Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.08.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2016 Hlökkum til að heyra frá ykkur! Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki Frekari upplýsingar á nolta.is Nolta er á Facebook Leiðtoginn á réttum kúrs Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni. Árni Sverrisson Sími: 898 5891 • arni.sverrisson@nolta.is 8. ágúst 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.3 119.86 119.58 Sterlingspund 156.76 157.52 157.14 Kanadadalur 91.54 92.08 91.81 Dönsk króna 17.871 17.975 17.923 Norsk króna 14.101 14.185 14.143 Sænsk króna 13.989 14.071 14.03 Svissn. franki 122.4 123.08 122.74 Japanskt jen 1.1798 1.1868 1.1833 SDR 166.57 167.57 167.07 Evra 132.93 133.67 133.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.9895 Hrávöruverð Gull 1362.6 ($/únsa) Ál 1616.0 ($/tonn) LME Hráolía 44.18 ($/fatið) Brent FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gengi rafmyntarinnar bitcoin tók mikla dýfu á þriðjudag þegar upp- lýst var að hakkarar hefðu náð að stela bitcoin fyrir andvirði 65 millj- óna dala, jafnvirði um 7,8 milljarða króna, frá rafmyntamarkaðinum Bitfinex í Hong Kong. Bitfinex rekur fimmta stærsta bitcoin-markað heims, og þann stærsta utan kínverska meginlands- ins. Kostaði ein bitcoin-eining um 613 dali áður en fréttir bárust af þjófnaðinum, en lækkaði mest niður í 480 dali á þriðjudeginum. Tók myntin að styrkjast aftur þegar líða tók á þriðjudag og kostaði 597 dali á sunnudag. Reuters segir þjófnaðinn þann næststærsta í sögu Bitcoin. Bitfi- nex-stuldurinn kemst þó ekki með tærnar þar sem Mt. Gox-þjófnaður- inn frá 2014 hefur hælana en þar hvarf 460 milljóna dala virði af bitcoin. Þá tókst óprúttnum aðilum í júní að stela 60 milljóna dala virði af annarri rafmynt, ethereum. Tapinu deilt jafnt Öll viðskipti á Bitfinex voru stöðvuð eftir að þjófnaðurinn kom í ljós. Bitfinex geymir innistæður viðskiptavina á aðskildum reikning- um eða „sýndar-veskjum“, frekar en að safna þeim saman á eina bók, og þarf notandi fleiri en einn að- gangslykil til að nálgast myntirnar í veskinu sínu. Á sunnudag tilkynnti Bitfinex að tjóninu vegna þjófnað- arins verði dreift jafnt á alla inni- stæðueigendur. „Þegar þeir skrá sig inn í kerfið munu notendur sjá að þeir hafa tapað 36,07% af eign sinni,“ sagði í tilkynningu Bitfinex sem tiltók jafnframt að ítarlegri upplýsingar um forsendur lækkun- arinnar yrðu birtar innan skamms. Að sögn WSJ munu viðskiptavinir fá nokkurs konar inneignarnótur í sárabætur. Inneignarnótunum verður hægt að skipta fyrir hluti í móðurfyrirtæki Bitfinex, iFinex Inc. Kveðst Bitfinex eiga í viðræð- um við fjárfesta um leiðir til að bæta viðskiptavinum tjónið að fullu. Á sunnudag var stefnt að því að viðskiptavinir gætu skráð sig inn á Bitfinex að 24 til 48 stundum liðn- um. Reuters greinir frá að ekki sé enn ljóst hvernig þjófunum tókst að fá aðgang að innistæðum í kerfi Bitfinex. Hafa bæði talsmenn Bitfi- nex og utanaðkomandi sérfræðing- ar vísað á bug vangaveltum um að hakkararnir hafi nýtt sér örygg- isveikleika í blokchain – gagna- grunninum sem bitcoin-tæknin reiðir sig á. Hækkar vegna „helmingunar“ Lengst af þessu ári hélst verð bitcoin nokkuð stöðugt í kringum 400 dala markið en tók svo að hækka töluvert og fór hæst upp í um 768 dali í júní. Þá lækkaði geng- ið og hélst bitcoin á 600-700 dala bilinu í júlí. Hækkunin í sumar er einkum rakin til sjálfvirkar breytingar sem varð í bitcoin-kerfinu snemma í júlí. Breytingin er kölluð „helmingunin“ (e. halving) en bitcoin tæknin bygg- ist á því að einstaklingar og fyr- irtæki haldi úti gagnaverum sem skrá og geyma færslur í bitcoin- kerfinu. Fyrir ákveðinn fjölda færslna fær sá sem hýsir skrárnar bitcoin-einingar í verðlaun. Aðeins verður hægt að framleiða 21 milljón bitcoin-einingar og til að hægja á framleiðslunni eru verðlaunin helm- inguð á fjögurra ára fresti. Í upp- hafi fengust 50 bitcoin í verðlaun, svo 25 árið 2012 en nú 12,5. Bitcoin jafnar sig eftir risaþjófnað  Tölvuþrjótar stálu jafnvirði 7,8 milljarða króna frá bitcoin-markaði í Hong Kong  Verð bitcoin hefur verið á uppleið í sumar vegna sjálfvirkrar kerfisbreytingar sem á sér stað á fjögurra ára fresti AFP Útbreiðsla Búðargluggi fyrirtækis í Hong Kong. Skiltið gefur til kynna að þar sé tekið við bitcoin. Gengi bitcoin lækkaði mikið þegar fréttir bárust af risaþjófnaði liðinnar viku en rafmyntin náði sér fljótlega aftur á strik Stjörnuhagfræðingurinn Joseph Stiglitz hefur sagt sig úr nefnd sem stjórnvöld í Panama settu á lagg- irnar til að bæta bankakerfi lands- ins. Stiglitz, sem hlaut Nóbelsverð- launin í hagfræði árið 2001, segir afskipti stjórnvalda af störfum nefndarinnar hafa jaðrað við rit- skoðun. Svisslendingurinn Mark Pieth sagði sig einnig úr nefndinni á föstudag, en hann er sérfræð- ingur í spillingarmálum, kennir lög- fræði við Basel-háskóla og stýrði á sínum tíma starfshópi hjá OECD sem skoðaði mútugreiðslur í al- þjóðaviðskiptum. Var það New York Times sem greindi fyrst frá tíðindunum. Segjast vilja draga úr misnotkun bankaleyndar Nefndin var sett á laggirnar í apríl í kjölfar þess að Panamaskjöl- unum svokölluðu var lekið. Þar kom í ljós að panamísk lögfræðistofa hafði haft milligöngu um að stofna aflandsreikninga sem sumir virtust geyma illa fengið fé. Er nefndinni ætlað að setja fram tillögur um hvernig má koma í veg fyrir að fjármálakerfi Panama verði notað í ólöglegum tilgangi. Fjórir aðrir sér- fræðingar sem fengnir voru til að sitja í nefndinni eru enn að störfum. Utanríkisráðuneyti Panama sendi frá sér tilkynningu á laugardag þar sem segir að stjórnvöld „beri fullan skilning á afsögnunum og þeim innri ágreiningi“ sem hefur átt sér stað. Ítrekaði ráðuneytið að stjórn- völd lofa gagnsæi og alþjóðlegri samvinnu. Segir ráðuneytið að þeg- ar sé búið að innleiða sumar frum- tillögur nefndarinnar á meðan aðr- ar séu enn í skoðun, að því er BBC greinir frá. Í tilkynningu sem Stiglitz og Pieth sendu frá sér sögðust þeir hafa áhyggjur af að lokaskýrsla nefndarinnar yrði ekki birt og telja þeir að „stjórnvöld séu undir mikl- um þrýstingi frá aðilum sem hagn- ast af ógagnsæinu sem í dag ein- kennir bankakerfi Panama.“ ai@mbl.is Stiglitz segir sig úr Panama-nefnd  Afskiptum stjórnvalda líkt við ritskoðun  Ætlað að bæta bankakerfi landsins AFP Leynd Lögfræðistofan Mossack Fonseca var í aðahluterki í Panamaskjöl- unum. Skjölin sem lekið var fyrr á árinu beindu ljósinu að ýmsu misjöfnu. Joseph StiglitzMark Pieth

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.