileinka þér vaxandi hugarfar ertu ólíklegri til að gef-
ast upp þegar ekki tekst vel til. Hugarfar hefur áhrif á árangur, það er ljóst.
Vinsældir crossfit hafa aukist jafnt og þétt víðs vegar
um heiminn, ekki síst í Bandaríkjunum og þar hafa ís-
lenskir keppendur vakið mikla athygli, en líkt og flestir
Íslendingar vita sigraði Katrín Tanja Davíðsdóttir á
heimsleikunum í crossfit í síðasta mánuði, annað árið í
röð. Hún er önnur íslenska konan sem gerir slíkt, en
Annie Mist Þórisdóttir hefur einnig hlotið titilinn
hraustasta kona heims í tvígang. Hildur segir þennan
árangur vera mikla hvatningu fyrir íslenska crossfit-
iðkendur og íþróttaiðkendur yfirhöfuð. „Það er eins og
það sé eitthvað í íslenska vatninu, miðað við allar ís-
lensku stelpurnar sem eru að sigra íþróttaheiminn,
sama í hvað sporti, fótbolta, crossfit eða sundi, þær
eru magnaðar. Íslensku stelpurnar eiga crossfit-
heiminn, ef þú ert íslensk og kemst inn á Evrópuleikana
eða heimsleikana þá ertu súperstjarna í augum cross-
fittara. Allt í einu varð sprenging í crossfit-heiminum,
ég veit ekki af hverju, en ég held að blanda æfinganna
og óvissan skipti töluverðu máli.“
Árangur íslensku stelpnanna mikil hvatning
VINSÆLDIR CROSSFIT AUKAST
Katrín Tanja Hraustasta kona í heimi, annað árið í röð.